Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. ágúst 2019 08:45 Merkel og Macron í París í nóvember síðastliðnum. Nordicphotos/Getty Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. Tók Merkel þannig undir með Emmanuel Macron Frakklandsforseta. „Húsið okkar er að brenna. Bókstaflega. Amasonfrumskógurinn, lungun sem framleiða fimmtung af súrefni jarðar, er alelda,“ sagði Frakkinn. Og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, er á sama máli. „Nú þegar við göngum í gegnum hnattræna loftslagskrísu höfum við ekki efni á því að slík auðlind súrefnis og fjölbreytts lífríkis skaðist meira.“ Öfgaíhaldsmaðurinn Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sagði ákall um að málið skyldi ræða á fundinum litast af nýlenduhyggju. Hann hefur sagt mögulegt að alþjóðleg samtök beri ábyrgð á eldunum til að koma óorði á stjórn sína en gengist við því að fyrir því séu engar sannanir. Á fimmtudag sagði hann svo, samkvæmt BBC, að bændur gætu verið að kveikja í skóginum til að rýma land. CNN hafði eftir leiðtogum umhverfisverndarsamtaka og rannsakendum í gær að mannfólk hefði kveikt meirihluta elda ársins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, sagði líklegast að nautgripabændur hefðu kveikt í til að fá meira beitiland. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Skógareldar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. Tók Merkel þannig undir með Emmanuel Macron Frakklandsforseta. „Húsið okkar er að brenna. Bókstaflega. Amasonfrumskógurinn, lungun sem framleiða fimmtung af súrefni jarðar, er alelda,“ sagði Frakkinn. Og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, er á sama máli. „Nú þegar við göngum í gegnum hnattræna loftslagskrísu höfum við ekki efni á því að slík auðlind súrefnis og fjölbreytts lífríkis skaðist meira.“ Öfgaíhaldsmaðurinn Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sagði ákall um að málið skyldi ræða á fundinum litast af nýlenduhyggju. Hann hefur sagt mögulegt að alþjóðleg samtök beri ábyrgð á eldunum til að koma óorði á stjórn sína en gengist við því að fyrir því séu engar sannanir. Á fimmtudag sagði hann svo, samkvæmt BBC, að bændur gætu verið að kveikja í skóginum til að rýma land. CNN hafði eftir leiðtogum umhverfisverndarsamtaka og rannsakendum í gær að mannfólk hefði kveikt meirihluta elda ársins. Haley Brink, veðurfræðingur CNN, sagði líklegast að nautgripabændur hefðu kveikt í til að fá meira beitiland.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Skógareldar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira