Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 23:15 Amazon regnskógurinn í ljósum logum. getty/Universal Images Group Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rafmagnið fór af í rúman klukkutíma á mánudag vegna þess að sterkir vindar blésu reyk frá skógareldunum sem geysa nú í Amazonas og Rondonia ríkjunum, sem eru í meira en 2700 kílómetra fjarlægð frá borginni. Myllumerkið #prayforamazonia, sem hægt er að þýða sem „biðjið fyrir Amazoníu,“ varð vinsælt á Twitter og meira en 150.000 tíst fjölluðu um skógareldana. Í samtali við BBC sagði Gianvitor Dias, íbúi í Sao Paulo, að það hafi nánast verið eins og dagur yrði að nóttu þegar reykurinn lá yfir borginni. Allir borgarbúar hafi talað um ástand himinsins vegna þess að jafnvel á rigningardögum yrði ekki svo þungbúið.Just a little alert to the world: the sky randomly turned dark today in São Paulo, and meteorologists believe it’s smoke from the fires burning *thousands* of kilometers away, in Rondônia or Paraguay. Imagine how much has to be burning to create that much smoke(!). SOS pic.twitter.com/P1DrCzQO6x — Shannon Sims (@shannongsims) August 20, 2019 Mörg vinsælustu tístanna um málið gagnrýndu forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, vegna aðgerðarleysis. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur vegna rýrnunar Amazon skógarins síðan valdatíð hans hófst í janúar. Þar á meðal hafa vísindamenn frá Geimrannsóknarstofnun Brasilíu sagt skógana hafa minnkað töluvert síðan Bolsonaro tók við embætti.Quando vamos nos unir? Jair Bolsonaro tá se lascando pela Amazônia, as pessoas não estão falando sobre isso sendo que nosso maior Patrimônio Natural tá sendo DESTRUÍDO! Precisamos acordar e ver a REALIDADE! O ser humano tá acabando com nosso planeta.#PrayforAmazoniapic.twitter.com/idfDJ4hjlo — bea (@expIicitchanel) August 20, 2019 Forsetinn hefur þó lítið látið gagnrýnisraddir á sig fá og svaraði hann vísindamönnunum á þann máta að gögnin sem þau byggðu gagnrýni sína á endurspegluðu ekki raunveruleikann. Auk þess ásakaði hann sömu vísindamennina um að rægja landið fyrir augum alþjóða.Três anos atrás, o mundo via o Brasil celebrando a natureza e incentivando a preservação ambiental na abertura do maior evento esportivo do planeta. Hoje, nós vemos a Amazônia, nossa maior riqueza, em chamas por mais de 16 dias. Retrocesso? #PrayforAmazoniapic.twitter.com/6vZcLxEdGO — william (@wixlxax) August 20, 2019 Netverjar lýsa nú yfir áhyggjum sínum vegna náttúruspjalla í skóginum, sem er stærsti regnskógur á jörðinni, og hvaða áhrif eldarnir muni hafa á vistkerfi skógarins. Í myndum frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sést að gróðureldarnir geisa á stórum landsvæðum í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ. Amazonas ríkið lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna fyrr í þessum mánuði. Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rafmagnið fór af í rúman klukkutíma á mánudag vegna þess að sterkir vindar blésu reyk frá skógareldunum sem geysa nú í Amazonas og Rondonia ríkjunum, sem eru í meira en 2700 kílómetra fjarlægð frá borginni. Myllumerkið #prayforamazonia, sem hægt er að þýða sem „biðjið fyrir Amazoníu,“ varð vinsælt á Twitter og meira en 150.000 tíst fjölluðu um skógareldana. Í samtali við BBC sagði Gianvitor Dias, íbúi í Sao Paulo, að það hafi nánast verið eins og dagur yrði að nóttu þegar reykurinn lá yfir borginni. Allir borgarbúar hafi talað um ástand himinsins vegna þess að jafnvel á rigningardögum yrði ekki svo þungbúið.Just a little alert to the world: the sky randomly turned dark today in São Paulo, and meteorologists believe it’s smoke from the fires burning *thousands* of kilometers away, in Rondônia or Paraguay. Imagine how much has to be burning to create that much smoke(!). SOS pic.twitter.com/P1DrCzQO6x — Shannon Sims (@shannongsims) August 20, 2019 Mörg vinsælustu tístanna um málið gagnrýndu forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, vegna aðgerðarleysis. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur vegna rýrnunar Amazon skógarins síðan valdatíð hans hófst í janúar. Þar á meðal hafa vísindamenn frá Geimrannsóknarstofnun Brasilíu sagt skógana hafa minnkað töluvert síðan Bolsonaro tók við embætti.Quando vamos nos unir? Jair Bolsonaro tá se lascando pela Amazônia, as pessoas não estão falando sobre isso sendo que nosso maior Patrimônio Natural tá sendo DESTRUÍDO! Precisamos acordar e ver a REALIDADE! O ser humano tá acabando com nosso planeta.#PrayforAmazoniapic.twitter.com/idfDJ4hjlo — bea (@expIicitchanel) August 20, 2019 Forsetinn hefur þó lítið látið gagnrýnisraddir á sig fá og svaraði hann vísindamönnunum á þann máta að gögnin sem þau byggðu gagnrýni sína á endurspegluðu ekki raunveruleikann. Auk þess ásakaði hann sömu vísindamennina um að rægja landið fyrir augum alþjóða.Três anos atrás, o mundo via o Brasil celebrando a natureza e incentivando a preservação ambiental na abertura do maior evento esportivo do planeta. Hoje, nós vemos a Amazônia, nossa maior riqueza, em chamas por mais de 16 dias. Retrocesso? #PrayforAmazoniapic.twitter.com/6vZcLxEdGO — william (@wixlxax) August 20, 2019 Netverjar lýsa nú yfir áhyggjum sínum vegna náttúruspjalla í skóginum, sem er stærsti regnskógur á jörðinni, og hvaða áhrif eldarnir muni hafa á vistkerfi skógarins. Í myndum frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sést að gróðureldarnir geisa á stórum landsvæðum í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ. Amazonas ríkið lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna fyrr í þessum mánuði.
Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira