Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 5. september 2019 07:52 Nú þegar eru hátt í þrjátíu þúsund manns án rafmagns og var hundruð þúsunda gert að yfirgefa heimili sín í strandbyggðum Suður-Karólínu og Georgíu. AP/Gray Whitley Fellibylurinn Dorian hefur sótt í sig veðrið og mælist viðvarandi vindur á svæði hans nú rúmir fimmtíu metrar á sekúndu. Dregið hafði úr kraftinum eftir að óveðrið gekk yfir Bahama Eyjar en nú þokast hann hægt í norður upp með austurströnd Bandaríkjanna. Nokkuð hefur verið um flóð í borginni Charleston í Suður - Karólínu og eru viðvaranir í gildi frá Georgíu í suðri og til Virginíu í norðri. Tala látinna á Bahama eyjum stendur nú í tuttugu manns en eyðileggingin af völdum stormsins er gríðarleg, sérstaklega á eyjunni Abaco sem lagðist svo að segja í eyði. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við miklum sjávarflóðum og gífurlegri rigningu, auk mikils vinds.Here are the Key Messages for Hurricane #Dorian from the 11 PM EDT Wednesday, September 4 advisory. Visit https://t.co/tW4KeFW0gB for more information. pic.twitter.com/TTqMDsBDzG — National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 5, 2019Samkvæmt AP fréttaveitunni eru byggðir sem búist er við að verði fyrir áhrifum Dorian enn að jafna sig eftir fellibylinn Florence, sem olli miklum skaða í fyrra. Nú þegar eru hátt í þrjátíu þúsund manns án rafmagns og var hundruð þúsunda gert að yfirgefa heimili sín í strandbyggðum Suður-Karólínu og Georgíu. Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. 4. september 2019 07:42 Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Fellibylurinn Dorian hefur sótt í sig veðrið og mælist viðvarandi vindur á svæði hans nú rúmir fimmtíu metrar á sekúndu. Dregið hafði úr kraftinum eftir að óveðrið gekk yfir Bahama Eyjar en nú þokast hann hægt í norður upp með austurströnd Bandaríkjanna. Nokkuð hefur verið um flóð í borginni Charleston í Suður - Karólínu og eru viðvaranir í gildi frá Georgíu í suðri og til Virginíu í norðri. Tala látinna á Bahama eyjum stendur nú í tuttugu manns en eyðileggingin af völdum stormsins er gríðarleg, sérstaklega á eyjunni Abaco sem lagðist svo að segja í eyði. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við miklum sjávarflóðum og gífurlegri rigningu, auk mikils vinds.Here are the Key Messages for Hurricane #Dorian from the 11 PM EDT Wednesday, September 4 advisory. Visit https://t.co/tW4KeFW0gB for more information. pic.twitter.com/TTqMDsBDzG — National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 5, 2019Samkvæmt AP fréttaveitunni eru byggðir sem búist er við að verði fyrir áhrifum Dorian enn að jafna sig eftir fellibylinn Florence, sem olli miklum skaða í fyrra. Nú þegar eru hátt í þrjátíu þúsund manns án rafmagns og var hundruð þúsunda gert að yfirgefa heimili sín í strandbyggðum Suður-Karólínu og Georgíu.
Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. 4. september 2019 07:42 Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging blasir við björgunarfólki Forsætisráðherrann Hubert Minnis segir að staðfest sé að sjö hafi látist en hann óttast að sú tala eigi eftir að hækka. 4. september 2019 07:42
Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31
Sögulegur harmleikur á Bahama Fellibylurinn Dorian hefur valdið gífurlegum flóðum og minnst fimm eru dánir. 3. september 2019 07:18