Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í Dijon eru án stiga eftir fjórar umferðir í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeir sitja á botni deildarinnar.
Rúnar Alex stóð í markinu er Dijon tapaði 2-0 fyrir Angers á útivelli í kvöld. Dijon hefur einungis skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum og fengið á sig fimm.
Í Belgíu var Ari Freyr Skúlason á skotskónum er Oostende gerði 2-2 jafntefli við Kortrijk. Ari Freyr jafnaði metin úr vítaspyrnu á 89. mínútu.
Ari og félagar hafa safnað tíu stigum í fyrstu sex leikjunum og sitja í 5. sæti deildarinnar.
Aron Bjarnason og félagar í Újpest töpuðu á heimavelli 3-2 gegn Budapest Honved. Ujpest er í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fimm leiki.
Rúnar Alex án stiga og Ari á skotskónum í Belgíu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti





„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
