Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi segir að samstarf með hægri þjóðernissinnaflokknum AfD sé útilokað. AfD fékk 27,5 prósenta fylgi í Saxlandi og 23,5 prósenta fylgi í Brandenborg í nýafstöðnum þingkosningum þar. Hann er nú næstfjölmennasti þingflokkurinn í báðum fylkjum. AfD er hins vegar einangraður þar sem Sósíaldemókrataflokkurinn hefur einnig útilokað samstarf.
Kristilegir demókratar misstu um 7 prósent í báðum fylkjum en eru enn þá stærsti flokkurinn í Saxlandi.
Samstarf með AfD útilokað
Kristinn Haukur Guðnason skrifar
