Fljótasti maður heims í vandræðum ári fyrir Ólympíuleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 09:30 Christian Coleman. Getty/Lachlan Cunningham Christian Coleman er fljótasti maður heims á þessu ári en hann gæti verið búinn að koma sér í mikil vandræði ári fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Rannsókn er farin í gang á því hvernig standi á því að Coleman sé búinn að missa af þremur lyfjaprófum. Ef Coleman verður fundinn sekur um að hafa vísvitandi skrópað í umrædd lyfjapróf þá á hann yfir höfði sér eins árs bann. Það myndi þýða að hann missti af bæði HM í Katar í ár sem og Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.American sprinter Christian Coleman is under investigation over concerns he may have missed three drugs tests, BBC Sport has been told.https://t.co/odFWkMm4RUpic.twitter.com/HFJjHovufA — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019 Christian Coleman þarf eins og aðrir íþróttamenn að láta vita af því hvar hann er svo lyfjaeftirlitið eigi möguleika á að hitta á hann í einn klukkutíma á hverjum degi. Hann þarf líka að láta vita af því hvar hann gistir og hvar hann æfir. Í þessi þrjú skipti var Christian Coleman ekki þar sem hann átti að vera og því gat ekkert lyfjapróf farið fram. Coleman véfengir að minnsta kosti eitt þessara skipta. Christian Coleman varð bandarískur meistari í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði þegar hann kom í mark á 9,99 sekúndum en áður hafði hann náð fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metrana á 9,81 sekúndu á Demantamóti í Stanford í Kaliforníu í júní.EXCLUSIVE: Olympic 100m favourite Christian Coleman 'has missed three drugs tests' to leave Usain Bolt's successor fighting for his reputation https://t.co/oYQITMiPnT | @Matt_Lawton_DMpic.twitter.com/7CxZsSF4K9 — MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2019 Coleman er 23 ár gamall og vann silfur á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í London 2017. Coleman er sjöundi fljótasti 100 metra hlaupari allra tíma. Hann setti síðan heimsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á síðasta ári. Eftir að Usain Bolt hætti bjuggust margir við því að Christian Coleman yrði næsta ofurstjarna spretthlaupanna en þessi vandræði gætu eyðilagt mikið fyrir honum. Coleman átti að keppa á Demantamóti í Birmingham síðasta föstudag en hætti við þátttöku þar.9.58 Bolt 9.69 Gay 9.69 Blake 9.72 Powell 9.74 Gatlin 9.78 Carter 9.78 Montgomery 9.79 Big Ben Johnson 9.79 Greene - payments to PED dealer 9.79 Coleman - 3 missed tests 9.80 Mullings 9.82 Richard Thompson — Edmund Willison (@honestsport_ew) August 22, 2019 Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Sjá meira
Christian Coleman er fljótasti maður heims á þessu ári en hann gæti verið búinn að koma sér í mikil vandræði ári fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Rannsókn er farin í gang á því hvernig standi á því að Coleman sé búinn að missa af þremur lyfjaprófum. Ef Coleman verður fundinn sekur um að hafa vísvitandi skrópað í umrædd lyfjapróf þá á hann yfir höfði sér eins árs bann. Það myndi þýða að hann missti af bæði HM í Katar í ár sem og Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.American sprinter Christian Coleman is under investigation over concerns he may have missed three drugs tests, BBC Sport has been told.https://t.co/odFWkMm4RUpic.twitter.com/HFJjHovufA — BBC Sport (@BBCSport) August 22, 2019 Christian Coleman þarf eins og aðrir íþróttamenn að láta vita af því hvar hann er svo lyfjaeftirlitið eigi möguleika á að hitta á hann í einn klukkutíma á hverjum degi. Hann þarf líka að láta vita af því hvar hann gistir og hvar hann æfir. Í þessi þrjú skipti var Christian Coleman ekki þar sem hann átti að vera og því gat ekkert lyfjapróf farið fram. Coleman véfengir að minnsta kosti eitt þessara skipta. Christian Coleman varð bandarískur meistari í 100 metra hlaupi í síðasta mánuði þegar hann kom í mark á 9,99 sekúndum en áður hafði hann náð fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metrana á 9,81 sekúndu á Demantamóti í Stanford í Kaliforníu í júní.EXCLUSIVE: Olympic 100m favourite Christian Coleman 'has missed three drugs tests' to leave Usain Bolt's successor fighting for his reputation https://t.co/oYQITMiPnT | @Matt_Lawton_DMpic.twitter.com/7CxZsSF4K9 — MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2019 Coleman er 23 ár gamall og vann silfur á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í London 2017. Coleman er sjöundi fljótasti 100 metra hlaupari allra tíma. Hann setti síðan heimsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á síðasta ári. Eftir að Usain Bolt hætti bjuggust margir við því að Christian Coleman yrði næsta ofurstjarna spretthlaupanna en þessi vandræði gætu eyðilagt mikið fyrir honum. Coleman átti að keppa á Demantamóti í Birmingham síðasta föstudag en hætti við þátttöku þar.9.58 Bolt 9.69 Gay 9.69 Blake 9.72 Powell 9.74 Gatlin 9.78 Carter 9.78 Montgomery 9.79 Big Ben Johnson 9.79 Greene - payments to PED dealer 9.79 Coleman - 3 missed tests 9.80 Mullings 9.82 Richard Thompson — Edmund Willison (@honestsport_ew) August 22, 2019
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Sjá meira