Enn grjóthrun úr Reynisfjalli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2019 12:00 Svæðið þar sem skriðan féll úr Reynisfjalli í morgun Vísir Enn er grjóthrun úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru. Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót. Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki fyllilega ljóst hvað sé að gerast í Reynisfjalli. „Í sjálfu sér ekki. Við erum að senda menn á vettvang á eftir til þess að kanna betur aðstæður en við vitum það að úr fjallinu hefur í gegnum tíðina verið að hrynja sæmilega stór hrun, sérstaklega að austanverðu og svo hefur verið að hrynja einstaka sinnum í Reynisfjöru líka. Stærsta hrunið sem ég man eftir í seinni tíð var held ég árið 2005 sem var eitthvað aðeins minna heldur en þetta hrun,“ segir Jón Kristinn.Lögreglan á Suðurlandi lokaði svæðinu í gær vegna grjóthruns en þrír ferðamenn hafa slasast þar síðustu tvo daga.Vísir/Jóhann K.Búast má við frekara hruni „Það sem mætti nú kannski búast við er að í nánasta nágrenni við skriðuna verði áframhaldandi hrun næstu daga. Það eru eflaust einhverjir lausir steinar og björg þarna uppi sem eiga eftir að hrynja sem svo kemur það í ljós við matið hvort það eru einhverjar fleiri sprungur eða fleira sem að þurfi að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Kristinn. Löglegan á Suðurlandi mun vakta svæðið í dag og þá skoðar sérfræðingur almannavarna á svæðinu aðstæður. „Það sem er fyrir austan hellinn sem er þarna, þar er viðloðandi grjóthrun þar sem skriðan féll í nótt,“ segir Björn Ingi. Ekki áform um að loka stærra svæði í Reynisfjöru „Það er töluverður eðlismunur á berginu vestan við hellinn þar sem virðist ekki vera koma grjót úr, það er meira svona móberg fyrir austan, þar sem skriðan er,“ segir Björn Ingi. Björn segir sérfræðinga á leiðinni á staðinn þar sem bergið, hlíðin og svæði ofar í fjallinu er metin. „Við erum að vinna í að reyna meta stærðina á þessu og fljúga þarna yfir með dróna til þess að sjá hvort það sé meira af lausu efni þarna uppi, eða stærri sprungur sem gætu framkalla frekara hrun og í framhaldi af því verður tekið samtal um þetta,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Enn er grjóthrun úr Reynisfjalli ofan við Reynisfjöru. Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót. Skriðan sem féll úr Reynisfjalli í morgun féll niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær eftir að grjót féll úr fjallinu. Lögreglan á Suðurlandi lokaði austasta hluta fjörunnar en frá því í fyrradag hafa þrír orðið fyrir meiðslum á svæðinu eftir að hafa fengið grjót yfir sig. Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki fyllilega ljóst hvað sé að gerast í Reynisfjalli. „Í sjálfu sér ekki. Við erum að senda menn á vettvang á eftir til þess að kanna betur aðstæður en við vitum það að úr fjallinu hefur í gegnum tíðina verið að hrynja sæmilega stór hrun, sérstaklega að austanverðu og svo hefur verið að hrynja einstaka sinnum í Reynisfjöru líka. Stærsta hrunið sem ég man eftir í seinni tíð var held ég árið 2005 sem var eitthvað aðeins minna heldur en þetta hrun,“ segir Jón Kristinn.Lögreglan á Suðurlandi lokaði svæðinu í gær vegna grjóthruns en þrír ferðamenn hafa slasast þar síðustu tvo daga.Vísir/Jóhann K.Búast má við frekara hruni „Það sem mætti nú kannski búast við er að í nánasta nágrenni við skriðuna verði áframhaldandi hrun næstu daga. Það eru eflaust einhverjir lausir steinar og björg þarna uppi sem eiga eftir að hrynja sem svo kemur það í ljós við matið hvort það eru einhverjar fleiri sprungur eða fleira sem að þurfi að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Kristinn. Löglegan á Suðurlandi mun vakta svæðið í dag og þá skoðar sérfræðingur almannavarna á svæðinu aðstæður. „Það sem er fyrir austan hellinn sem er þarna, þar er viðloðandi grjóthrun þar sem skriðan féll í nótt,“ segir Björn Ingi. Ekki áform um að loka stærra svæði í Reynisfjöru „Það er töluverður eðlismunur á berginu vestan við hellinn þar sem virðist ekki vera koma grjót úr, það er meira svona móberg fyrir austan, þar sem skriðan er,“ segir Björn Ingi. Björn segir sérfræðinga á leiðinni á staðinn þar sem bergið, hlíðin og svæði ofar í fjallinu er metin. „Við erum að vinna í að reyna meta stærðina á þessu og fljúga þarna yfir með dróna til þess að sjá hvort það sé meira af lausu efni þarna uppi, eða stærri sprungur sem gætu framkalla frekara hrun og í framhaldi af því verður tekið samtal um þetta,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22
Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30