Hvernig geta minnstu skólar landsins skarað frammúr? Kristrún Lind Birgisdóttir skrifar 9. september 2019 09:16 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun