Dæmt í máli Katalóníuforseta undir lok mánaðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. september 2019 20:00 Quim Torra, forseti Katalóníuhéraðs. vísir/getty Hæstiréttur Katalóníu kveður upp dóm sinn í máli hins opinbera gegn Quim Torra, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, dagana 25. og 26. september. Forsetinn er sakaður um að hafa ekki fjarlægt stuðningsyfirlýsingar við útlæga og ákærða katalónsku sjálfstæðissinna af opinberum byggingum í síðustu kosningabaráttu þótt kjörstjórn hafi farið fram á það. Katalónski héraðsmiðillinn ACN greindi frá þessu. Saksóknaraembættið krefst þess að Torra verði settur í tuttugu mánaða langt bann frá því að gegna kjörnu embætti. Hann verði sömuleiðis sektaður um þrjátíu þúsund evrur. Ef dómstóllinn felst á kröfuna þýðir það því að Torra verður rekinn úr embætti. Héraðsforsetinn undrast tímasetninguna og sagði það áhugavert hversu hraða meðferð málið hefur fengið. Dómskerfið sé einungis í hægagangi þegar nauðsyn krefur, sagði forsetinn og vísaði þar til þess að hæstiréttur Spánar var að mati sjálfstæðissinna of lengi að hefja málsmeðferð í máli sem enn stendur yfir gegn leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Torra hefur raunar þegar viðurkennt sekt í málinu. „Já, ég óhlýðnaðist. Vegna þess að ég stend í skuld við æðra umboð. Að standa vörð um mannréttindi,“ sagði hann þann 15. maí við meðferð málsins. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum. 16. mars 2019 07:15 Nýkjörnir þingmenn áfram í fangelsi Ákærðir Katalónar, nýkjörnir á spænska þingið, fá að sækja innsetningarathöfn en þurfa svo að mæta aftur í fangelsi. 15. maí 2019 08:45 Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Fimm katalónskir sjálfstæðissinnar sem hafa verið ákærðir fyrir uppreisn og setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár mættu sem nýir þingmenn á spænska þingið í gær. 22. maí 2019 08:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hæstiréttur Katalóníu kveður upp dóm sinn í máli hins opinbera gegn Quim Torra, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, dagana 25. og 26. september. Forsetinn er sakaður um að hafa ekki fjarlægt stuðningsyfirlýsingar við útlæga og ákærða katalónsku sjálfstæðissinna af opinberum byggingum í síðustu kosningabaráttu þótt kjörstjórn hafi farið fram á það. Katalónski héraðsmiðillinn ACN greindi frá þessu. Saksóknaraembættið krefst þess að Torra verði settur í tuttugu mánaða langt bann frá því að gegna kjörnu embætti. Hann verði sömuleiðis sektaður um þrjátíu þúsund evrur. Ef dómstóllinn felst á kröfuna þýðir það því að Torra verður rekinn úr embætti. Héraðsforsetinn undrast tímasetninguna og sagði það áhugavert hversu hraða meðferð málið hefur fengið. Dómskerfið sé einungis í hægagangi þegar nauðsyn krefur, sagði forsetinn og vísaði þar til þess að hæstiréttur Spánar var að mati sjálfstæðissinna of lengi að hefja málsmeðferð í máli sem enn stendur yfir gegn leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Torra hefur raunar þegar viðurkennt sekt í málinu. „Já, ég óhlýðnaðist. Vegna þess að ég stend í skuld við æðra umboð. Að standa vörð um mannréttindi,“ sagði hann þann 15. maí við meðferð málsins.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum. 16. mars 2019 07:15 Nýkjörnir þingmenn áfram í fangelsi Ákærðir Katalónar, nýkjörnir á spænska þingið, fá að sækja innsetningarathöfn en þurfa svo að mæta aftur í fangelsi. 15. maí 2019 08:45 Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Fimm katalónskir sjálfstæðissinnar sem hafa verið ákærðir fyrir uppreisn og setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár mættu sem nýir þingmenn á spænska þingið í gær. 22. maí 2019 08:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Katalónar hrífast af íslensku leiðinni Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníu, ræðir við Fréttablaðið um réttarhöld yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar, stöðuna í Katalóníu og hvernig Katalónar geti lært af Íslendingum. 16. mars 2019 07:15
Nýkjörnir þingmenn áfram í fangelsi Ákærðir Katalónar, nýkjörnir á spænska þingið, fá að sækja innsetningarathöfn en þurfa svo að mæta aftur í fangelsi. 15. maí 2019 08:45
Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Fimm katalónskir sjálfstæðissinnar sem hafa verið ákærðir fyrir uppreisn og setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár mættu sem nýir þingmenn á spænska þingið í gær. 22. maí 2019 08:00