Alþingi ráði uppbyggingu á varnarsvæði Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2019 06:15 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vill breyta varnarmálalögum þannig að borið verði undir Alþingi í hvert sinn hvort og hvernig uppbygging á mannvirkjum tengdum erlendum herliðum verður háttað á varnarsvæðinu. Hann hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á yfirstandandi þingi. Allur þingflokkurinn, utan ráðherra og forseta Alþingis, mun flytja málið. Samhliða hyggst Kolbeinn leggja fram þingsályktun, sem lýtur að viðveru herliðs hér á landi almennt. „Þessi tillaga gefur Alþingi færi á því að koma meira að ákvörðunum um umsvif erlends herliðs hér á landi. Sjálfur vil ég að þau umsvif séu engin, Ísland fari úr NATO og að varnarsamningnum sé sagt upp, en óháð skoðunum þingmanna á því hljóta allir að fagna því að umræða um þessi mál verði meiri og að hlutverk Alþingis sé styrkt. Þingmönnum gefst þá færi á að sýna í verki skoðun sína á uppbyggingu á vegum hersins. Uppbyggingu á svæðinu má gera háða samþykkti Alþingis með breytingu á varnarmálalögum og er tillaga þess efnis eitt af forgangsmálum þingflokks VG á komandi þingi. Allt sem lýtur að viðveru herliðs er hins vegar bundið við varnarsamninginn og ég mun því leggja fram þingsályktun um bókun við hann þess efnis að það sé einnig háð samþykkt Alþingis.“ Bandaríkjaher hefur nú uppi áform um sjö milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra hefur sagt að sú uppbygging feli ekki í sér að verið sé að endurvekja gömlu herstöðina, en ýmsir hafa gagnrýnt uppbygginguna ekki síst vegna þess að Vinstri græn hafa forsætisráðuneytið á sinni könnu, en flokkurinn hefur alla tíð lagst gegn aðild Íslands að NATO. „Aukin hernaðarumsvif á norðurslóðum eru áhyggjuefni og fyllsta þörf á því að umræða um þessi mál verði aukin og Alþingi geti komið vilja sínum skýrt á framfæri. Við eigum að tala fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. Mér hefur sýnst í sumar að þingmenn úr flestum flokkum hafi miklar skoðanir á þessum málum og því hljóta þeir að fagna því að geta tekið þátt í ákvörðunum um þessi mál.“ Í greinargerð með frumvarpi Kolbeins segir að Ísland sé aðili að NATO og hafi sem aðildarríki skyldur að uppfylla. Þær hafi fyrst og fremst falist í aðstöðu fyrir herlið bandalagsins og loftrýmisgæslu. Ísland hafi þannig ekki útvegað herlið, enda herlaust land, heldur aðstöðu fyrir herlið annarra þjóða. Einnig segir að mikilvægt sé að efla lýðræðislega umræðu um varnarmál, í stað þess að margir átti sig fyrst á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu eftir að Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög sín á ári hverju. – ósk
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira