Joshua baunar á Fury: „Ætla að berjast við gaur af barnum næst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2019 23:00 Joshua freistar þess að ná fram hefndum gegn Andy Ruiz yngri í Sádí-Arabíu 7. desember. vísir/getty Enski hnefaleikakappinn Anthony Joshua gagnrýnir landa sinn, Tyson Fury, fyrir að velja sér þægilega mótherja, eða gaura af barnum eins og hann orðaði það. Laugardaginn 14. september mætir Fury Otto Wahlin, lítt þekktum Svía. Þar áður mætti Joshua Þjóðverjanum Tom Schwarz og vann öruggan sigur. Joshua undirbýr sig hins vegar fyrir annan bardaga gegn Andy Ruiz yngri. Sá mexíkóski vann afar óvæntan sigur á Joshua í sumar. Þeir mætast aftur í Sádí-Arabíu 7. desember næstkomandi. Á blaðamannafundi fyrir bardagann gegn Ruiz var Joshua spurður hvort hann ætlaði að berjast aftur við Ruiz færi hann með sigur af hólmi í bardaga þeirra í desember.Fury sigraði Tom Schwarz í júní.vísir/getty„Nei, ég ætla að berjast við einhvern gaur af barnum. Það er það sem menn í þungavigtinni gera, er það ekki? Ég ætla að finna auðveldan bardaga,“ svaraði Joshua. Hann var í kjölfarið spurður hvort þessum ummælum væri beint til Furys. Joshua svaraði því játandi. Joshua þekkir ágætlega til Wahlins, næsta mótherja Furys. Þeir mættust tvisvar sem áhugamenn og sigraði Joshua í bæði skiptin. Þeir hafa svo æft saman. Wahlin vonaðist til að fá að berjast við Joshua eftir að Jarrell Miller féll á lyfjaprófi. Ruiz varð hins vegar fyrir valinu og vann Joshua. Sigurinn er talinn einn sá óvæntasti í sögu þungavigtarinnar. Box Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Enski hnefaleikakappinn Anthony Joshua gagnrýnir landa sinn, Tyson Fury, fyrir að velja sér þægilega mótherja, eða gaura af barnum eins og hann orðaði það. Laugardaginn 14. september mætir Fury Otto Wahlin, lítt þekktum Svía. Þar áður mætti Joshua Þjóðverjanum Tom Schwarz og vann öruggan sigur. Joshua undirbýr sig hins vegar fyrir annan bardaga gegn Andy Ruiz yngri. Sá mexíkóski vann afar óvæntan sigur á Joshua í sumar. Þeir mætast aftur í Sádí-Arabíu 7. desember næstkomandi. Á blaðamannafundi fyrir bardagann gegn Ruiz var Joshua spurður hvort hann ætlaði að berjast aftur við Ruiz færi hann með sigur af hólmi í bardaga þeirra í desember.Fury sigraði Tom Schwarz í júní.vísir/getty„Nei, ég ætla að berjast við einhvern gaur af barnum. Það er það sem menn í þungavigtinni gera, er það ekki? Ég ætla að finna auðveldan bardaga,“ svaraði Joshua. Hann var í kjölfarið spurður hvort þessum ummælum væri beint til Furys. Joshua svaraði því játandi. Joshua þekkir ágætlega til Wahlins, næsta mótherja Furys. Þeir mættust tvisvar sem áhugamenn og sigraði Joshua í bæði skiptin. Þeir hafa svo æft saman. Wahlin vonaðist til að fá að berjast við Joshua eftir að Jarrell Miller féll á lyfjaprófi. Ruiz varð hins vegar fyrir valinu og vann Joshua. Sigurinn er talinn einn sá óvæntasti í sögu þungavigtarinnar.
Box Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira