Misnotaði aðstöðu sína fleiri hundruð sinnum yfir átta ára tímabil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 12:47 Björgunarmiðstöðin á Selfossi þar sem Björgunarfélag Árborgar er til húsa. hsu.is Fyrrverandi gjaldkeri björgunarfélags Árborgar sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu. Gjaldkeranum var vikið frá störfum árið 2017 þegar grunur kviknaði um brot mannsins sem má rekja aftur til ársins 2010. RÚV greindi fyrst frá ákærunni í dag sem fréttastofa hefur undir höndum. Gjaldkerinn var sjálfboðaliði hjá björgunarfélaginu eins og gildir um flesta sem sinna störfum í björgunarsveitum landsins og íþróttadeildum. Hann var gjaldkeri félagsins í lengri tíma og stóð vaktina árum saman á meðan reglulega var skipt um formenn. Þetta má sjá með því að skoða fundargerðir af heimasíðu björgunarfélagsins. Samkvæmt heimildum Vísis var hann einn með prókúru hjá félaginu. Björgunarfélagið sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í mars 2017 þar sem gjaldkerinn hefði viðurkennt að hafa nýtt viðskiptakort félagsins til að kaupa eldsneyti til eigin nota. Hafði málinu verið vísað til lögreglu til rannsóknar og harmað að gjaldkerinn hefði brugðist trausti félagsins. Sumarið 2017 kom í ljós að fjárdrátturinn virtist mun meiri en í fyrst var talið. „Það vaknar grunur um að fjárdrátturinn sé töluvert umfangsmeiri en talið var í fyrstu.Vonir eru bundnar til þess að þetta skýrist á næstu vikum,“ sagði Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, í samtali við Vísi við það tilefni. Sá grunur virðist hafa verið á rökum reistur enda virðist gjaldkerinn hafa brotið af sér mörg hundruð sinnum.Tók fé 177 sinnum af reikningi félagsins Ákæran á hendur gjaldkeranum fyrrverandi er í fimm liðum. Í fyrsta lið hennar er hann ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega fimmtán milljónir króna af fjármunum björgunarfélagsins árin 2010-2017. Tók hann alls 177 sinnum eða millifærði inn á bankareikninga sína og konu sinna fé af reikningi björgunarfélagsins. Voru úttektirnar allt frá nokkrum þúsund krónum upp í hundruð þúsunda króna. Stærsta einstaka millifærslan hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Í öðrum lið ákærunnar er hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2014-2016. Þá er honum gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins til að skuldbinda félagið þegar hann notaði kreditkort félagsins í 57 skipti í heimildarleysi. Keypti hann vörur og þjónustu til eigin nota og eftir atvikum í þágu annarra fyrir peningana. Var honum ætlað að greiða tilfallandi útgjöld tengd starfi félagsins með kreditkortinu. Upphæðin í þessum lið nam um 900 þúsund krónum.Notaði bensínkort í 186 skipti Í þriðja lið er hann aftur ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013-2016. Þá á hann að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa í alls átján skipti notað viðskiptareikninga björgunarfélagsins hjá Byko, Olís, Húsasmiðjunni og Jötum vélum til kaupa á vörum og þjónustu. Heildarupphæðin yfir árin fimm nam um 700 þúsund krónum. Í fjórða lið er hann ákærður fyrir notkun á eldsneytiskorti björgunarfélagsins í heimildarleysi en það voru brotin sem virðast hafa komið upp um hann árið 2017. Nýtti hann kortið í alls 186 skipti til eigin afnota en alls voru kortin sex og skráð á bifreiðar björgunarfélagsins. Heildarupphæðin sem hann keypti bensín fyrir í leyfisleysi var 1,8 milljónir króna. Er hann ákærður til vara fyrir fjárdrátt í þessum lið ákærunnar. Að lokum er gjaldkerinn fyrrverandi ákærður fyrir að hafa ráðstafað allri upphæðinni samanlagt, 17,7 milljónum króna. Þeim ávinningi sem hann hafði af brotum sínum að ofan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands þann 5. september næstkomandi. Árborg Björgunarsveitir Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fyrrverandi gjaldkeri björgunarfélags Árborgar sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu. Gjaldkeranum var vikið frá störfum árið 2017 þegar grunur kviknaði um brot mannsins sem má rekja aftur til ársins 2010. RÚV greindi fyrst frá ákærunni í dag sem fréttastofa hefur undir höndum. Gjaldkerinn var sjálfboðaliði hjá björgunarfélaginu eins og gildir um flesta sem sinna störfum í björgunarsveitum landsins og íþróttadeildum. Hann var gjaldkeri félagsins í lengri tíma og stóð vaktina árum saman á meðan reglulega var skipt um formenn. Þetta má sjá með því að skoða fundargerðir af heimasíðu björgunarfélagsins. Samkvæmt heimildum Vísis var hann einn með prókúru hjá félaginu. Björgunarfélagið sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í mars 2017 þar sem gjaldkerinn hefði viðurkennt að hafa nýtt viðskiptakort félagsins til að kaupa eldsneyti til eigin nota. Hafði málinu verið vísað til lögreglu til rannsóknar og harmað að gjaldkerinn hefði brugðist trausti félagsins. Sumarið 2017 kom í ljós að fjárdrátturinn virtist mun meiri en í fyrst var talið. „Það vaknar grunur um að fjárdrátturinn sé töluvert umfangsmeiri en talið var í fyrstu.Vonir eru bundnar til þess að þetta skýrist á næstu vikum,“ sagði Tryggvi Hjörtur Oddsson, formaður Björgunarfélags Árborgar, í samtali við Vísi við það tilefni. Sá grunur virðist hafa verið á rökum reistur enda virðist gjaldkerinn hafa brotið af sér mörg hundruð sinnum.Tók fé 177 sinnum af reikningi félagsins Ákæran á hendur gjaldkeranum fyrrverandi er í fimm liðum. Í fyrsta lið hennar er hann ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega fimmtán milljónir króna af fjármunum björgunarfélagsins árin 2010-2017. Tók hann alls 177 sinnum eða millifærði inn á bankareikninga sína og konu sinna fé af reikningi björgunarfélagsins. Voru úttektirnar allt frá nokkrum þúsund krónum upp í hundruð þúsunda króna. Stærsta einstaka millifærslan hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Í öðrum lið ákærunnar er hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2014-2016. Þá er honum gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins til að skuldbinda félagið þegar hann notaði kreditkort félagsins í 57 skipti í heimildarleysi. Keypti hann vörur og þjónustu til eigin nota og eftir atvikum í þágu annarra fyrir peningana. Var honum ætlað að greiða tilfallandi útgjöld tengd starfi félagsins með kreditkortinu. Upphæðin í þessum lið nam um 900 þúsund krónum.Notaði bensínkort í 186 skipti Í þriðja lið er hann aftur ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013-2016. Þá á hann að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa í alls átján skipti notað viðskiptareikninga björgunarfélagsins hjá Byko, Olís, Húsasmiðjunni og Jötum vélum til kaupa á vörum og þjónustu. Heildarupphæðin yfir árin fimm nam um 700 þúsund krónum. Í fjórða lið er hann ákærður fyrir notkun á eldsneytiskorti björgunarfélagsins í heimildarleysi en það voru brotin sem virðast hafa komið upp um hann árið 2017. Nýtti hann kortið í alls 186 skipti til eigin afnota en alls voru kortin sex og skráð á bifreiðar björgunarfélagsins. Heildarupphæðin sem hann keypti bensín fyrir í leyfisleysi var 1,8 milljónir króna. Er hann ákærður til vara fyrir fjárdrátt í þessum lið ákærunnar. Að lokum er gjaldkerinn fyrrverandi ákærður fyrir að hafa ráðstafað allri upphæðinni samanlagt, 17,7 milljónum króna. Þeim ávinningi sem hann hafði af brotum sínum að ofan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands þann 5. september næstkomandi.
Árborg Björgunarsveitir Dómsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira