„Ég gat ekki hætt að gráta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2019 20:30 Lilja Ósk Sigurðardóttir segir mikilvægt að endurskoða hugarfar hér á landi gagnvart hundahaldi. Mynd úr einkasafni „Ég hef undanfarin ár þurft að takast á við talsverðan kvíða og Bella veitti mér öryggiskennd. Svo þegar maður er með hund getur maður ekki lokað sig af. Það þarf ávallt að fara út í göngur, jafnvel fjallgöngur og maður fær ekkert að væla eitthvað einn heima hjá sér,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir blaðamaður í samtali við Vísi. Hún segir að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu djúp tengslamyndun við dýr getur verið. Að hennar mati er Ísland langt á eftir í dýravelferð og réttindum dýraeigenda. Lilja og hundurinn Bella hafa verið ansi samrýmdar síðustu tíu ár, þangað til svæfa þurfti Bellu vegna alvarlegrar nýrnabilunar í síðustu viku. Samband þeirra var einstaklega fallegt og segir Lilja að sorgin hafi verið mikil síðustu daga. „Ég er gífurlegur dýravinur og elska öll dýr. Mig hafði lengi langað í hund en þó ég hafi skoðað nokkra hvolpa fann ég ekki réttu tenginguna fyrr en ég fékk Bellu í hendurnar,“ segir Lilja um þeirra fyrstu kynni. „Það er ótrúleg gleði og ánægja að eiga hund þó það sé einnig mikil vinna og skuldbinding en verandi „freelance“ blaðamaður þá vissi ég að hundurinn yrði ekki mikið einn og ég bjó í húsnæði þar sem tilvalið var að vera með hund. Þarna var bara loksins tíminn kominn þar sem ég var tilbúin að taka á mig þessa ábyrgð og skuldbindingu.“ Þegar Lilja frétti að það væru komnir litlir hvolpar á næsta sveitabæ við móður hennar í Fljótshlíðinni ákvað hún að fara að skoða þá. „Ég var ekki tilbúin að borga gífurlegar fjárhæðir fyrir hvolp því svo mikið af sveitablendingum eru í heimilisleit sem og fullorðnir hundar þannig að ég vildi taka að mér annað hvort. Þessir hvolpar voru svokölluð sveitablanda, íslenskur fjárhundur og Border collie, og ég sagði bóndanum að ég væri helst að leita að litlum stelpuvoffa. Það var ein slík í gotinu og áður en ég vissi af rétti hann mér Bellu og sagði: „Hérna er þín,” og það var ekki aftur snúið. Frá þessum degi var Bella mín og við áttum eftir að vera óaðskiljanlegar næstu 10 árin.“ Lilja segir að Bella hafi verið algjörlega yndisleg sem hvolpur. „Hún var aðeins óróleg fyrstu næturnar svo ég einfaldlega tók hana upp í rúm til mín og við sofnuðum saman. Hún var eins og hugur minn, ég fór ekki með hana á hlýðninámskeið eða neitt slíkt. Ég einfaldlega kom fram við hana af virðingu og hún var alin upp af ást og kærleik sem hún gaf mér og fjölskyldunni margfalt til baka. Ég held að hundar endurspegli alltaf eigendur sína og umhverfið og aðstæður sem þeir búa við, streita eiganda kemur gjarnan fram í stressuðum hundi.“ Fór með á ritstjórnarfundi og stefnumót Bella hjálpaði Lilju mikið í daglegu lífi strax frá byrjun. „Hún hafði mjög heilandi áhrif á líf mitt. Þeir sem eiga eða hafa átt dýr vita hversu mögnuð tenging myndast og ástin er algjörlega skilyrðislaus. Lífið mitt hafði alveg farið upp og niður og ég var búin að loka mig talsvert af til að særast ekki frekar. Ég ætlaði bara að harka af mér, hugsaði með mér að öruggast væri að komast í vel launað starf og lífsgæðin myndu felast í því veraldlega. Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér og þessi tenging við Bellu opnaði einhvern veginn hjarta mitt aftur. Eins uppgötvar maður við mikinn missi að hvorki bankabókin né veraldlegar eigur lækna brotið hjarta.“ Lilja segir að við getum lært mikið af dýrunum. „Þessi mikli kærleikur og skilyrðislaus ást sem þau sýna hlýtur að hafa heilandi áhrif á allar sálir. Það er líka mjög félagslegt að eiga hund, maður hittir mikið af fólki í gönguferðunum og spjallar miklu meira við ókunnuga en þegar maður er einn á ferð.“ Hún bendir á að maður sé aldrei einn með hund sér við hlið. „Ein vinkona mín kallaði okkur Bellu sálusystur og ætli það sé ekki ágætis leið til að lýsa sambandinu. Bella var mér við hlið á mínum bestu og verstu stundum. Einu sinni man ég að ég sat grátandi á eldhúsgólfinu eftir að hafa fallið í tölfræðikúrs í HÍ og Bella gerði sér lítið fyrir og kom og sat með mér á meðan ég jafnaði mig. Hún var mér allt og fór með mér allt, hún hefur meira að segja setið ritstjórnarfundi og verið þriðja hjólið á stefnumóti.“Mynd úr einkasafniOfsafengin sorg Fyrstu einkenni Bellu komu fram fyrir fimm árum síðan en það var ekki fyrr en í sumar sem veikindin urðu alvarleg. „Bella var með ofnæmi í fótunum og var búin að vera á sterum síðustu fimm ár til að draga úr óþægindum. Ég var sennilega búin að reyna öll lyf, krem og allskonar fóður til að laga þetta en ekkert gekk. Hún var síðan byrjuð að draga sig svolítið í hlé í sumar, orðin 10 ára, og vildi lítið fara í göngutúra. Um síðustu helgi kastaði hún upp heila nótt og vildi ekkert borða daginn eftir og andaði skringilega svo ég fór strax með hana á Dýraspítalann í Víðidal. Þá kom í ljós að um nýrnabilun var að ræða. Dýralæknirinn reyndi ýmislegt en ekkert lagaðist og útlitið slæmt. Ég fékk að fara með Bellu heim um kvöldið og vissi að sennilega væru þetta endalokin. Þetta var afmælisdagurinn minn svo á sama tíma og afmæliskveðjur streymdu til mín sat ég grátandi með Bellu og vissi ekki hvað ég myndi gera án hennar. Þessa nótt svaf hún að sjálfsögðu upp í hjá mér en andadrátturinn var hraður og ég vakti yfir henni alla nóttina, staðráðin í að fara með hana strax upp á dýraspítala um morguninn og halda áfram að reyna að bjarga henni. Hún var orðin svo máttvana að ég bar hana inn á spítalann, hún fékk verkjalyf og vökva í æð en dýralæknirinn sagði mér að blóðprufurnar væru það skelfilegar að ekki væri hægt að bjarga henni. Nýrun voru alveg hætt að starfa og skemmdir komnar fram á hjarta og lungum og Bella þjáðist. Það var því ákveðið að Bella fengi að sofna hinum langa svefni og ég og mamma sátum hjá henni þar til hún fór yfir á næstu vídd.“Lilja segir að íbúðin sé tómleg án Bellu.Mynd úr einkasafniLilja segir að hún hafi íhugað um tíma hvort viðbrögð sín væru eðlileg. „Eftir að Bella dó vissi ég ekki hvort ég væri grátandi eða öskrandi, slíkur var sársaukinn innra með mér. Svo gekk ég út af spítalanum yfirbuguð af sorg, grátandi og sem betur fer gátu aðrir tekið verkefni mín að sér þessa vikuna. Það var skelfilegt að koma heim í tóma íbúðina, minningar um Bellu voru alls staðar. Ég gat ekki hætt að gráta og mig einhvern veginn verkjaði af sorg, tómleika og einmanaleika. Svo komu upp tilfinningar um að kannski væri eitthvað að mér eða ég væri skrýtin að gráta svona mikið yfir Bellu því viðbrögð mín höfðu ekki verið svona ofsafengin þegar fólk eða ættingjar hafa fallið frá. En mikið af fólki sagði mér að það hefði upplifað sömu ofsafengnu viðbrögðin þegar þeirra dýr féllu frá. Dýrin eru bara svo varnarlaus að maður verndar þau með öllu sínu hjarta treystir þeim fyrir tilfinningum sínum.“ Hún tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum og fékk þar mikinn stuðning úr ýmsum áttum. „Það var eiginlega ótrúlegt hvað fólk í kringum mig sýndi mér mikinn kærleik því yfirleitt skilur fólk ekki þessa djúpu tengslamyndun við dýr nema eftir að hafa upplifað það sjálft. Fólk sem ég þekki ekki sendu mér kveðjur, ólíklegasta fólk hringdi til að athuga hvernig ég hefði það. Svo á ég magnaðar vinkonur sem komu með köku og blóm og sátu með mér.“Mynd úr einkasafniEndurskoða þarf löggjöfina Daginn eftir að Lilja þurfti að kveðja Bellu sína átti hún pantað flug til Barcelona. „Fjölskyldan var öll að fara út til að halda upp á afmæli bróður míns sem býr þar. Ég ætlaði ekki að fara, vildi bara liggja undir sæng en mamma tók það ekki í mál og togaði mig einhvern veginn með sér í gegnum flugvöllinn. Vissulega voru tekin nokkur vodka-skot til að reyna að þerra tárin og svo vaknaði ég bara í Barcelona. Borgin dreifði huga mínum en þó runnu tár niður vanga minn í tíma og ótíma. Barþjónarnir á hótelinu gáfu mér viskí reglulega til að berjast við tárin og það hjálpaði mikið. Það var síðan aftur erfitt að þurfa að koma heim til Íslands í tómleikann en ég er umvafin stórkostlegu fólki og allir hafa verið svo ótrúlega góðir við mig.“ Lilja er nú byrjuð að skrifa aftur og farin að sinna öðrum verkefnum. „Ég reyni að dreifa huganum en það er alltaf jafn tómlegt að fara að sofa og vakna án Bellu. Tek bara einn dag í einu og í stað sorgarinnar reyni ég eins og ég get að vera þakklát fyrir að hafa kynnst svo einstakri veru og gengið lífsins veg með henni í 10 ár. Þessum kafla er lokið, minning hennar lifir í hjarta mínu og núna tekur við annar kafli sem vonandi mun vera farsæll.“ Hún segir að vanþekking einkenni viðhorf gagnvart hundum og hundahaldi hér á landi. „Ísland er svo langt á eftir í dýravelferð og réttindum dýraeigenda, við borgum sérstök hundaleyfisgjöld en enginn getur sagt til um hvert peningurinn fer. Erlendis eru dýrin hluti af samfélaginu, hundaeigendur velkomnir á flestum stöðum og meira að segja skartgripaverslanir á borð við Tiffany’s eru með vatnsskálar í verslunum sínum fyrir hunda. Hér á Íslandi mætir maður ruddaskap, hræðslu og vanþekkingu á hundahaldi. Auðvitað eiga dýr að vera leyfð í fjölbýlum, þau eru ekkert meira ónæði en nágranninn sem spilar á píanóið seint á kvöldin, öskrandi barn eða aðilinn sem er með partý allar helgar og tilheyrandi sóðaskap. Við búum í samfélagi þar sem ætti að vera pláss fyrir alla og við verðum að fara að sýna meira umburðarlyndi og skilning gagnvart dýraeigendum og átta okkur á hvað dýrin gera mikið fyrir okkur. Vissulega eru sumir með ofnæmi en einhvern veginn tekst fólki í stórborgum og öðrum löndum að búa saman ásamt dýrunum sínum og enginn lætur lífið. Sömuleiðis þarf að endurskoða algjörlega löggjöfina varðandi dýravelferð, beita sektum þegar um ræðir illa meðferð á dýrum, þyngja refsinguna og hafa eitthvað yfirlit yfir dýraníðinga svo þeir geti ekki eignast dýr aftur.“ Lilja biðlar til fólks að sýna meira umburðarlyndi. „Sýnið umburðarlyndi gagnvart tilfinningum annarra og hafið í huga að dýrin eru gjarnan eins og börn viðkomandi og fullgildir fjölskyldumeðlimir. Það á ekki að gerast að fólk þurfi að skilja við fjölskyldumeðlim sinn þó það flytji í fjölbýli eða leiguhúsnæði. Það þarf að eiga þessar samræður hér á Íslandi og horfa til nágrannaríkja okkar í þessum efnum.“ Dýr Viðtal Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
„Ég hef undanfarin ár þurft að takast á við talsverðan kvíða og Bella veitti mér öryggiskennd. Svo þegar maður er með hund getur maður ekki lokað sig af. Það þarf ávallt að fara út í göngur, jafnvel fjallgöngur og maður fær ekkert að væla eitthvað einn heima hjá sér,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir blaðamaður í samtali við Vísi. Hún segir að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu djúp tengslamyndun við dýr getur verið. Að hennar mati er Ísland langt á eftir í dýravelferð og réttindum dýraeigenda. Lilja og hundurinn Bella hafa verið ansi samrýmdar síðustu tíu ár, þangað til svæfa þurfti Bellu vegna alvarlegrar nýrnabilunar í síðustu viku. Samband þeirra var einstaklega fallegt og segir Lilja að sorgin hafi verið mikil síðustu daga. „Ég er gífurlegur dýravinur og elska öll dýr. Mig hafði lengi langað í hund en þó ég hafi skoðað nokkra hvolpa fann ég ekki réttu tenginguna fyrr en ég fékk Bellu í hendurnar,“ segir Lilja um þeirra fyrstu kynni. „Það er ótrúleg gleði og ánægja að eiga hund þó það sé einnig mikil vinna og skuldbinding en verandi „freelance“ blaðamaður þá vissi ég að hundurinn yrði ekki mikið einn og ég bjó í húsnæði þar sem tilvalið var að vera með hund. Þarna var bara loksins tíminn kominn þar sem ég var tilbúin að taka á mig þessa ábyrgð og skuldbindingu.“ Þegar Lilja frétti að það væru komnir litlir hvolpar á næsta sveitabæ við móður hennar í Fljótshlíðinni ákvað hún að fara að skoða þá. „Ég var ekki tilbúin að borga gífurlegar fjárhæðir fyrir hvolp því svo mikið af sveitablendingum eru í heimilisleit sem og fullorðnir hundar þannig að ég vildi taka að mér annað hvort. Þessir hvolpar voru svokölluð sveitablanda, íslenskur fjárhundur og Border collie, og ég sagði bóndanum að ég væri helst að leita að litlum stelpuvoffa. Það var ein slík í gotinu og áður en ég vissi af rétti hann mér Bellu og sagði: „Hérna er þín,” og það var ekki aftur snúið. Frá þessum degi var Bella mín og við áttum eftir að vera óaðskiljanlegar næstu 10 árin.“ Lilja segir að Bella hafi verið algjörlega yndisleg sem hvolpur. „Hún var aðeins óróleg fyrstu næturnar svo ég einfaldlega tók hana upp í rúm til mín og við sofnuðum saman. Hún var eins og hugur minn, ég fór ekki með hana á hlýðninámskeið eða neitt slíkt. Ég einfaldlega kom fram við hana af virðingu og hún var alin upp af ást og kærleik sem hún gaf mér og fjölskyldunni margfalt til baka. Ég held að hundar endurspegli alltaf eigendur sína og umhverfið og aðstæður sem þeir búa við, streita eiganda kemur gjarnan fram í stressuðum hundi.“ Fór með á ritstjórnarfundi og stefnumót Bella hjálpaði Lilju mikið í daglegu lífi strax frá byrjun. „Hún hafði mjög heilandi áhrif á líf mitt. Þeir sem eiga eða hafa átt dýr vita hversu mögnuð tenging myndast og ástin er algjörlega skilyrðislaus. Lífið mitt hafði alveg farið upp og niður og ég var búin að loka mig talsvert af til að særast ekki frekar. Ég ætlaði bara að harka af mér, hugsaði með mér að öruggast væri að komast í vel launað starf og lífsgæðin myndu felast í því veraldlega. Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér og þessi tenging við Bellu opnaði einhvern veginn hjarta mitt aftur. Eins uppgötvar maður við mikinn missi að hvorki bankabókin né veraldlegar eigur lækna brotið hjarta.“ Lilja segir að við getum lært mikið af dýrunum. „Þessi mikli kærleikur og skilyrðislaus ást sem þau sýna hlýtur að hafa heilandi áhrif á allar sálir. Það er líka mjög félagslegt að eiga hund, maður hittir mikið af fólki í gönguferðunum og spjallar miklu meira við ókunnuga en þegar maður er einn á ferð.“ Hún bendir á að maður sé aldrei einn með hund sér við hlið. „Ein vinkona mín kallaði okkur Bellu sálusystur og ætli það sé ekki ágætis leið til að lýsa sambandinu. Bella var mér við hlið á mínum bestu og verstu stundum. Einu sinni man ég að ég sat grátandi á eldhúsgólfinu eftir að hafa fallið í tölfræðikúrs í HÍ og Bella gerði sér lítið fyrir og kom og sat með mér á meðan ég jafnaði mig. Hún var mér allt og fór með mér allt, hún hefur meira að segja setið ritstjórnarfundi og verið þriðja hjólið á stefnumóti.“Mynd úr einkasafniOfsafengin sorg Fyrstu einkenni Bellu komu fram fyrir fimm árum síðan en það var ekki fyrr en í sumar sem veikindin urðu alvarleg. „Bella var með ofnæmi í fótunum og var búin að vera á sterum síðustu fimm ár til að draga úr óþægindum. Ég var sennilega búin að reyna öll lyf, krem og allskonar fóður til að laga þetta en ekkert gekk. Hún var síðan byrjuð að draga sig svolítið í hlé í sumar, orðin 10 ára, og vildi lítið fara í göngutúra. Um síðustu helgi kastaði hún upp heila nótt og vildi ekkert borða daginn eftir og andaði skringilega svo ég fór strax með hana á Dýraspítalann í Víðidal. Þá kom í ljós að um nýrnabilun var að ræða. Dýralæknirinn reyndi ýmislegt en ekkert lagaðist og útlitið slæmt. Ég fékk að fara með Bellu heim um kvöldið og vissi að sennilega væru þetta endalokin. Þetta var afmælisdagurinn minn svo á sama tíma og afmæliskveðjur streymdu til mín sat ég grátandi með Bellu og vissi ekki hvað ég myndi gera án hennar. Þessa nótt svaf hún að sjálfsögðu upp í hjá mér en andadrátturinn var hraður og ég vakti yfir henni alla nóttina, staðráðin í að fara með hana strax upp á dýraspítala um morguninn og halda áfram að reyna að bjarga henni. Hún var orðin svo máttvana að ég bar hana inn á spítalann, hún fékk verkjalyf og vökva í æð en dýralæknirinn sagði mér að blóðprufurnar væru það skelfilegar að ekki væri hægt að bjarga henni. Nýrun voru alveg hætt að starfa og skemmdir komnar fram á hjarta og lungum og Bella þjáðist. Það var því ákveðið að Bella fengi að sofna hinum langa svefni og ég og mamma sátum hjá henni þar til hún fór yfir á næstu vídd.“Lilja segir að íbúðin sé tómleg án Bellu.Mynd úr einkasafniLilja segir að hún hafi íhugað um tíma hvort viðbrögð sín væru eðlileg. „Eftir að Bella dó vissi ég ekki hvort ég væri grátandi eða öskrandi, slíkur var sársaukinn innra með mér. Svo gekk ég út af spítalanum yfirbuguð af sorg, grátandi og sem betur fer gátu aðrir tekið verkefni mín að sér þessa vikuna. Það var skelfilegt að koma heim í tóma íbúðina, minningar um Bellu voru alls staðar. Ég gat ekki hætt að gráta og mig einhvern veginn verkjaði af sorg, tómleika og einmanaleika. Svo komu upp tilfinningar um að kannski væri eitthvað að mér eða ég væri skrýtin að gráta svona mikið yfir Bellu því viðbrögð mín höfðu ekki verið svona ofsafengin þegar fólk eða ættingjar hafa fallið frá. En mikið af fólki sagði mér að það hefði upplifað sömu ofsafengnu viðbrögðin þegar þeirra dýr féllu frá. Dýrin eru bara svo varnarlaus að maður verndar þau með öllu sínu hjarta treystir þeim fyrir tilfinningum sínum.“ Hún tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum og fékk þar mikinn stuðning úr ýmsum áttum. „Það var eiginlega ótrúlegt hvað fólk í kringum mig sýndi mér mikinn kærleik því yfirleitt skilur fólk ekki þessa djúpu tengslamyndun við dýr nema eftir að hafa upplifað það sjálft. Fólk sem ég þekki ekki sendu mér kveðjur, ólíklegasta fólk hringdi til að athuga hvernig ég hefði það. Svo á ég magnaðar vinkonur sem komu með köku og blóm og sátu með mér.“Mynd úr einkasafniEndurskoða þarf löggjöfina Daginn eftir að Lilja þurfti að kveðja Bellu sína átti hún pantað flug til Barcelona. „Fjölskyldan var öll að fara út til að halda upp á afmæli bróður míns sem býr þar. Ég ætlaði ekki að fara, vildi bara liggja undir sæng en mamma tók það ekki í mál og togaði mig einhvern veginn með sér í gegnum flugvöllinn. Vissulega voru tekin nokkur vodka-skot til að reyna að þerra tárin og svo vaknaði ég bara í Barcelona. Borgin dreifði huga mínum en þó runnu tár niður vanga minn í tíma og ótíma. Barþjónarnir á hótelinu gáfu mér viskí reglulega til að berjast við tárin og það hjálpaði mikið. Það var síðan aftur erfitt að þurfa að koma heim til Íslands í tómleikann en ég er umvafin stórkostlegu fólki og allir hafa verið svo ótrúlega góðir við mig.“ Lilja er nú byrjuð að skrifa aftur og farin að sinna öðrum verkefnum. „Ég reyni að dreifa huganum en það er alltaf jafn tómlegt að fara að sofa og vakna án Bellu. Tek bara einn dag í einu og í stað sorgarinnar reyni ég eins og ég get að vera þakklát fyrir að hafa kynnst svo einstakri veru og gengið lífsins veg með henni í 10 ár. Þessum kafla er lokið, minning hennar lifir í hjarta mínu og núna tekur við annar kafli sem vonandi mun vera farsæll.“ Hún segir að vanþekking einkenni viðhorf gagnvart hundum og hundahaldi hér á landi. „Ísland er svo langt á eftir í dýravelferð og réttindum dýraeigenda, við borgum sérstök hundaleyfisgjöld en enginn getur sagt til um hvert peningurinn fer. Erlendis eru dýrin hluti af samfélaginu, hundaeigendur velkomnir á flestum stöðum og meira að segja skartgripaverslanir á borð við Tiffany’s eru með vatnsskálar í verslunum sínum fyrir hunda. Hér á Íslandi mætir maður ruddaskap, hræðslu og vanþekkingu á hundahaldi. Auðvitað eiga dýr að vera leyfð í fjölbýlum, þau eru ekkert meira ónæði en nágranninn sem spilar á píanóið seint á kvöldin, öskrandi barn eða aðilinn sem er með partý allar helgar og tilheyrandi sóðaskap. Við búum í samfélagi þar sem ætti að vera pláss fyrir alla og við verðum að fara að sýna meira umburðarlyndi og skilning gagnvart dýraeigendum og átta okkur á hvað dýrin gera mikið fyrir okkur. Vissulega eru sumir með ofnæmi en einhvern veginn tekst fólki í stórborgum og öðrum löndum að búa saman ásamt dýrunum sínum og enginn lætur lífið. Sömuleiðis þarf að endurskoða algjörlega löggjöfina varðandi dýravelferð, beita sektum þegar um ræðir illa meðferð á dýrum, þyngja refsinguna og hafa eitthvað yfirlit yfir dýraníðinga svo þeir geti ekki eignast dýr aftur.“ Lilja biðlar til fólks að sýna meira umburðarlyndi. „Sýnið umburðarlyndi gagnvart tilfinningum annarra og hafið í huga að dýrin eru gjarnan eins og börn viðkomandi og fullgildir fjölskyldumeðlimir. Það á ekki að gerast að fólk þurfi að skilja við fjölskyldumeðlim sinn þó það flytji í fjölbýli eða leiguhúsnæði. Það þarf að eiga þessar samræður hér á Íslandi og horfa til nágrannaríkja okkar í þessum efnum.“
Dýr Viðtal Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira