Sólveig Anna fordæmir það sem hún segir svívirðilegan launamun Jakob Bjarnar skrifar 21. ágúst 2019 16:27 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að nú opinberist svívirðilegur launamunur í samfélaginu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir upplýsingar um tekjur ýmissa einstaklinga, sem meðal annars birtust í Tekjublað frjálsrar verslunar opinbera óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu.Vísir fjallaði sérstaklega um kjör sveitarstjórnarmanna fyrr í dag en auðvitað er af nógu að taka. Víst er að þeir deila ekki kjörum með umbjóðendum sínum. „Nei, það er auðvitað vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“. Og þá erum við ekki aðeins að tala um launakjör heldur líka allar starfsaðstæður, þar sem kjörnu fulltrúarnir hafa aðgang að bestu mögulega vinnuaðstæðum og gögnum meðan til að mynda leikskólastarfsfólkið svo að ég taki dæmi þaðan af því að ég þekki umhverfið vel þarf að sætta sig við að hafa alls ekki aðgang að öllu sem til þarf einfaldlega vegna þess að ekki nægilega mikið fé er sett í að reka leikskólana.“Forgangsröðunin til háborinnar skammar Sólveig Anna segir forgangsröðunina sem í þessu birtir til háborinnar skammar. „Við hljótum öll að furða okkur mikið og innilega á henni. Þegar kemur svo að því að hver sjálf launin eru, upphæðin sem þú færð fyrir að vinna vinnuna er auðvitað margt sem spilar inn í þann svívirðilega launamun sem tíðkast.“ Hún bætir því við að auðvitað sé þetta bara dæmigerð stéttskipting sem við sjáum alls staðar í kringum okkur.Og svo mýtan um að alla ábyrgðina sem stjórnendur bera sem sé svo mikil að fólk verði að fá endalaust að peningum fyrir. Það hljóta allir að vera löngu búnir að sjá í gegnum þetta: Ef að ábyrgð er það sem ákvarðar það sem þú átt að fá ættu þá ekki manneskjurnar sem gæta barna samfélagsins að fá mest? Þar sem þær gegna væntanlega einu mikilvægasta starfi sem hægt er að hugsa sér?“ Kerfisbundin fyrirlitning á kvennastörfum Sólveig Anna segist jafnframt vilja nefna, fyrst þetta er til umfjöllunar, mannfyrirlitningu sem í þessu birtist. „Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt þegar kemur að því hvað er í lagi að borga þeim sem vinna við umönnum. Og þá er áhugavert að velta því fyrir sér að þau sem fara fremst í flokki þegar rætt er um kvenréttindi og kvennabaráttu á pólitíska sviðinu hef ég ekki séð beita sér með neinum hætti fyrir því að kerfisbundið verði farið í að laga hina kerfisbundnu fyrirlitningu á þeirri vinnu sem unnin er að starfsfólki sveitarfélaganna og Reykjavíkurborgar á þeim stöðum þar sem barna er gætt og aldrað fólk hlýtur umönnun.“Sólveig Anna skrifaði pistil um þennan anga málsins á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli.En, hvað er til ráða? Hvernig má bregðast við þessari misskiptingu? „Í fyrsta lagi er það til að ráða að við sem höfum unnið þessi störf og höfum verið starfsmenn tölum hátt og skýrt um hversu fáránlegt þetta er og hversu mikið okkur misbýður þetta. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að hér sé til dæmis alltaf verið að mæra það að öll börn komist á leikskóla án þess að það sé talað um á hverra kostnað, til dæmis: Það er á kostnað meðal annarra láglaunakvenna.“ Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir upplýsingar um tekjur ýmissa einstaklinga, sem meðal annars birtust í Tekjublað frjálsrar verslunar opinbera óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu.Vísir fjallaði sérstaklega um kjör sveitarstjórnarmanna fyrr í dag en auðvitað er af nógu að taka. Víst er að þeir deila ekki kjörum með umbjóðendum sínum. „Nei, það er auðvitað vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“. Og þá erum við ekki aðeins að tala um launakjör heldur líka allar starfsaðstæður, þar sem kjörnu fulltrúarnir hafa aðgang að bestu mögulega vinnuaðstæðum og gögnum meðan til að mynda leikskólastarfsfólkið svo að ég taki dæmi þaðan af því að ég þekki umhverfið vel þarf að sætta sig við að hafa alls ekki aðgang að öllu sem til þarf einfaldlega vegna þess að ekki nægilega mikið fé er sett í að reka leikskólana.“Forgangsröðunin til háborinnar skammar Sólveig Anna segir forgangsröðunina sem í þessu birtir til háborinnar skammar. „Við hljótum öll að furða okkur mikið og innilega á henni. Þegar kemur svo að því að hver sjálf launin eru, upphæðin sem þú færð fyrir að vinna vinnuna er auðvitað margt sem spilar inn í þann svívirðilega launamun sem tíðkast.“ Hún bætir því við að auðvitað sé þetta bara dæmigerð stéttskipting sem við sjáum alls staðar í kringum okkur.Og svo mýtan um að alla ábyrgðina sem stjórnendur bera sem sé svo mikil að fólk verði að fá endalaust að peningum fyrir. Það hljóta allir að vera löngu búnir að sjá í gegnum þetta: Ef að ábyrgð er það sem ákvarðar það sem þú átt að fá ættu þá ekki manneskjurnar sem gæta barna samfélagsins að fá mest? Þar sem þær gegna væntanlega einu mikilvægasta starfi sem hægt er að hugsa sér?“ Kerfisbundin fyrirlitning á kvennastörfum Sólveig Anna segist jafnframt vilja nefna, fyrst þetta er til umfjöllunar, mannfyrirlitningu sem í þessu birtist. „Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt þegar kemur að því hvað er í lagi að borga þeim sem vinna við umönnum. Og þá er áhugavert að velta því fyrir sér að þau sem fara fremst í flokki þegar rætt er um kvenréttindi og kvennabaráttu á pólitíska sviðinu hef ég ekki séð beita sér með neinum hætti fyrir því að kerfisbundið verði farið í að laga hina kerfisbundnu fyrirlitningu á þeirri vinnu sem unnin er að starfsfólki sveitarfélaganna og Reykjavíkurborgar á þeim stöðum þar sem barna er gætt og aldrað fólk hlýtur umönnun.“Sólveig Anna skrifaði pistil um þennan anga málsins á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli.En, hvað er til ráða? Hvernig má bregðast við þessari misskiptingu? „Í fyrsta lagi er það til að ráða að við sem höfum unnið þessi störf og höfum verið starfsmenn tölum hátt og skýrt um hversu fáránlegt þetta er og hversu mikið okkur misbýður þetta. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að hér sé til dæmis alltaf verið að mæra það að öll börn komist á leikskóla án þess að það sé talað um á hverra kostnað, til dæmis: Það er á kostnað meðal annarra láglaunakvenna.“
Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07