Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 10:37 Osprey-vélarnar eru að mestu notaðar til að flytja menn á milli staða en Hercules-vélunum var flogið til landsins með þeim og eru notaðar til stuðnings við Osprey-vélarnar. EPA/MARK R. CRISTINO Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. Um er að ræða þrjár flugvélar af gerðinni CV-22B Osprey, tvær af gerðinni C-130 Hercules og eina Lockheed C-5 Galaxy. Þá sáust tvær sjúkraþyrlur frá Bandaríkjunum á flugi yfir Reykjavík í síðustu viku. Viðbúnaður þessi er vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands á morgun og tengist vera flugvélanna hér á landi komu hans, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Osprey-vélarnar eru að mestu notaðar til að flytja menn á milli staða en Hercules-vélunum var flogið til landsins með þeim og eru notaðar til stuðnings við Osprey-vélarnar. Galaxy-flugvélin var notuð til að flytja búnað í tengslum við komu Pence. Pence fundar með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, á morgun. Hann ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Forsætisráðherra hittir bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli annað kvöld, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í gær.Sjá einnig: Styttist í Íslandsheimsókn PenceBandaríkin og Atlantshafsbandalagið ætla að standa að uppbyggingu mannvirkja á Keflavíkurflugvelli og víðar. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna frá 2016 um öryggis- og varnarmál. Snýr yfirlýsingin að uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu. Um er að ræða uppfærslu ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald.Sjá einnig: Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta áriSíðastliðinn fimmtudag var sprengjuþotu af gerðinni B-2 Spirit flogið óvænt til Keflavíkur og var það í fyrsta sinn sem slík flugvél kemur til landsins. Um er að ræða dýrustu flugvél sögunnar og er hún hönnuð til að bera kjarnorkuvopn og komast fram hjá ratsjám óvina.Sjá einnig: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heimsÍ fréttatilkynningu bandaríska flughersins kemur fram að æfingin hjálpi til við að nota Keflavíkurherstöðina sem útstöð fyrir B-2 og tryggja þannig að sprengjuþotan sé til reiðu sem trúverðugt afl til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra í sífellt flóknara öryggisumhverfi. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. 6. maí 2019 20:58 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. Um er að ræða þrjár flugvélar af gerðinni CV-22B Osprey, tvær af gerðinni C-130 Hercules og eina Lockheed C-5 Galaxy. Þá sáust tvær sjúkraþyrlur frá Bandaríkjunum á flugi yfir Reykjavík í síðustu viku. Viðbúnaður þessi er vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands á morgun og tengist vera flugvélanna hér á landi komu hans, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Osprey-vélarnar eru að mestu notaðar til að flytja menn á milli staða en Hercules-vélunum var flogið til landsins með þeim og eru notaðar til stuðnings við Osprey-vélarnar. Galaxy-flugvélin var notuð til að flytja búnað í tengslum við komu Pence. Pence fundar með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, á morgun. Hann ætlar að ræða varnarmál á Norðurslóðum í heimsókn sinni. Forsætisráðherra hittir bandaríska varaforsetann í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli annað kvöld, samkvæmt því sem kom fram á vef Stjórnarráðsins í gær.Sjá einnig: Styttist í Íslandsheimsókn PenceBandaríkin og Atlantshafsbandalagið ætla að standa að uppbyggingu mannvirkja á Keflavíkurflugvelli og víðar. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna frá 2016 um öryggis- og varnarmál. Snýr yfirlýsingin að uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu. Um er að ræða uppfærslu ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald.Sjá einnig: Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta áriSíðastliðinn fimmtudag var sprengjuþotu af gerðinni B-2 Spirit flogið óvænt til Keflavíkur og var það í fyrsta sinn sem slík flugvél kemur til landsins. Um er að ræða dýrustu flugvél sögunnar og er hún hönnuð til að bera kjarnorkuvopn og komast fram hjá ratsjám óvina.Sjá einnig: Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heimsÍ fréttatilkynningu bandaríska flughersins kemur fram að æfingin hjálpi til við að nota Keflavíkurherstöðina sem útstöð fyrir B-2 og tryggja þannig að sprengjuþotan sé til reiðu sem trúverðugt afl til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra í sífellt flóknara öryggisumhverfi.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. 6. maí 2019 20:58 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Skaut föstum skotum að Rússum og Kínverjum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu á fundi Norðurskautsráðsins í Finnlandi í dag að Rússar sýndu árásargirni á norðurslóðum og nauðsynlegt væri að fylgjast með aðgerðum Kína á svæðinu. 6. maí 2019 20:58
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45