Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, er yfirlýsingaglöð í viðtali við fótboltavefinn fotbolti.net en hún fór í spjall eftir að hún var valin besti leikmaður 14. umferðar Pepsi Max deildar kvenna.
Arna Sif segist ekki hafa verið ánægð með sína spilamennsku í sumar en hún skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Keflavík í síðasta leik.
Arna Sif er á sínu öðru tímabili með Þór/KA eftir að hún kom aftur úr atvinnumennsku á Ítalíu. Hún lék þar á undan í tvö ár með Val og þekkir því mjög vel til hjá Hlíðarendaliðinu.
Athygli vekja ummæli hennar um Valsliðið en meðan Arna lék með Valsliðinu þá enduðu Hlíðarendakonur í þriðja sæti bæði árin.
Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið með yfirburðarlið í Pepsi Max deildinni í sumar og há liðin tvö harða keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Arna Sif er hins vegar á því að Valur eigi að vinna þetta.
Valsliðið er eins og er með tveggja stiga forystu á Breiðablik en er líka með mun betri markatölu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Blikanna.
„Fyrir mér væri það einhver mesti skandall í sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi ef Valur myndi ekki taka þetta. Þær eru með svo rosalegt lið," sagði Arna Sif sem er þó ekki tilbúin að afskrifa Blikaliðið í þessum hálfgerða úrslitaleik sem er framundan.
Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Setur pressu á gamla liðið sitt: Mesti skandall í sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi ef Valur vinnur ekki
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn