KR vann auðveldan sigur á Þór/KA í Vesturbæ Reykjavíkur í Pepsi Max deild kvenna í dag.
Gloria Douglas kom KR yfir á 14. mínútu leiksins og Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við öðru marki KR áður en flautað var til hálfleiks.
Gloria var aftur á ferðinni í seinni hálfleik þegar hún skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Betsy Hassett setti loka naglann í kistuna aðeins mínútu síðar og endaði leikurinn með 4-0 sigri KR.
KR er því formlega búið að tryggja áframhaldandi veru sína í Pepsi Max deild kvenna. Akureyringar sitja í fjórða sæti og hafa að litlu að keppa.
Þægilegur sigur hjá KR
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn

