Vona að engum verði dömpað í Austurbæ Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 19. september 2019 08:15 Jonathan segir þá Hugleik hafa kynnst hratt og náið á Evróputúrnum sem þeir fóru í nú fyrr á árinu. Á morgun fer fram uppistandssýning Hugleiks Dagssonar og Jonathans Duffy sem kallast Icetralia í Austurbæ. Þetta er síðasta sýningin í bili því Hugleikur heldur af landi brott í október, ætlar að setjast að í Berlín.Allt fyrir pening Jonathan flutti hingað til lands fyrir fjórum árum. „Ég er ástralskur, ég er grínisti og ég hef líka gert aðra hluti fyrir pening,“ segir Jonathan. Inntur efir útskýringu á hverslags hlutir það væru svarar hann um hæl hlæjandi: „Allt sem er borgað.“ Upphaflega ætlaði hann einungis að stoppa hér í stutta stund til að leikstýra myndbandi við lagi fyrir Pál Óskar, en Jonathan er mikill áhugamaður um Eurovision-keppnina. „Ég þekkti til hans. Vinkona mín Ólöf Erla þekkti hann persónulega en hann hafði spurt hana hvort hún gæti gert myndband með honum. Hún stakk svo upp á að ég myndi leikstýra því með henni svo við unnum það saman. Eftir það fékk ég svo bara fleiri og fleiri atvinnutilboð og hér er ég enn. Um það leyti sem ég flyt hingað var verið að byrja með svokölluð open mic-kvöld á ensku. Í kjölfarið var ég svo bókaður á hin og þessi kvöld og skemmtanir um allan bæ. Svo héldum við Ólöf líka áfram að vinna saman og aðstoðuðum við sköpun atriðis Gretu Salome í Eurovision árið 2016.“Þynnka og matareitrun Hann og Hugleikur kynntust í gegnum uppistandssenuna. „Ég sá hann oft baksviðs en talaði aldrei við hann því mér fannst hann svo töff. Svo vorum við einu sinni saman í jólasýningu með öðrum uppistöndurum Tjarnarbíói. Hugleikur var þunnur og ég var með matareitrun. Þannig að þá loks létum við báðir vörnina falla og töluðum saman,“ segir Jonathan. Í kjölfarið ákváðu þeir að vera saman með uppistand á ensku fyrir túrista. ,,Við ákváðum svo að byrja með hlaðvarpið eftir það en nú höfum við ferðast saman um alla Evrópu með uppstand og fórum með sýninguna til San Francisco. Ég hef oftar sofið í sama rúmi og hann en ég kæri mig um að opinbera,“ segir Jonathan hlæjandi. Hann segir það að fara á túr á borð við þann sem þeir fóru um Evrópu hafa valdið því að þeir hafi kynnst hratt. „Maður uppgötvar hratt kosti fólks og galla. Hann er meiri einfari en ég til dæmis. Fyrir sýningar labbar hann um og einbeitir sé að því að undirbúa sig meðan ég er meira að spjalla við hina kannski. Þegar hann þrammar um ákveðinn baksviðs spyr fólk mig hvort það það sé ekki allt í góðu hjá honum. Ég útskýri auðvitað bara að hann geri þetta fyrir flestar sýningar.“ Jonathan segir Hugleik þó mörgum kostum gæddan og hafa meðal annars kennt honum að vera jákvæðari. „Já, við bætum hvor annan upp, þar sem mig skortir hefur hann og öfugt. Svo hrjótum við báðir svo við erum látnir gista í sama herbergi. Eitt sinn var hann vakandi þegar ég svaf og þegar ég vaknaði horfði hann á mig og sagði að ég hljómaði eins og ég væri að deyja þegar ég hryti. Ég spurði hann þá af hverju hann hefði ekki reynt að bjarga mér fyrst hann hélt að ég væri að deyja,“ segir Jonathan hlæjandi. Jonathan segist hlakka mikið til að koma fram í Austurbæ, en salurinn var nýverið tekinn í gegn og endurbættur. „Það eru svo fáir staðir eftir þar sem hægt er að halda uppistand á svo þetta er kærkomin viðbót í flóruna. Salurinn er flottur og við vorum mjög til í að halda sýningu þar þegar það bauðst.“Sambandsslit í beinni Jonathan og Hugleikur hafa gefið út Icetralia-þættina á netinu síðastliðin þrjú ár, en í þættinum taka þeir við bréfum frá hlustendum í leit að ráðum. „Það er eiginlega skemmtilegasti hluti þáttarins. Fólk hefur sent okkur mjög persónulegar spurningar, eins og hvort það ætti að fara í trekant og annað í slíkum dúr. Eitt sinn þegar við vorum með þáttinn í beinni drógum við upp úr hattinum miða frá stúlku sem spurði hvort hún ætti að hætta með kærastanum sínum eftir sýninguna. Allt í einu stendur upp í salnum maður og labbar út. Hún þurfti ekki að segja honum upp, hann bara vissi.“ Jonathan segir því kjörið fyrir fólk í einhvers konar krísu að koma á sýninguna og leita á þeirra náðir. „Við vonum samt að engum verði dömpað, en það er aldrei að vita. Fólk getur fengið ráð við hverju sem er en líka bara mæta til að skemmta sér. Við verðum með uppistand saman og í sitt hvoru lagi og það er aldrei að vita nema að það verði stórkostlegt dansatriði líka,“ svarar Jonathan lúmskur. Miða er hægt að nálgast á tix.is og við hurð en sýningin hefst klukkan 21.00. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Á morgun fer fram uppistandssýning Hugleiks Dagssonar og Jonathans Duffy sem kallast Icetralia í Austurbæ. Þetta er síðasta sýningin í bili því Hugleikur heldur af landi brott í október, ætlar að setjast að í Berlín.Allt fyrir pening Jonathan flutti hingað til lands fyrir fjórum árum. „Ég er ástralskur, ég er grínisti og ég hef líka gert aðra hluti fyrir pening,“ segir Jonathan. Inntur efir útskýringu á hverslags hlutir það væru svarar hann um hæl hlæjandi: „Allt sem er borgað.“ Upphaflega ætlaði hann einungis að stoppa hér í stutta stund til að leikstýra myndbandi við lagi fyrir Pál Óskar, en Jonathan er mikill áhugamaður um Eurovision-keppnina. „Ég þekkti til hans. Vinkona mín Ólöf Erla þekkti hann persónulega en hann hafði spurt hana hvort hún gæti gert myndband með honum. Hún stakk svo upp á að ég myndi leikstýra því með henni svo við unnum það saman. Eftir það fékk ég svo bara fleiri og fleiri atvinnutilboð og hér er ég enn. Um það leyti sem ég flyt hingað var verið að byrja með svokölluð open mic-kvöld á ensku. Í kjölfarið var ég svo bókaður á hin og þessi kvöld og skemmtanir um allan bæ. Svo héldum við Ólöf líka áfram að vinna saman og aðstoðuðum við sköpun atriðis Gretu Salome í Eurovision árið 2016.“Þynnka og matareitrun Hann og Hugleikur kynntust í gegnum uppistandssenuna. „Ég sá hann oft baksviðs en talaði aldrei við hann því mér fannst hann svo töff. Svo vorum við einu sinni saman í jólasýningu með öðrum uppistöndurum Tjarnarbíói. Hugleikur var þunnur og ég var með matareitrun. Þannig að þá loks létum við báðir vörnina falla og töluðum saman,“ segir Jonathan. Í kjölfarið ákváðu þeir að vera saman með uppistand á ensku fyrir túrista. ,,Við ákváðum svo að byrja með hlaðvarpið eftir það en nú höfum við ferðast saman um alla Evrópu með uppstand og fórum með sýninguna til San Francisco. Ég hef oftar sofið í sama rúmi og hann en ég kæri mig um að opinbera,“ segir Jonathan hlæjandi. Hann segir það að fara á túr á borð við þann sem þeir fóru um Evrópu hafa valdið því að þeir hafi kynnst hratt. „Maður uppgötvar hratt kosti fólks og galla. Hann er meiri einfari en ég til dæmis. Fyrir sýningar labbar hann um og einbeitir sé að því að undirbúa sig meðan ég er meira að spjalla við hina kannski. Þegar hann þrammar um ákveðinn baksviðs spyr fólk mig hvort það það sé ekki allt í góðu hjá honum. Ég útskýri auðvitað bara að hann geri þetta fyrir flestar sýningar.“ Jonathan segir Hugleik þó mörgum kostum gæddan og hafa meðal annars kennt honum að vera jákvæðari. „Já, við bætum hvor annan upp, þar sem mig skortir hefur hann og öfugt. Svo hrjótum við báðir svo við erum látnir gista í sama herbergi. Eitt sinn var hann vakandi þegar ég svaf og þegar ég vaknaði horfði hann á mig og sagði að ég hljómaði eins og ég væri að deyja þegar ég hryti. Ég spurði hann þá af hverju hann hefði ekki reynt að bjarga mér fyrst hann hélt að ég væri að deyja,“ segir Jonathan hlæjandi. Jonathan segist hlakka mikið til að koma fram í Austurbæ, en salurinn var nýverið tekinn í gegn og endurbættur. „Það eru svo fáir staðir eftir þar sem hægt er að halda uppistand á svo þetta er kærkomin viðbót í flóruna. Salurinn er flottur og við vorum mjög til í að halda sýningu þar þegar það bauðst.“Sambandsslit í beinni Jonathan og Hugleikur hafa gefið út Icetralia-þættina á netinu síðastliðin þrjú ár, en í þættinum taka þeir við bréfum frá hlustendum í leit að ráðum. „Það er eiginlega skemmtilegasti hluti þáttarins. Fólk hefur sent okkur mjög persónulegar spurningar, eins og hvort það ætti að fara í trekant og annað í slíkum dúr. Eitt sinn þegar við vorum með þáttinn í beinni drógum við upp úr hattinum miða frá stúlku sem spurði hvort hún ætti að hætta með kærastanum sínum eftir sýninguna. Allt í einu stendur upp í salnum maður og labbar út. Hún þurfti ekki að segja honum upp, hann bara vissi.“ Jonathan segir því kjörið fyrir fólk í einhvers konar krísu að koma á sýninguna og leita á þeirra náðir. „Við vonum samt að engum verði dömpað, en það er aldrei að vita. Fólk getur fengið ráð við hverju sem er en líka bara mæta til að skemmta sér. Við verðum með uppistand saman og í sitt hvoru lagi og það er aldrei að vita nema að það verði stórkostlegt dansatriði líka,“ svarar Jonathan lúmskur. Miða er hægt að nálgast á tix.is og við hurð en sýningin hefst klukkan 21.00.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira