
Eitur og frekjur
Órar Ásgerðar eiga sér væntanlega ekki hljómgrunn nema meðal örfárra frekra öfga-unnenda einkabílsins; heittrúarmanna sem tilbiðja við færiband Henrys Ford, innblásnir af heilögum koltvísýringi. Eða hvað? Getur verið að það leynist lítil Ásgerður í fleirum en virðist við fyrstu sýn?
Dánarorsök endurskoðuð
Ella Kissi-Debrah átti heima í Hither Green hverfinu í suðausturhluta Lundúna. Hún ætlaði að verða sjúkraþyrluflugmaður þegar hún yrði stór. Átta ára skrifaði hún breska flughernum og bað um að aldurstakmarkið í ungliðahreyfingu flughersins yrði lækkað svo að hún gæti byrjað að læra að fljúga sem fyrst. Herinn sagðist ætla að skoða málið. En ári síðar, í febrúar 2013, lést Ella. Hún var níu ára að aldri. Móðir hennar skreytti líkkistuna með myndum af flugvélum Rauðu örvanna, listflugsveit breska hersins, sem Ella hlakkaði alltaf til að sjá á árlegri flugsýningu.
Á dánarvottorði Ellu var skráð að hún hefði látist af völdum astmakasts. Nú, sex árum síðar, hefur breskur dómstóll kveðið á um að endurskoða eigi dánarorsök hennar.
Ella bjó nálægt einni umferðarþyngstu götu Lundúna. Áður en hún lést hafði Ella verið flutt á sjúkrahús 27 sinnum vegna astmakasta. Á síðasta ári kom Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton, auga á sláandi fylgni á milli sjúkrahúsinnlagna Ellu og skyndilegrar aukningar á loftmengun. Holgate sagði það mjög líklegt að „ef ekki hefði verið fyrir ólöglegt magn loftmengunar hefði Ella ekki dáið“.
Akstur og andardráttur
Breskir grunnskólar tóku til starfa í vikunni. Dóttir mín hóf nám í sex ára bekk þar sem ég bý í London. Nýverið tóku skólar hverfisins upp á þeirri nýbreytni að loka götum kringum skólana fyrir bílaumferð við upphaf og lok skóladags. Með þessu á að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti þegar foreldrar ferja börn sín til og frá skóla á bílum. Ráðstöfuninni er ætlað að bæta loftgæði á skólalóðinni.
Í síðustu viku var fjölskyldan stödd á Íslandi. Fékk dóttirin að prófa að sækja íslenskan skóla. Upplifunin af skólastarfinu var frábær. Eitt í fari foreldra vakti hins vegar furðu. Í lok hvers skóladags stóð röð af bílum fyrir utan skólann þar sem foreldrar sátu og biðu eftir börnum sínum. Slíkt væri ekki frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hver einasti bíll var í gangi, spúandi eitruðum útblæstri yfir leikvöll barnanna.
Talið er að í Bretlandi megi rekja 64.000 andlát á ári til loftmengunar. Ef réttarrannsókn leiðir í ljós að mengun dró Ellu Kissi-Debrah til dauða verður það hins vegar í fyrsta sinn sem loftmengun er formlega skráð sem dánarorsök á dánarvottorði. Fari svo kunna bresk stjórnvöld að hafa gerst sek um mannréttindabrot að sögn lögfræðings fjölskyldu Ellu. „Þau létu hjá líða að koma í veg fyrir andlát þótt þeim hafi verið fullljós hættan sem stafar af loftmengun.“
Akstur er ekki mannréttindi. Andardráttur er hins vegar lífsnauðsyn. Leyfum ekki okkar innri Ásgerði að brjótast fram. Drepum á bifreiðum fyrir utan skóla barnanna okkar.
Skoðun

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar