Segir uppgang hægri leiðtoga vera ógn við frjálslynd lýðræðissamfélög Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 07:19 Sadiq Khan segir þróun undanfarinna ára vera áhyggjuefni fyrir lýðræðið sjálft. Vísir/Getty Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, fer ófögrum orðum um leiðtoga á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í grein sinni í Observer. Hann segir framgang og fylgi „öfgafullra hægri leiðtoga“ grafa undan umburðarlyndi og réttindum ýmissa minnihlutahópa og stefna þeirra leiði til þess að fólk fari að gleyma þeim lærdómi sem mátti draga af seinni heimsstyrjöldinni. „Afleiðingarnar eru líka sjáanlegar í Bretlandi, þar sem umsvifamikil áhrif Nigel Farage og Brexit-flokks hans hefur ýtt Íhaldsflokknum í þá átt að vera með harðari hægri stefnu og minna umburðarlyndi,“ segir borgarstjórinn. Khan segir Trump vera holdgerving hvítrar þjóðernishyggju á heimsvísu og að fleiri leiðtogar í Evrópu séu farnir að fylgja hans fordæmi, þar á meðal forsætisráðherra Breta. Þá nefnir hann sem dæmi stöðu hinsegin fólks í Póllandi og segir hana vera varhugaverða þróun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgarstjórinn gagnrýnir Bandaríkjaforseta með svo beinskeyttum hætti, en fyrr í sumar sagði hann orðræðu Trump vera þá sömu og fasistar 20. aldarinnar notuðu.Sjá einnig: Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ ritaði Khan í grein sinni í júnímánuði. Nýjasta grein Khan er rituð í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Sjálfur er hann staddur í Póllandi með öðrum heimsleiðtogum þar sem fórnarlamba heimsstyrjaldarinnar verður minnst. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal gesta. „Við ættum að vera stolt af sigri Bretlands í stríðinu, en líka af því að byggja upp þann frið sem fylgdi í kjölfarið,“ segir borgarstjórinn í grein sinni og undirstrikar stórt hlutverk Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í þeirri friðarvinnu sem fylgdi í kjölfarið. „Stuðningur við lýðræði er í metlægð í vestrænum heimi og þau gildi sem skilgreina frjálslynd lýðræðissamfélög eiga undir högg að sækja – allt frá lögum og reglu og sjálfstæði dómstóla yfir í frjálsa fjölmiðlun og lifandi borgaraleg samfélög.“ Bandaríkin Bretland Donald Trump Pólland Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. 15. júní 2019 23:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, fer ófögrum orðum um leiðtoga á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í grein sinni í Observer. Hann segir framgang og fylgi „öfgafullra hægri leiðtoga“ grafa undan umburðarlyndi og réttindum ýmissa minnihlutahópa og stefna þeirra leiði til þess að fólk fari að gleyma þeim lærdómi sem mátti draga af seinni heimsstyrjöldinni. „Afleiðingarnar eru líka sjáanlegar í Bretlandi, þar sem umsvifamikil áhrif Nigel Farage og Brexit-flokks hans hefur ýtt Íhaldsflokknum í þá átt að vera með harðari hægri stefnu og minna umburðarlyndi,“ segir borgarstjórinn. Khan segir Trump vera holdgerving hvítrar þjóðernishyggju á heimsvísu og að fleiri leiðtogar í Evrópu séu farnir að fylgja hans fordæmi, þar á meðal forsætisráðherra Breta. Þá nefnir hann sem dæmi stöðu hinsegin fólks í Póllandi og segir hana vera varhugaverða þróun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgarstjórinn gagnrýnir Bandaríkjaforseta með svo beinskeyttum hætti, en fyrr í sumar sagði hann orðræðu Trump vera þá sömu og fasistar 20. aldarinnar notuðu.Sjá einnig: Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ ritaði Khan í grein sinni í júnímánuði. Nýjasta grein Khan er rituð í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Sjálfur er hann staddur í Póllandi með öðrum heimsleiðtogum þar sem fórnarlamba heimsstyrjaldarinnar verður minnst. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal gesta. „Við ættum að vera stolt af sigri Bretlands í stríðinu, en líka af því að byggja upp þann frið sem fylgdi í kjölfarið,“ segir borgarstjórinn í grein sinni og undirstrikar stórt hlutverk Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins í þeirri friðarvinnu sem fylgdi í kjölfarið. „Stuðningur við lýðræði er í metlægð í vestrænum heimi og þau gildi sem skilgreina frjálslynd lýðræðissamfélög eiga undir högg að sækja – allt frá lögum og reglu og sjálfstæði dómstóla yfir í frjálsa fjölmiðlun og lifandi borgaraleg samfélög.“
Bandaríkin Bretland Donald Trump Pólland Tengdar fréttir Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15 Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. 15. júní 2019 23:15 Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Sjá meira
Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Melaniu eiginkonu sinni. Þau heimsóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. 4. júní 2019 07:15
Hellti sér yfir „hamfaraborgarstjórann“ eftir morðhrinuna í London Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetinn hellir sér yfir Sadiq Khan borgarstjóra London en þeir hafa lengi eldað grátt silfur saman. 15. júní 2019 23:15
Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun. 3. júní 2019 08:59