Margdæmdur ofbeldismaður ákærður fyrir að koma ekki barnsmóður til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2019 12:44 Konan fannst látin í íbúð í Reykjavík að kvöldi 24. janúar 2018. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. Maðurinn er margdæmdur ofbeldismaður en mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. september. Ákæran hefur ekki verið birt honum og hefur fréttastofa því ekki fengið hana afhenta.RÚV greindi fyrst frá ákærunni í fréttum í gær. Grein laganna sem ákært er fyrir brot gegn er 221. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt íslenskum lögum hvílir sú skylda á mönnum að koma náunganum til hjálpar sé hann í nauðum, eða orðrétt:Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Lögregla leitaði mannsins daginn eftir að hún fannst látin. Fannst hann að kvöldi dags og var handtekinn. Móðir mannsins tjáði fréttastofu við það tilefni að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar. Konan sem lést var fjögurra barna móðir. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30 Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. Maðurinn er margdæmdur ofbeldismaður en mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. september. Ákæran hefur ekki verið birt honum og hefur fréttastofa því ekki fengið hana afhenta.RÚV greindi fyrst frá ákærunni í fréttum í gær. Grein laganna sem ákært er fyrir brot gegn er 221. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt íslenskum lögum hvílir sú skylda á mönnum að koma náunganum til hjálpar sé hann í nauðum, eða orðrétt:Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Lögregla leitaði mannsins daginn eftir að hún fannst látin. Fannst hann að kvöldi dags og var handtekinn. Móðir mannsins tjáði fréttastofu við það tilefni að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar. Konan sem lést var fjögurra barna móðir.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30 Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30
Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45