Rúnar Alex Rúnarsson og samherjar hans í Dijon eru án stiga eftir fjórar umferðir í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þeir sitja á botni deildarinnar.
Rúnar Alex stóð í markinu er Dijon tapaði 2-0 fyrir Angers á útivelli í kvöld. Dijon hefur einungis skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum og fengið á sig fimm.
Í Belgíu var Ari Freyr Skúlason á skotskónum er Oostende gerði 2-2 jafntefli við Kortrijk. Ari Freyr jafnaði metin úr vítaspyrnu á 89. mínútu.
Ari og félagar hafa safnað tíu stigum í fyrstu sex leikjunum og sitja í 5. sæti deildarinnar.
Aron Bjarnason og félagar í Újpest töpuðu á heimavelli 3-2 gegn Budapest Honved. Ujpest er í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fimm leiki.
Rúnar Alex án stiga og Ari á skotskónum í Belgíu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti
