Örfoka land ekki fest í sessi með þjóðgarði Sveinn Arnarsson skrifar 21. ágúst 2019 06:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur staðið í ströngu síðan hann tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Nýr þjóðgarður á hálendi Íslands mun ekki festa í sessi örfoka land og hægt verður að græða upp land innan þjóðgarðsins. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og telur mikilvægt að endurheimta gróðurþekju sem eitt af verkefnum Íslands í baráttu gegn hlýnun jarðar. Hann segir það mikilvægt að hálendisþjóðgarður stöðvi ekki uppgræðslu og endurheimt gróðurs á hálendinu. „Eitt af tækifærunum við Miðhálendisþjóðgarð er einmitt að auka möguleikana á að endurheimta gróður og jarðveg. Slíka endurheimt má til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði í dag. Miðhálendisþjóðgarður er síður en svo ávísun á örfoka land eða ávísun á það að uppgræðslu innan hans yrði hætt eða komið í veg fyrir að ráðist yrði í þannig verkefni. Æskilegt er að endurheimt landgæða geti átt sér stað á svæðinu, meðal annars sem liður í átaki í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu sinni síðastliðinn mánudag að Landgræðslan og Skógræktin væru uggandi yfir því að mögulegur þjóðgarður gæti komið í veg fyrir uppgræðslu á hálendinu. Stofnanirnar hafa báðar sent inn umsögn vegna málsins og bent á þennan vankant. Það ber þó ekki að túlka sem svo að þær séu á móti stofnun þjóðgarðs. Aðeins að hægt verði að endurheimta þann gróður sem tapast hefur vegna sauðfjárbeitar þar síðustu árhundruð. Sauðfjárbeit eða veiðar verða ekki bannaðar innan þjóðgarðsins. Bændur, sem nýtt hafa hálendi landsins til upprekstrar munu því ekki þurfa að óttast það að tapa afréttum og almenningum sem þeir hafa nýtt í aldir. Að mati Guðmundar Inga er mikilvægt að nýting innan þjóðgarðsins verði sjálfbær. „Það er mikilvægt að nytjar innan marka þjóðgarðsins verði sjálfbærar og nefndin sem vinnur að tillögum um þjóðgarðinn hefur lagt áherslu á að hefðbundnar sjálfbærar nytjar verði áfram leyfðar, svo sem veiðar og beit. Með tilkomu nýrra landgræðslulaga frá því í fyrra þarf síðan að setja viðmið um sjálfbæra landnýtingu.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30 Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Nýr þjóðgarður á hálendi Íslands mun ekki festa í sessi örfoka land og hægt verður að græða upp land innan þjóðgarðsins. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og telur mikilvægt að endurheimta gróðurþekju sem eitt af verkefnum Íslands í baráttu gegn hlýnun jarðar. Hann segir það mikilvægt að hálendisþjóðgarður stöðvi ekki uppgræðslu og endurheimt gróðurs á hálendinu. „Eitt af tækifærunum við Miðhálendisþjóðgarð er einmitt að auka möguleikana á að endurheimta gróður og jarðveg. Slíka endurheimt má til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði í dag. Miðhálendisþjóðgarður er síður en svo ávísun á örfoka land eða ávísun á það að uppgræðslu innan hans yrði hætt eða komið í veg fyrir að ráðist yrði í þannig verkefni. Æskilegt er að endurheimt landgæða geti átt sér stað á svæðinu, meðal annars sem liður í átaki í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Fréttablaðið sagði frá því á forsíðu sinni síðastliðinn mánudag að Landgræðslan og Skógræktin væru uggandi yfir því að mögulegur þjóðgarður gæti komið í veg fyrir uppgræðslu á hálendinu. Stofnanirnar hafa báðar sent inn umsögn vegna málsins og bent á þennan vankant. Það ber þó ekki að túlka sem svo að þær séu á móti stofnun þjóðgarðs. Aðeins að hægt verði að endurheimta þann gróður sem tapast hefur vegna sauðfjárbeitar þar síðustu árhundruð. Sauðfjárbeit eða veiðar verða ekki bannaðar innan þjóðgarðsins. Bændur, sem nýtt hafa hálendi landsins til upprekstrar munu því ekki þurfa að óttast það að tapa afréttum og almenningum sem þeir hafa nýtt í aldir. Að mati Guðmundar Inga er mikilvægt að nýting innan þjóðgarðsins verði sjálfbær. „Það er mikilvægt að nytjar innan marka þjóðgarðsins verði sjálfbærar og nefndin sem vinnur að tillögum um þjóðgarðinn hefur lagt áherslu á að hefðbundnar sjálfbærar nytjar verði áfram leyfðar, svo sem veiðar og beit. Með tilkomu nýrra landgræðslulaga frá því í fyrra þarf síðan að setja viðmið um sjálfbæra landnýtingu.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30 Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. 12. ágúst 2019 14:30
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda. 19. ágúst 2019 06:16