Sameinumst fyrir framtíðina Sigrún Jónsdóttir skrifar 19. september 2019 08:02 Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun