Helgi Bernódusson lét af störfum eftir 40 ár innan veggja Alþingis Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 20:10 Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis. Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum. Það var fjölmennur hópur samstarfsmanna og starfsmanna Alþingis sem kvöddu Helga við tímamótin í dag en Helgi hefur þótt afar vel liðinni í starfi sínu. Helgi sem nýlega var sjötugur hefur starfað sem skrifstofustjóri frá ársbyrjun 2005 en í heildina hefur hann starfað á Alþingi í fjörutíu ár. Síðasti dagurinn, hvernig leggst hann í þig og er þetta dagurinn sem maður á að segja til hamingju?„Ég veit það ekki, ég vona það að það verði mér til hamingju og þessari stofnun líka til hamingju. Ég er afskaplega ánægður með það fá Rögnu sem minn eftirmann og ég ber mikið traust til hennar og ég held að skrifstofunni muni farnast vel á næstu árum,“ segir Helgi.Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Stöð 2Helgi segist ekki hafa slegið slöku við þó dagurinn í dag hafi verið sá síðasti og hoppar nú af lestinni á fullri ferð. Hann afhendi Rögnu Árnadóttur, nýjum skrifstofustjóra lyklavöldin af Alþingi í dag á afmælisdegi hennar. „Þetta leggst mjög vel í mig en auðvitað er alltaf eftirsjá af fólki sem að hefur álíka þekkingu og reynslu, eins og Helgi hefur, sem að ég efast um að séu mjög margir. Jú þannig að það verður eftirsjá af Helga, þannig að ég þarf heldur betur að standa mig í stykkinu,“ segir Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri Alþingis.Hvað tekur við?„Ég á yndislega fjölskyldu og ég ætla reyna að sinna henni eitthvað betur en ég hef gert,“ segir Helgi.Mikill fjöldi fólks var saman kominn til að kveðja Helga.Vísir/VilhelmÍ ræðu sinni í dag sagðist Helgi eiga eftir að sakna samstarfsfólksins og vinnustaðarins en hvað stjórnmálin varðar hafi hann einungis verið áhorfandi sem hann ætli að vera áfram. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sitja heima og fylgjast með Alþingisrásinni og sjá hvernig þetta er að fara allt saman? „Jú, örugglega en ég hef einsett mér að ég ætla ekki að hringja niður eftir og leiðrétta hvað þau eru að gera,“ segir Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis.
Alþingi Tímamót Vistaskipti Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira