Pepsi Max-mörkin: FH-liðið árið 2005 það besta sem Davíð spilaði með og Atli besti leikmaðurinn Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 12:00 Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37