Síminn kann að hafa brotið gegn sátt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 4. september 2019 07:15 Síminn vinnur að því að skila gögnum og svörum við því sem kemur fram í frummatinu. Fréttablaðið/Anton Brink Síminn kann að hafa brotið gegn samkeppnislögum og sátt við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsefni. Þetta er niðurstaða frummats Samkeppniseftirlitsins en forstjóri Símans segir matið háð miklum fyrirvörum og niðurstöðuna byggja á skorti á gögnum. Í árshlutauppgjöri sínu greindi Síminn frá því að Sýn hefði lagt fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og gert kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport. Samkeppniseftirlitið birti frummat sitt í júlí og í kjölfarið náðust samningar milli Símans og Sýn um heildsöluaðgang. Niðurstaða frummatsins var sú að Heimilispakkinn sem Síminn býður upp á, ásamt Sjónvarpi Símans Premium og því að bæta enska boltanum við Heimilispakkann, kynni að fara í bága við ákvæði sáttar við Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna Símans og Skjásins árið 2015. Samkvæmt heimildum Markaðarins kom einnig fram að pakkatilboð Símans kynnu að fara í bága við ákvæði sáttar um tengsl Símans og dótturfélagsins Mílu frá árinu 2013. Brot á þeim fyrirmælum sem koma fram í sátt geta varðað viðurlög á borð við stjórnvaldssekt. Þá telur Samkeppniseftirlitið vísbendingar um að pakkatilboðin fari í bága við samkeppnislög. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í svari til Markaðarins að Síminn hafi ekki brotið gegn sáttinni sem var gerð árið 2013 við Samkeppniseftirlitið. Félagið hafi kostað miklu til í þeim tilgangi að tryggja að sáttinni yrði fylgt í hvívetna. „Síminn er sannfærður um að félagið hafi starfað í hvívetna í samræmi við markmið og tilgang sáttarinnar. Auk þess fjallar sú sátt fyrst og fremst um innviði Mílu og jafnan aðgang þar að, en ekki sjónvarpsmál. Aðgangur að innviðum Mílu er jafn öllum fjarskiptafélögum á Íslandi,“ segir Orri. Samkeppniseftirlitið lagði fram skilgreiningar á markaðsráðandi stöðu Símans en Orri segir að frummatið sé háð miklum fyrirvörum af hálfu Samkeppniseftirlitsins sem hafi tekið fram að tilgangurinn væri að afla sjónarmiða og gagna til að meta málið frekar. „Það eru sannarlega margir þættir sem eru órannsakaðir og sumar ályktanir eðlilega byggðar á getgátum, vegna skorts á gögnum og sumpartinn vegna þess að Samkeppniseftirlitið hefur að mati Símans fengið villandi upplýsingar frá þeim sem kvörtuðu,“ segir Orri og tekur fram að nýjar skilgreiningar Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum standist ekki að mati Símans.Verð hækki með milliliðum Síminn vinnur nú að því að skila gögnum og svörum við því sem kemur fram í frummatinu. Orri segir að hið rétta sé að framboð Símans leiði til þess að viðskiptavinir hafi fleiri valkosti en áður og fái þeir aukið frelsi um kaup á afþreyingarefni á lægra verði en oft áður. „Það leikur enginn vafi á því að viðskiptavinir, óháð því á hvaða kerfi þeir eru, fagna því að geta keypt löglegan aðgang að ensku úrvalsdeildinni á 4.500 krónur í stað 15.000 króna sem það var lengi vel. Þá eru margar forsendur sem stofnunin leggur upp með í andstöðu við það sem hefur áður komið fram að mati Símans.“ Þá segir Orri að matið byggi á áhyggjum af þróun sem ekki sé að eiga sér stað og muni ekki eiga sér stað. „Síminn býður SíminnSport í heildsölu eins og er áhugamál Samkeppniseftirlitsins. Þannig verður tíminn að leiða í ljóst hvort slíkir samningar muni skila fleiri greiðandi áhorfendum. Lykilatriði er að aðilar nái hagkvæmum viðskiptalegum samningum sem leiða til þess að fleiri noti þá þjónustu sem um ræðir. Ef heildsölusamningar skila færri áhorfendum eða draga úr sölu er hætt við að verð til neytenda muni hækka vegna fleiri milliliða á jafn stórum eða minnkuðum markaði.“ Samkeppniseftirlitið mun taka ákvörðun í málinu eftir að hafa tekið andmæli og gögn Símans til greina.Deilt um dreifingu á sjónvarpsefni Síminn og Vodafone hafa átt í ágreiningi í tengslum við dreifingu á sjónvarpsefni um nokkurra ára skeið. Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði farið gegn fjölmiðlalögum og lagði stofnunin á sekt að fjárhæð 9 milljónir króna. Í kjölfarið sendi Sýn kröfu til Símans um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1,9 milljarðar króna sem Síminn hafnaði. Vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu Sýnar frá dómi vegna vanreifunar en Sýn lagði fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Þá hefur Gagnaveita Reykjavíkur sent Símanum kröfu um greiðslu að fjárhæð 1,3 milljarða króna. Hefur þeirri kröfu einnig verið hafnað af hálfu Símans sem telur hana tilhæfulausa. Í kjölfarið lagði Sýn fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og gerði kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Síminn kann að hafa brotið gegn samkeppnislögum og sátt við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsefni. Þetta er niðurstaða frummats Samkeppniseftirlitsins en forstjóri Símans segir matið háð miklum fyrirvörum og niðurstöðuna byggja á skorti á gögnum. Í árshlutauppgjöri sínu greindi Síminn frá því að Sýn hefði lagt fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og gert kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport. Samkeppniseftirlitið birti frummat sitt í júlí og í kjölfarið náðust samningar milli Símans og Sýn um heildsöluaðgang. Niðurstaða frummatsins var sú að Heimilispakkinn sem Síminn býður upp á, ásamt Sjónvarpi Símans Premium og því að bæta enska boltanum við Heimilispakkann, kynni að fara í bága við ákvæði sáttar við Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna Símans og Skjásins árið 2015. Samkvæmt heimildum Markaðarins kom einnig fram að pakkatilboð Símans kynnu að fara í bága við ákvæði sáttar um tengsl Símans og dótturfélagsins Mílu frá árinu 2013. Brot á þeim fyrirmælum sem koma fram í sátt geta varðað viðurlög á borð við stjórnvaldssekt. Þá telur Samkeppniseftirlitið vísbendingar um að pakkatilboðin fari í bága við samkeppnislög. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í svari til Markaðarins að Síminn hafi ekki brotið gegn sáttinni sem var gerð árið 2013 við Samkeppniseftirlitið. Félagið hafi kostað miklu til í þeim tilgangi að tryggja að sáttinni yrði fylgt í hvívetna. „Síminn er sannfærður um að félagið hafi starfað í hvívetna í samræmi við markmið og tilgang sáttarinnar. Auk þess fjallar sú sátt fyrst og fremst um innviði Mílu og jafnan aðgang þar að, en ekki sjónvarpsmál. Aðgangur að innviðum Mílu er jafn öllum fjarskiptafélögum á Íslandi,“ segir Orri. Samkeppniseftirlitið lagði fram skilgreiningar á markaðsráðandi stöðu Símans en Orri segir að frummatið sé háð miklum fyrirvörum af hálfu Samkeppniseftirlitsins sem hafi tekið fram að tilgangurinn væri að afla sjónarmiða og gagna til að meta málið frekar. „Það eru sannarlega margir þættir sem eru órannsakaðir og sumar ályktanir eðlilega byggðar á getgátum, vegna skorts á gögnum og sumpartinn vegna þess að Samkeppniseftirlitið hefur að mati Símans fengið villandi upplýsingar frá þeim sem kvörtuðu,“ segir Orri og tekur fram að nýjar skilgreiningar Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum standist ekki að mati Símans.Verð hækki með milliliðum Síminn vinnur nú að því að skila gögnum og svörum við því sem kemur fram í frummatinu. Orri segir að hið rétta sé að framboð Símans leiði til þess að viðskiptavinir hafi fleiri valkosti en áður og fái þeir aukið frelsi um kaup á afþreyingarefni á lægra verði en oft áður. „Það leikur enginn vafi á því að viðskiptavinir, óháð því á hvaða kerfi þeir eru, fagna því að geta keypt löglegan aðgang að ensku úrvalsdeildinni á 4.500 krónur í stað 15.000 króna sem það var lengi vel. Þá eru margar forsendur sem stofnunin leggur upp með í andstöðu við það sem hefur áður komið fram að mati Símans.“ Þá segir Orri að matið byggi á áhyggjum af þróun sem ekki sé að eiga sér stað og muni ekki eiga sér stað. „Síminn býður SíminnSport í heildsölu eins og er áhugamál Samkeppniseftirlitsins. Þannig verður tíminn að leiða í ljóst hvort slíkir samningar muni skila fleiri greiðandi áhorfendum. Lykilatriði er að aðilar nái hagkvæmum viðskiptalegum samningum sem leiða til þess að fleiri noti þá þjónustu sem um ræðir. Ef heildsölusamningar skila færri áhorfendum eða draga úr sölu er hætt við að verð til neytenda muni hækka vegna fleiri milliliða á jafn stórum eða minnkuðum markaði.“ Samkeppniseftirlitið mun taka ákvörðun í málinu eftir að hafa tekið andmæli og gögn Símans til greina.Deilt um dreifingu á sjónvarpsefni Síminn og Vodafone hafa átt í ágreiningi í tengslum við dreifingu á sjónvarpsefni um nokkurra ára skeið. Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði farið gegn fjölmiðlalögum og lagði stofnunin á sekt að fjárhæð 9 milljónir króna. Í kjölfarið sendi Sýn kröfu til Símans um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1,9 milljarðar króna sem Síminn hafnaði. Vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu Sýnar frá dómi vegna vanreifunar en Sýn lagði fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Þá hefur Gagnaveita Reykjavíkur sent Símanum kröfu um greiðslu að fjárhæð 1,3 milljarða króna. Hefur þeirri kröfu einnig verið hafnað af hálfu Símans sem telur hana tilhæfulausa. Í kjölfarið lagði Sýn fram kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og gerði kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira