Helgi Bernódusson lét af störfum eftir 40 ár innan veggja Alþingis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 20:10 Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis. Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis.
Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira