Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 14:45 Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. Vísir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58