Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 10:20 Edi Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hinn síðarnefndi var borgarstjóri Lundúna. Skjáskot/Youtube Edi Truell, breskur fjárfestir sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, hótar því nú að hætta við byggingu verksmiðju vegna verkefnisins á Englandi. Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Fjallað er um málið í frétt Sunday Times sem birtist á vef blaðsins í nótt. Þar er greint frá því að fyrirætlanir Truells um byggingu verksmiðju, sem framleiða á leiðslurnar til að nota í fyrirhugaðan sæstreng til Íslands, í Teesside í norðausturhluta Englands séu í uppnámi sem aldrei fyrr.Sjá einnig: Times fjallar enn um sæstrengsáhuga BretansÍ vor var greint frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Truell hefur lengi þrýst á bresk stjórnvöld um að greiða götu verkefnisins.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ frétt Sunday Times segir að Truell hafi í desember síðastliðnum skrifað bréf til Gregs Clarks, þáverandi viðskiptaráðherra Bretlands, og hótað því að hann myndi reisa verksmiðjuna í Þýskalandi í staðinn. Truell hefur heitið því að verksmiðjan í Teesside myndi skapa um 800 störf. Í bréfinu á Truell að hafa lýst yfir megnri óánægju með það að Claire Perry, þingmaður Íhaldsflokksins og undirmaður Clarks í ráðuneytinu, hafi hafnað verkefninu, einkum í ljósi þess að Clark sjálfur hafi lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Truells. Truell er jafnframt sagður hafa fullyrt í bréfinu að yfirvöld í Þýskalandi hafi haft samband við sig og lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Ekki kemur fram í frétt Sunday Times hvort möguleg staðsetning verksmiðjunnar í Þýskalandi hefði áhrif á hugmyndir Truells um lagningu sæstrengsins til Íslands. Sæstrengsmál hafa mikið verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu vegna þriðja orkupakkans svokallaða sem var samþykktur á Alþingi síðasta mánudag. Andstæðingar hans vilja meina að með samþykkt hans muni íslensk yfirvöld hafa minna um það að segja hvort hingað verði lagði sæstrengur eða ekki. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að ekkert sé í þriðja orkupakkanum sem feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs. Bretland Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Edi Truell, breskur fjárfestir sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, hótar því nú að hætta við byggingu verksmiðju vegna verkefnisins á Englandi. Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Fjallað er um málið í frétt Sunday Times sem birtist á vef blaðsins í nótt. Þar er greint frá því að fyrirætlanir Truells um byggingu verksmiðju, sem framleiða á leiðslurnar til að nota í fyrirhugaðan sæstreng til Íslands, í Teesside í norðausturhluta Englands séu í uppnámi sem aldrei fyrr.Sjá einnig: Times fjallar enn um sæstrengsáhuga BretansÍ vor var greint frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Truell hefur lengi þrýst á bresk stjórnvöld um að greiða götu verkefnisins.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ frétt Sunday Times segir að Truell hafi í desember síðastliðnum skrifað bréf til Gregs Clarks, þáverandi viðskiptaráðherra Bretlands, og hótað því að hann myndi reisa verksmiðjuna í Þýskalandi í staðinn. Truell hefur heitið því að verksmiðjan í Teesside myndi skapa um 800 störf. Í bréfinu á Truell að hafa lýst yfir megnri óánægju með það að Claire Perry, þingmaður Íhaldsflokksins og undirmaður Clarks í ráðuneytinu, hafi hafnað verkefninu, einkum í ljósi þess að Clark sjálfur hafi lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Truells. Truell er jafnframt sagður hafa fullyrt í bréfinu að yfirvöld í Þýskalandi hafi haft samband við sig og lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Ekki kemur fram í frétt Sunday Times hvort möguleg staðsetning verksmiðjunnar í Þýskalandi hefði áhrif á hugmyndir Truells um lagningu sæstrengsins til Íslands. Sæstrengsmál hafa mikið verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu vegna þriðja orkupakkans svokallaða sem var samþykktur á Alþingi síðasta mánudag. Andstæðingar hans vilja meina að með samþykkt hans muni íslensk yfirvöld hafa minna um það að segja hvort hingað verði lagði sæstrengur eða ekki. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að ekkert sé í þriðja orkupakkanum sem feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs.
Bretland Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37
Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15