Varaformaður stjórnarinnar keypti fyrir 77 milljónir í Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 15:11 Ómar Benediktsson. Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi. Icelandair Markaðir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi.
Icelandair Markaðir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira