Pepsi Max-mörkin: FH-liðið árið 2005 það besta sem Davíð spilaði með og Atli besti leikmaðurinn Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 12:00 Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson tilkynnti á þriðjudaginn að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Davíð hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar karla í rúman áratug en alls hefur hann spilað 317 leiki í meistaraflokki. Hann er með um 62% sigurhlutfall í þeim leikjum. Davíð spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir FH laugardaginn 28. september er FH fær Grindavík í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Fyrirliði Fimleikafélagsins var gestur Pepsi Max-markanna í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Hörð Magnússon, Loga Ólafsson og Þorvald Örlygsson. „Ég fór að hugsa um þetta í byrjun móts hvort þetta væri ekki bara komið gott. Svo hefur þetta verið að gerast í höfðinu á mér í sumar og svo tók ég endanlega ákvörðun um þetta fyrir ekki svo löngu,“ sagði Davíð.Risa tíðindi úr Hafnarfirði.https://t.co/BqBvWlv2Ks — Sportið á Vísi (@VisirSport) September 17, 2019 „Ég nenni ekki að enda ferilinn og vera inn og út úr liðinu eða sitja á bekknum,“ en um breytingarfasann sem hefur átt sér stað síðustu ár hafði Davíð þetta að segja: „Við unnum titilinn 2016 og svo lentum við 2017 í fyrsta skipti í 14 ár neðar en annað sætið. Þegar Óli kom inn þá voru miklar breytingar sem fylgja nýjum þjálfara og það er eðlilegt. Þetta hefur kannski tekið aðeins meiri tíma en við höfum viljað en það er krefjandi verkefni. Mér finnst við vera á réttri leið.“ Stefnir þessi frábæri knattspyrnumaður á þjálfun? „Nei, mér finnst það mjög ólíklegt að ég fari út í það strax. Ég veit ekkert hvort ég fari út í það yfirhöfuð eftir ferilinn. Mig langar að taka mér smá frí frá þessu og fara hlúa að öðrum hlutum. Mig langar mjög mikið í sumarfrí.“ Davíð hefur spilað í mörgum góðum FH-liðum í gegnum tíðina en það segir sig sjálft enda orðið Íslandsmeistari í sjö skipti. Hann var ekki í miklum vafa með að velja besta liðið. „Ég held að besta FH-liðið sem ég spilaði með var liðið árið 2005. Þá unnum við fyrstu fimmtán leikina og vorum eiginlega algjörir aular að klára ekki mótið með fullu húsi. Það var virkilega gott lið og ég verð að segja að það sé það sterkasta,“ en hver er besti leikmaðurinn sem hann spilaði með? „Ég myndi segja Atli Guðnason. Síðan var Allan Borgvardt ágætur,“ en Allan var Dani sem lék með FH og gerði það gott. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en farið er um víðan völl í viðtalinu. Meðal annars ræðir Davíð nánar um tímabilið í sumar, afhverju hann spilaði ekki lengur í atvinnumennsku og margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Fyrirliði FH leggur skóna á hilluna eftir tímabilið Davíð Þór Viðarsson segir þetta gott eftir tuttugu tímabil í meistaraflokki. 17. september 2019 10:37