Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Andri Eysteinsson skrifar 1. júní 2019 23:05 Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, er ekki á meðal aðdáenda Bandaríkjaforseta. Samsett/Getty Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag. Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira