Eitur og frekjur Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Eru það mannréttindi að þurfa ekki að sitja fastur í umferðarteppu? Samkvæmt nýstárlegri túlkun varaborgarfulltrúa Flokks fólksins á stjórnskipunarlögum er svarið já. Ásgerður Jóna Flosadóttir fullyrti á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur að flokkur hennar teldi meirihlutann í borgarstjórn tefja viljandi fyrir umferð „til að styðja þeirra hugmynd um að miðbærinn eigi að vera bíllaus“. Þetta sagði Ásgerður „mjög ósanngjarnt“ og „stríða gegn jafnræðisreglunni“ en jafnræðisregla stjórnarskrárinnar kveður á um að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Órar Ásgerðar eiga sér væntanlega ekki hljómgrunn nema meðal örfárra frekra öfga-unnenda einkabílsins; heittrúarmanna sem tilbiðja við færiband Henrys Ford, innblásnir af heilögum koltvísýringi. Eða hvað? Getur verið að það leynist lítil Ásgerður í fleirum en virðist við fyrstu sýn?Dánarorsök endurskoðuð Ella Kissi-Debrah átti heima í Hither Green hverfinu í suðausturhluta Lundúna. Hún ætlaði að verða sjúkraþyrluflugmaður þegar hún yrði stór. Átta ára skrifaði hún breska flughernum og bað um að aldurstakmarkið í ungliðahreyfingu flughersins yrði lækkað svo að hún gæti byrjað að læra að fljúga sem fyrst. Herinn sagðist ætla að skoða málið. En ári síðar, í febrúar 2013, lést Ella. Hún var níu ára að aldri. Móðir hennar skreytti líkkistuna með myndum af flugvélum Rauðu örvanna, listflugsveit breska hersins, sem Ella hlakkaði alltaf til að sjá á árlegri flugsýningu. Á dánarvottorði Ellu var skráð að hún hefði látist af völdum astmakasts. Nú, sex árum síðar, hefur breskur dómstóll kveðið á um að endurskoða eigi dánarorsök hennar. Ella bjó nálægt einni umferðarþyngstu götu Lundúna. Áður en hún lést hafði Ella verið flutt á sjúkrahús 27 sinnum vegna astmakasta. Á síðasta ári kom Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton, auga á sláandi fylgni á milli sjúkrahúsinnlagna Ellu og skyndilegrar aukningar á loftmengun. Holgate sagði það mjög líklegt að „ef ekki hefði verið fyrir ólöglegt magn loftmengunar hefði Ella ekki dáið“.Akstur og andardráttur Breskir grunnskólar tóku til starfa í vikunni. Dóttir mín hóf nám í sex ára bekk þar sem ég bý í London. Nýverið tóku skólar hverfisins upp á þeirri nýbreytni að loka götum kringum skólana fyrir bílaumferð við upphaf og lok skóladags. Með þessu á að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti þegar foreldrar ferja börn sín til og frá skóla á bílum. Ráðstöfuninni er ætlað að bæta loftgæði á skólalóðinni. Í síðustu viku var fjölskyldan stödd á Íslandi. Fékk dóttirin að prófa að sækja íslenskan skóla. Upplifunin af skólastarfinu var frábær. Eitt í fari foreldra vakti hins vegar furðu. Í lok hvers skóladags stóð röð af bílum fyrir utan skólann þar sem foreldrar sátu og biðu eftir börnum sínum. Slíkt væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hver einasti bíll var í gangi, spúandi eitruðum útblæstri yfir leikvöll barnanna. Talið er að í Bretlandi megi rekja 64.000 andlát á ári til loftmengunar. Ef réttarrannsókn leiðir í ljós að mengun dró Ellu Kissi-Debrah til dauða verður það hins vegar í fyrsta sinn sem loftmengun er formlega skráð sem dánarorsök á dánarvottorði. Fari svo kunna bresk stjórnvöld að hafa gerst sek um mannréttindabrot að sögn lögfræðings fjölskyldu Ellu. „Þau létu hjá líða að koma í veg fyrir andlát þótt þeim hafi verið fullljós hættan sem stafar af loftmengun.“ Akstur er ekki mannréttindi. Andardráttur er hins vegar lífsnauðsyn. Leyfum ekki okkar innri Ásgerði að brjótast fram. Drepum á bifreiðum fyrir utan skóla barnanna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Sjá meira
Eru það mannréttindi að þurfa ekki að sitja fastur í umferðarteppu? Samkvæmt nýstárlegri túlkun varaborgarfulltrúa Flokks fólksins á stjórnskipunarlögum er svarið já. Ásgerður Jóna Flosadóttir fullyrti á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur að flokkur hennar teldi meirihlutann í borgarstjórn tefja viljandi fyrir umferð „til að styðja þeirra hugmynd um að miðbærinn eigi að vera bíllaus“. Þetta sagði Ásgerður „mjög ósanngjarnt“ og „stríða gegn jafnræðisreglunni“ en jafnræðisregla stjórnarskrárinnar kveður á um að „allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Órar Ásgerðar eiga sér væntanlega ekki hljómgrunn nema meðal örfárra frekra öfga-unnenda einkabílsins; heittrúarmanna sem tilbiðja við færiband Henrys Ford, innblásnir af heilögum koltvísýringi. Eða hvað? Getur verið að það leynist lítil Ásgerður í fleirum en virðist við fyrstu sýn?Dánarorsök endurskoðuð Ella Kissi-Debrah átti heima í Hither Green hverfinu í suðausturhluta Lundúna. Hún ætlaði að verða sjúkraþyrluflugmaður þegar hún yrði stór. Átta ára skrifaði hún breska flughernum og bað um að aldurstakmarkið í ungliðahreyfingu flughersins yrði lækkað svo að hún gæti byrjað að læra að fljúga sem fyrst. Herinn sagðist ætla að skoða málið. En ári síðar, í febrúar 2013, lést Ella. Hún var níu ára að aldri. Móðir hennar skreytti líkkistuna með myndum af flugvélum Rauðu örvanna, listflugsveit breska hersins, sem Ella hlakkaði alltaf til að sjá á árlegri flugsýningu. Á dánarvottorði Ellu var skráð að hún hefði látist af völdum astmakasts. Nú, sex árum síðar, hefur breskur dómstóll kveðið á um að endurskoða eigi dánarorsök hennar. Ella bjó nálægt einni umferðarþyngstu götu Lundúna. Áður en hún lést hafði Ella verið flutt á sjúkrahús 27 sinnum vegna astmakasta. Á síðasta ári kom Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton, auga á sláandi fylgni á milli sjúkrahúsinnlagna Ellu og skyndilegrar aukningar á loftmengun. Holgate sagði það mjög líklegt að „ef ekki hefði verið fyrir ólöglegt magn loftmengunar hefði Ella ekki dáið“.Akstur og andardráttur Breskir grunnskólar tóku til starfa í vikunni. Dóttir mín hóf nám í sex ára bekk þar sem ég bý í London. Nýverið tóku skólar hverfisins upp á þeirri nýbreytni að loka götum kringum skólana fyrir bílaumferð við upphaf og lok skóladags. Með þessu á að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti þegar foreldrar ferja börn sín til og frá skóla á bílum. Ráðstöfuninni er ætlað að bæta loftgæði á skólalóðinni. Í síðustu viku var fjölskyldan stödd á Íslandi. Fékk dóttirin að prófa að sækja íslenskan skóla. Upplifunin af skólastarfinu var frábær. Eitt í fari foreldra vakti hins vegar furðu. Í lok hvers skóladags stóð röð af bílum fyrir utan skólann þar sem foreldrar sátu og biðu eftir börnum sínum. Slíkt væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hver einasti bíll var í gangi, spúandi eitruðum útblæstri yfir leikvöll barnanna. Talið er að í Bretlandi megi rekja 64.000 andlát á ári til loftmengunar. Ef réttarrannsókn leiðir í ljós að mengun dró Ellu Kissi-Debrah til dauða verður það hins vegar í fyrsta sinn sem loftmengun er formlega skráð sem dánarorsök á dánarvottorði. Fari svo kunna bresk stjórnvöld að hafa gerst sek um mannréttindabrot að sögn lögfræðings fjölskyldu Ellu. „Þau létu hjá líða að koma í veg fyrir andlát þótt þeim hafi verið fullljós hættan sem stafar af loftmengun.“ Akstur er ekki mannréttindi. Andardráttur er hins vegar lífsnauðsyn. Leyfum ekki okkar innri Ásgerði að brjótast fram. Drepum á bifreiðum fyrir utan skóla barnanna okkar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun