Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 19:48 Pence (t.v.) og eiginkona hans Karen hittu Michael Higgins forseta Írlands og eiginkonu hans Sabinu, í Dyflinni í dag. AP/Liam McBurney Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því. Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Ákvörðun Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að leggja lykkju á leið sína til að gista í hóteli Donalds Trump forseta á Írlandi sætir harðri gagnrýni. Varaforsetinn er sakaður um að taka þátt í að hjálpa Trump forseta að auðgast á aðstöðu sinni. Pence er nú í heimsókn á Írlandi þar sem hann hefur meðal annars hitt Michael D. Higgins, forseta, og Leo Varadkar, forsætisráðherra, í höfuðborginni Dyflinni. Varaforsetinn gisti þó ekki þar heldur flaug hann tæplega 240 kílómetra vestur til þorpsins Doonbeg þar sem svo vill til að Trump forseti á golfvöll og hótel. Þar gisti varaforsetinn ásamt fylgdarliði sínu og öryggissveit tvær nætur. Bæði demókratar og samtök um vandaða stjórnsýslu hafa gagnrýnt að varaforsetinn taki á sig krók til að gista á hóteli forsetans. Saka þeir hann um að fóðra vasa Trump. Pence, sem er ættaður frá Doonbeg, segir það hins vegar hafa legið beint við að gista á Trump-hótelinu. „Ég skil pólitískar árásir demókrata en ef þú hefur tækifæri til að heimsækja Doonbeg kemstu að því að það er frekar lítill staður og tækifærið til að gista á Trump-hótelinu í Doonbeg, að koma þar fyrir einstöku fótspori sem fylgir öryggissveitinni okkar og öðru starfsliði, gerði það rökrétt,“ sagði Pence í dag á blaðamannafundi, að sögn Washington Post. Fullyrti Pence að utanríkisráðuneytið hefði gefið vilyrði fyrir því að föruneyti hans gisti á Trump-hótelinu. Þegar Marc Short, starfsmannastjóri Pence, var spurður að því hvort að Trump forseti hefði beðið Pence um að gista á hótelinu hans í Doonbeg svaraði Short því að það hefði verið „uppástunga“ en ekki bein skipun. „Þetta var ekki „þú verður“. Þetta var ekki „þú mátt til“,“ sagði Short um uppástungu Trump til Pence um Doonbeg.Both Trump and Pence are at Trump properties at this moment on Labor Day. Trump is at his golf course in VA while Pence is staying at a Trump golf course in Ireland, per pool. (CNN photo below) pic.twitter.com/QDcCAcWXmf— Jim Acosta (@Acosta) September 2, 2019 Eyddi helginni í eigin golfklúbbi Upphaflega ætlaði að Pence að gista eina nótt í Doonbeg í lok Evrópureisu sinnar. Trump forseti hætti hins vegar við opinbera heimsókn til Póllands til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá innrás nasista og sendi Pence í staðinn. Ástæðan var sögð sú að Trump vildi vera í Bandaríkjunum vegna fellibyljarins Dorian sem stefndi að austurströndinni. Forsetinn eyddi hins vegar helginni í eigin golfklúbbi í Virginíu þar sem hann spilaði golf. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump og ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um að beina fjármunum bandarískra skattgreiðenda til fyrirtækja í eigu forsetans. Trump hefur ítrekað dvalið á hótelum og klúbbum sem hann á sjálfur, bæði í Bandaríkjunum og á ferðalögum erlendis, með fylgdarliði og öryggissveit. Nú nýlega sagðist hann ætla að halda fund G7-ríkjanna á næsta ári í Doral-golfklúbbi sínum á Flórída. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump ekki rofið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Hann hagnast enn á rekstri fyrirtækjanna sem synir hans reka að nafninu til. Þá hefur hann neitað að gera skattskýrslur sínar opinberar og því hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvort og þá hvernig forsetinn hefur nýtt sér embætti sinn til að hagnast persónulega á því.
Bandaríkin Donald Trump Heimsókn Mike Pence Írland Tengdar fréttir Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Aflýsir Póllandsferð vegna fellibyljarins Dorian Bandaríkjaforseti segir að það sé afar mikilvægt að hann verði eftir heima til að geta fylgst með þróun mála um helgina. 29. ágúst 2019 21:41