Óskar eftir því að Katrín og Guðlaugur komi fyrir nefndina sem fyrst: „Vont að upplifa að við vorum ekki tilbúin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 17:25 Þorgerður Katrín hefur óskað eftir upplýsingum um stöðuna í öryggis- og varnarmálum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58