Hættur að grína fyrir Gísla Martein Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2019 11:30 Atli Fannar verður ekki með innslög sín í Vikunni á RÚV í vetur. vísir/andri marinó. „Það stóð ekki til að byrja í nýrri vinnu, ári eftir að ég hóf störf hjá Hugsmiðjunni. Þar er ég búinn að skemmta mér konunglega og ég er stoltur af verkefnunum sem ég tók þátt í þar. Í sumar auglýsti RÚV hins vegar starf sem togaði svo svakalega í mig að ég gat ekki sleppt því að sækja um,“ segir fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason sem hóf í dag störf hjá RÚV sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá stofnuninni. Hann hefur undanfarin misseri starfað hjá markaðsteymi Hugsmiðjunnar. „Þetta leggst hrikalega vel í mig enda hálfgert draumastarf. Ég hef lengi látið mig dreyma um að fá að vera með fingurna í að miðla efninu frá RÚV á samfélagsmiðlum og tækifærin eru hreinlega yfirþyrmandi.“Hættir í Vikunni Undanfarin ár hefur Atli Fannar verið með innslög í þættinum Vikan á föstudagskvöldum á RÚV en í vetur hverfur Atli af skjánum. „Ég verð ekki með innslögin mín hjá Gísla Marteini í vetur. Þau eru að hrista aðeins upp í þættinum og það er ekkert eðlilegra, þar sem hann hefur verið með sama sniði í þrjú ár.“Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason hafa myndað teymið í kringum spjallþáttinn Vikan.RÚVSamkvæmt heimildum Vísis sóttu 120 manns um starfið sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV. „Ég vona að fólk haldi ekki niðri í sér andanum í dag og bíði eftir einhverjum bombum. Velgengni á samfélagsmiðlum snýst um stöðugleika þannig að vonandi má fólk bara búast við að því góða efni sem er framleitt í þvílíku magni á RÚV á hverjum einasta degi verði miðlað þannig að það komi fyrir augu sem flestra. Kannski prófum við okkur áfram í framsetningu og kannski gerum við eitthvað nýtt. Þetta kemur allt saman hægt og rólega í ljós.“ Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Vistaskipti Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
„Það stóð ekki til að byrja í nýrri vinnu, ári eftir að ég hóf störf hjá Hugsmiðjunni. Þar er ég búinn að skemmta mér konunglega og ég er stoltur af verkefnunum sem ég tók þátt í þar. Í sumar auglýsti RÚV hins vegar starf sem togaði svo svakalega í mig að ég gat ekki sleppt því að sækja um,“ segir fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason sem hóf í dag störf hjá RÚV sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá stofnuninni. Hann hefur undanfarin misseri starfað hjá markaðsteymi Hugsmiðjunnar. „Þetta leggst hrikalega vel í mig enda hálfgert draumastarf. Ég hef lengi látið mig dreyma um að fá að vera með fingurna í að miðla efninu frá RÚV á samfélagsmiðlum og tækifærin eru hreinlega yfirþyrmandi.“Hættir í Vikunni Undanfarin ár hefur Atli Fannar verið með innslög í þættinum Vikan á föstudagskvöldum á RÚV en í vetur hverfur Atli af skjánum. „Ég verð ekki með innslögin mín hjá Gísla Marteini í vetur. Þau eru að hrista aðeins upp í þættinum og það er ekkert eðlilegra, þar sem hann hefur verið með sama sniði í þrjú ár.“Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason hafa myndað teymið í kringum spjallþáttinn Vikan.RÚVSamkvæmt heimildum Vísis sóttu 120 manns um starfið sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV. „Ég vona að fólk haldi ekki niðri í sér andanum í dag og bíði eftir einhverjum bombum. Velgengni á samfélagsmiðlum snýst um stöðugleika þannig að vonandi má fólk bara búast við að því góða efni sem er framleitt í þvílíku magni á RÚV á hverjum einasta degi verði miðlað þannig að það komi fyrir augu sem flestra. Kannski prófum við okkur áfram í framsetningu og kannski gerum við eitthvað nýtt. Þetta kemur allt saman hægt og rólega í ljós.“
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Vistaskipti Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist