Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 23:15 Loftmynd af svæði sem hefur orðið illa úti í eldunum í Mato Grosso-ríki í Brasilíu. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lýsti því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum sé ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Macron segir þessa skógarelda eiga að vera forgangsmál á leiðtogafundi G7-ríkjanna. „Húsið okkar brennur,“ ritaði Macron á Twitter en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, deildi þessum áhyggjum franska forsetans. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur áður látið hafa eftir sér að ríkisstjórn hans skorti fjármuni til að takast á við þessa elda í stærsta regnskógi heimsins. Gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, leiddu ljós að eldunum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.Reykmökkurinn frá eldunum sést úr mikilli fjarlægð.Vísir/EPAMargir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysi hennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi. Bolsonaro hefur haldið því fram að aðilar ótengdir brasilískum yfirvöld hafi kveikt þessa elda en gat ekki veitt nokkrar sannanir fyrir því. Frakkar munu hýsa leiðtogafund G7-ríkjanna um komandi helgi en þar koma saman leiðtogar þróuðust hagkerfa heimsins. Macron sagði í dag að framtíð Amazon-regnskógarins væri eitthvað sem snerti alla heimsbyggðina. Sagði Macron að regnskógarnir framleiði 20 prósent af súrefni jarðarinnar og það sé ekki ásættanlegt að þeir brenni.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet's oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazon pic.twitter.com/dogOJj9big— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 22 August 2019 Brasilía Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lýsti því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum sé ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Macron segir þessa skógarelda eiga að vera forgangsmál á leiðtogafundi G7-ríkjanna. „Húsið okkar brennur,“ ritaði Macron á Twitter en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, deildi þessum áhyggjum franska forsetans. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur áður látið hafa eftir sér að ríkisstjórn hans skorti fjármuni til að takast á við þessa elda í stærsta regnskógi heimsins. Gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, leiddu ljós að eldunum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.Reykmökkurinn frá eldunum sést úr mikilli fjarlægð.Vísir/EPAMargir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysi hennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi. Bolsonaro hefur haldið því fram að aðilar ótengdir brasilískum yfirvöld hafi kveikt þessa elda en gat ekki veitt nokkrar sannanir fyrir því. Frakkar munu hýsa leiðtogafund G7-ríkjanna um komandi helgi en þar koma saman leiðtogar þróuðust hagkerfa heimsins. Macron sagði í dag að framtíð Amazon-regnskógarins væri eitthvað sem snerti alla heimsbyggðina. Sagði Macron að regnskógarnir framleiði 20 prósent af súrefni jarðarinnar og það sé ekki ásættanlegt að þeir brenni.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet's oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazon pic.twitter.com/dogOJj9big— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 22 August 2019
Brasilía Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent