Varaformaður stjórnarinnar keypti fyrir 77 milljónir í Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 15:11 Ómar Benediktsson. Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi. Icelandair Markaðir Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf. Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group. Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi. Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári. Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi.
Icelandair Markaðir Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira