Ekki samur eftir systurmissinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2019 07:30 Ásgeir hefur bæði verið stimplaður langt til hægri og vinstri í gegnum tíðina. Sem hagfræðingur telur hann sig hafinn yfir pólitíska hugmyndafræði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Blaðamaður heimsótti nýskipaðan seðlabankastjóra á síðasta degi hans í Háskóla Íslands. Á skrifstofu Ásgeirs Jónssonar sést greinilega hvar áhugamálin liggja, því þar eru ógrynni af bókum upp um alla veggi, á borðum og meira að segja gólfinu, margar mjög gamlar. Ásgeir segist safna fornbókum og að sagnfræði, bókmenntir og íslenska séu hans ástríða. „Ég varð seint læs, átta eða níu ára gamall,“ segir Ásgeir. „Ég les öðruvísi en flestir, sé orðin eins og myndir. Mögulega er þetta tegund lesblindu en ég hef aldrei fengið greiningu. Mér gekk ekki vel þegar ég byrjaði í skóla og ég þráði heitt að geta lesið. Einn daginn, þegar ég fletti bók, náði ég loks samhenginu í stafrófinu – og gat lesið. Raunar svo að ég hef náð mjög miklum lestrarhraða sem hefur hjálpað mér mikið í námi og starfi.“ Ásgeir er fæddur í Ási í Noregi árið 1970, annar í röð sex systkina hjónanna Jóns Bjarnasonar og Ingibjargar Kolka Bergsteinsdóttur en Jón var þá við búfræðinám. Til ellefu ára aldurs ólst Ásgeir upp á Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi þar sem foreldrar hans stunduðu búskap og síðar á Hólum í Skagafirði þar sem Jón var skólastjóri. „Bjarnarhöfn liggur fjarri annarri byggð og ég lék mér mikið einn eða við dýrin, ég hef ábyggilega verið skrýtið barn,“ segir Ásgeir og brosir. „Við vorum með 700 kindur og við gengum með foreldrum okkar til verka. Þetta var hlunnindajörð með eyjum og við veiddum grásleppu, sel og lunda.“ Eins og margir bændasynir velti Ásgeir því fyrir sér að stunda sjálfur búskap í framtíðinni en bækurnar toguðu í hann. Árið 1981 fluttist fjölskyldan til Hóla í Hjaltadal. Hólar virðist hafa verið tilvalinn staður fyrir hann – og Ásgeir hefur á orði að í Skagafirðinum sé sterk þjóðleg menning. Þrettán ára fór hann á heimavist í Varmahlíð og sextán í Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist 1990.Lærði um lífið á spítalanum „Ég vissi ekkert hvað ég vildi gera eftir stúdentspróf,“ segir Ásgeir. „Ég sé raunar sjálfan mig oft í krökkunum sem koma hingað á háskóladeginum og þurfa að velja sér háskólanám.“ Að lokum varð líffræði fyrir valinu en Ásgeir hætti eftir aðeins eina önn. Þá ákvað hann að verða læknir og til undirbúnings fékk hann starf sem sérhæfður aðstoðarmaður á Landspítalanum. Ásgeir segist hafa öðlast dýrmæta reynslu á spítalanum og að allir ættu einhvern tímann að starfa við umönnun. „Þetta var afar mennskt og líkamlegt starf og ég lærði um lífið sjálft á spítalanum. Það var einnig aðdáunarvert að kynnast langveiku fólki sem hafði lært að sætta sig við sjúkdóminn. Það var mikil reisn yfir því.“ Þrátt fyrir þetta hætti Ásgeir við að fara í læknisnám. Hann óttaðist að vera of klaufskur til þess að skera eða sauma fólk, og jafnframt fannst honum læknisnámið vera of sérhæft. Leitin að framtíðarstarfinu hélt áfram og í millitíðinni fór hann á sjóinn sem háseti hjá Fiskiðjunni í Skagafirði. „Ólíkt aflakóngum víða um land þá hugsuðu Skagfirðingar fyrst og fremst um vinnsluna en ekki skipin. Ég sigldi því á einum elsta togara landsins. Þessi stefna átti eftir að gera Fiskiðjuna að einu fremsta útgerðarfyrirtæki landsins síðar meir.“ Hann var eitt ár á sjónum og starfið átti mjög vel við hann. „Ég verð aldrei sjóveikur – líklega vegna þess að ég er með svo lélegt jafnvægisskyn og þoldi veltinginn. En þegar ég hef prófað til dæmis jóga, þá verð ég mér til skammar því ég get varla staðið á öðrum fæti,“ segir Ásgeir og hlær. Ég er annars ættaður af Ströndum – forfeður mínir hafa stundað sjóinn mann fram að manni. Mér fannst mér ég alltaf hafa verið fæddur sjómaður. „Það var einstakt að vera á Íslandsmiðum. Ég man eftir mörgum ógleymanlegum vöktum á rúmsjó. Maður fær aðra sýn á þorpin, að koma siglandi að höfnunum.“ Það var á sjónum sem Ásgeir ákvað að nema hagfræði og fann loks fjölina sína. Folald Gvendar Jaka Árið 1994 var Ásgeir nýútskrifaður hagfræðingur og fékk starf hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún. Á þeim tíma hafði formaðurinn Gvendur jaki klofið ASÍ og stofnað Flóabandalagið svokallaða. Það stefndi í verkfall sem hefði lokað landinu, bæði höfnum og flugvöllum. Ásgeir segir verkalýðsforingjann hafa verið ógleymanlega persónu. „Hann hafði fengið nóg af gamla hagfræðingastóðinu hjá ASÍ og vildi fá „folald“. Þetta folald var sem sagt ég,“ segir Ásgeir brosandi. „Ég var aðeins 23 ára krakki, með enga reynslu og leist ekkert á blikuna. En þeir hjá Dagsbrún kölluðu mig alltaf háskólamanninn og settu mikla ábyrgð á mig sem þeir voru fullvissir um að ég réði við – þó ég sjálfur hefði efasemdir.“ Ásgeir var settur í fremstu víglínu áróðursstríðsins gegn Vinnuveitendasambandinu og á kvöldin kom hann oft heim ákveðinn í því að hætta og segja upp. Á endanum tókst þó að lenda góðum kjarasamningum. „Það var gaman að kynnast verkalýðshreyfingunni að innan. En mér var sagt að ég myndi aldrei fá vinnu eftir þetta því ég yrði stimplaður sem kommi,“ segir Ásgeir. „Það loddi við mig í einhvern tíma eftir þetta.“En hvar í hinu pólitíska rófi stendur Ásgeir? „Þeir sem eru lengi í hagfræði telja sig vera hafna yfir pólitíska hugmyndafræði,“ segir hann. „Ég geri það líka. Mér finnst merkilegt að hafa á sínum tíma verið kallaður kommúnisti en núna öfgasinnaður frjálshyggjumaður. Sjálfur tel ég mínar skoðanir ekki mikið öðruvísi en flestra annarra í minni stétt.“ Faðir Ásgeirs var bæði þingmaður og ráðherra Vinstri grænna og ekki hægt að sleppa því að nefna hann í tengslum við stjórnmálaskoðanir. „Það er gott á milli okkar feðga. Við höfum alltaf borið gagnkvæma virðingu hvor fyrir öðrum þó að við höfum ekki alltaf verið sammála um öll málefni,“ segir Ásgeir. „Í stjórnmálum erum við sammála um suma hluti en við höfum tekið mismunandi pól í hæðina varðandi annað. Við tökum okkar sjálfstæðu ákvarðanir og reynum ekki að snúa hvor öðrum. Ég nálgast hlutina út frá hagfræðimenntun minni en hann er meiri sveitamaður og rómantíker, sem er ekkert verra. Hann hefur stundum gefið mér ráð sem hann hefur sjálfur ekki farið eftir, eins og að taka ekki of eindregna afstöðu á opinberum vettvangi,“ segir Ásgeir og glottir við tönn. Fimm ára talþjálfun Eftir tímann hjá Dagsbrún ritstýrði Ásgeir efnahagstímaritinu Vísbendingu um stund og hélt svo til Bandaríkjanna í doktorsnám. Á þessum árum eignaðist hann líka börnin sín þrjú með þáverandi eiginkonu sinni, Gerði Bolladóttur. Ásgeir var ákveðinn í að fara alla leið í hagfræðinni og gerast háskólamaður. En þegar hann hóf að kenna nemendum í háskóla í Indiana-fylki kom upp vandamál. „Frá því að ég var barn átti ég í vandræðum með að tala. Ég stamaði mjög mikið og varð fyrir töluverðu aðkasti vegna þess. Þetta háði mér enn þá meira þegar ég þurfti að tala ensku við hóp nemenda og ég rakst á vegg,“ segir hann. Ásgeir var á styrk hjá háskólanum og var ákveðið að senda hann í talþjálfun hjá Indiana Speech and Hearing, sem að sögn hans er meðal þeirra fremstu í heiminum. Varð hans þjálfun að nokkurs konar tilraunaverkefni fyrir nemendur skólans. „Ég þarf einhvern tímann að senda skattborgurum í Indiana-fylki þakkarbréf fyrir að hafa borgað bæði hagfræðimenntunina og talþjálfunina fyrir mig,“ segir Ásgeir í gamni. „Vegna þessarar þjálfunar náði ég að mestu leyti að vinna bug á staminu – en það kostaði mikla vinnu. Ég tel sjálfur að það hafi ekki háð mér í þeim verkefnum sem ég hef síðan tekið að mér – og hef aldrei viljað nota þetta til þess að afsaka sjálfan mig.“ Skilur reiðina Ásgeir var áberandi á árunum í kringum bankahrunið, en þá var hann aðalhagfræðingur í greiningardeild Kaupþings og áberandi í fjölmiðlum. Ásgeir segist aldrei hafa stefnt á feril í banka en árið 2003 var hann beðinn að taka að sér starfið, þá 33 ára. „Þegar ég kom inn var búið að selja bankana og útrásin hafin,“ segir Ásgeir. „Mörg útrásarverkefni höfðu heppnast og stór alþjóðleg fyrirtæki sprottið upp eins og Bakkavör, Actavis, Marel og Össur. Þetta voru öflug rekstrarfélög og gekk vel.“ Hann segir að bankarnir hafi hitt á eins konar töfrastund. Árið 2000 sprakk hlutabréfabólan ytra og fyrstu íslenskur yfirtökurnar voru því á mjög hagstæðu verði. Aukinheldur hækkaði lánshæfi landsins upp í AAA árið 2002. Þannig skilaði útrásin undraverðum árangri í byrjun. „Það var ungt fólk sem stóð að útrásinni, mín kynslóð, fólk sem var að útskrifast úr háskólanum á sama tíma og EES-samningurinn tók gildi 1994 og landið opnaðist. Þau tóku yfir stjórn bankanna og fyrirtækjanna,“ segir hann. Hjá Kaupþingi sá Ásgeir meðal annars um að gera þjóðhagsspár. „Íslenska hagkerfið hefur svo margoft farið í gegnum öldudali – þar sem allar uppsveiflur hafa endað með gengisfalli og verðbólguskoti. Það sá ég svo sem alveg fyrir sem og að það yrði samdráttur á fasteignamarkaði. En þegar ég lít til baka átta ég mig á að bæði ég sjálfur og flestir aðrir voru frekar bláeygir á stöðu bankanna og hina miklu skuldsetningu sem hafði grafið um sig í atvinnulífinu.“ Vandann segir hann hafa hafist þegar útrásin hætti að snúast um uppbyggingu rekstrarfélaga eftir 2004 en snerist að því að koma á fót fjármálamiðstöð. Það gat landið engan veginn borið. Eftir að Ásgeir var skipaður í Seðlabankann hafa sumir rifjað upp þennan tíma á ferli hans með gagnrýnum augum. Ásgeir segist skilja þær raddir. „Ég held að ekkert okkar sem vorum í hringiðunni í kringum hrunið séum söm á eftir og ég hefði viljað standa öðruvísi að mörgum málum – eftir á að hyggja,“ segir hann. „Það vilja allir sem að þessu komu. Í hugum margra var ég andlit Kaupþings og ég skil reiðina vel. Ég sjálfur álít að þessi reynsla sé mjög verðmæt fyrir mig sem seðlabankastjóra – ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast.“ Þrátt fyrir skipbrot bankanna telur Ásgeir að útrásin hafi ekki verið alslæm. Það sem eftir stendur er að Íslendingar náðu að byggja upp stór alþjóðleg fyrirtæki sem enn eru starfrækt. Þá hafi stjórnvöld staðið vel að enduruppbyggingunni á árunum eftir hrunið og aðgerðir eins og neyðarlögin hafi gefið tækifæri á að endurfjármagna atvinnulífið. „Þjóðin öll dró mikinn lærdóm af hruninu, fyrirtækin, stjórnmálin og almenningur, og við erum mun varkárari en áður. Þetta sést hvað best á því hvernig fyrirtæki eru rekin í dag, með minni skuldsetningu og meiri fagmennsku.“ Fyrirvaralaust áfall Ásgeir tók þátt í því að endurreisa Arion banka úr rústum Kaupþings. En fertugur ákvað hann að segja skilið við fjármálageirann, að miklu leyti vegna systur sinnar, Katrínar Kolku, sem var þá orðin veik af krabbameini. Katrín lést árið 2011, aðeins 28 ára gömul, frá eiginmanni og ungum syni. Ásgeir segir að sjúkdómurinn hafi ágerst mjög hratt. „Þeim mun yngra sem fólk fær krabbamein, því hraðar gengur sjúkdómurinn fyrir sig. Hún greindist, gekkst undir meðferð og virtist vera læknuð. En síðan tók meinið sig upp aftur og hún fór á aðeins hálfu ári,“ segir hann. „Það var alveg hræðilegt að sjá hvernig sjúkdómurinn tók allt frá þessari ungu, fallegu og hraustu konu. Sjónina, hreyfigetuna og síðan lífið sjálft.“ Það tekur auðsjáanlega á að rifja upp þennan tíma. „Þetta var mikið og fyrirvaralaust áfall sem tók á alla fjölskylduna. Katrín hafði alltaf verið mjög hraust og fór betur með sig en flestir aðrir,“ segir Ásgeir. „Hvorki foreldrar mínir né systkini urðu söm á eftir og við höfum haldið betur saman eftir þetta. Þú ferð að skilja betur hvað skiptir máli í lífinu, eftir svona missi.“ Þegar ungt foreldri fellur frá er hætta á að tengsl barnsins við þann hluta fjölskyldunnar minnki. Ásgeir segir að faðir hans hafi upp frá þessu lagt höfuðáherslu á að styrkja rétt barna sem missa foreldri, því löggjafinn hafi skilgreint réttinn út frá foreldrum en ekki barni. Stórfjölskylda Ásgeirs hefur einnig haldið góðu sambandi við son Katrínar og eru hann og sonur Ásgeirs mjög nánir. Ásgeir býr í Laugarneshverfinu ásamt unnustu sinni, Helgu Viðarsdóttur. Helga er viðskiptafræðingur og fædd árið 1974 á Akranesi. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir sléttu ári en hún á fyrir tvö stálpuð börn. Helga rekur Spakur Finance sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármögnunar fyrirtækja, aðallega sprota. Hún situr jafnframt í stjórnum félaga og lífeyrissjóðsins Lífsverks.Helga rekur Spakur Finance sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármögnunar fyrirtækja, aðallega sprota. Hún situr jafnframt í stjórnum félaga og lífeyrissjóðsins Lífsverks.FBL/Sigtryggur AriÍ tímabundnu leyfi Ásgeiri finnst auðsjáanlega ekki auðvelt að kveðja Háskóla Íslands, en þar hefur hann starfað sem dósent og forseti hagfræðideildar. Hann samdi því um leyfi og mun snúa aftur eftir að embættistíð hans sem seðlabankastjóra lýkur. Ásgeir segir að störfin í háskólanum hafi gengið vel og nemendafjöldi í hagfræðideild hafi tvöfaldast í hans tíð sem deildarforseta. Að mati Ásgeirs eru háskólar sérstakir vinnustaðir og fólk sæki í þá vegna hins akademíska frelsis. Það er þó ekki alltaf friðsælt – enda eru það oft mörg stór egó sem takast á, segir hann. Kennslan sjálf á vel við Ásgeir en ástríðan liggur í fræðilegum skrifum og hyggst hann gera meira af því í framtíðinni. Hann segir að Seðlabankinn hafi verið eina starfið sem hefði getað togað hann úr háskólanum. „Ég er menntaður í peningamálahagfræði og þetta er mitt fag. Í raun ættu allir peningamálahagfræðingar að vilja vera seðlabankastjórar,“ segir Ásgeir sem ákvað að sækja um embættið í janúar síðastliðnum. „Í ljósi reynslu minnar og menntunar tel ég mig hafa margt fram að færa til þessarar þjónustu við þjóðina. En ég lít svo á að ég verði þar aðeins í takmarkaðan tíma.“ Peningastefna ekki einkamál hagfræðinga Sagt hefur verið að sá sem sitji í stól seðlabankastjóra sé sá valdamesti á landinu. Ásgeir vill þó ekki meina að svo sé enda séu völdin takmörkuð á mörgum stigum, til dæmis við ákvörðun stýrivaxta. Hann segir jafnframt að tilgangur bankans, að halda stöðugleika í fjármálakerfinu og peningamálum, sé mikilvægur en utanaðkomandi þættir í samfélaginu, svo sem ákvarðanir stjórnvalda og kjarasamningar, geti haft meiri áhrif en aðgerðir bankans sjálfs. Góð peningastefna sé hins vegar algerlega nauðsynleg til að passa upp á jafn lítinn gjaldmiðil og krónan er. Fyrsta verkefnið sem Ásgeir fær upp í hendurnar er að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið og í raun verður til ný og stærri stofnun með meiri slagkraft. Ásgeir bendir á að hann hafi víðtæka reynslu sem stjórnandi en hann komi ekki inn með ósveigjanlega stefnu heldur muni hann vinna í samstarfi við þá sem eru fyrir í bankanum. Ýmsar breytingar þurfi þó að gera í bankanum, til dæmis að auka gagnsæi. „Nútíma peningastefna kallast á við lýðræðið í landinu. Á hinum Norðurlöndunum sjáum við að starf seðlabanka hefur fallið mjög vel inn í samfélagssáttmálann. Það hefur ekki tekist nægilega vel hér,“ segir Ásgeir. „Peningastefna á ekki að vera einkamál hagfræðinga heldur þarf þjóðin að sjá hvað er verið að gera í bankanum og af hverju.“ Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Ásgeir Jónsson tekinn við sem seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. 20. ágúst 2019 10:15 Stýrivaxtalækkanir "gætu hæglega haldið áfram“ Ásgeir Jónsson, sem í dag tók við embætti seðlabankastjóra, segir að fækkun ferðmanna kalli á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. 20. ágúst 2019 11:18 Borgarstjóra blöskrar umræða um stam Seðlabankastjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. 22. ágúst 2019 13:05 Spá því að Ásgeir lækki stýrivexti um leið Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun þann 28. ágúst. 22. ágúst 2019 11:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Blaðamaður heimsótti nýskipaðan seðlabankastjóra á síðasta degi hans í Háskóla Íslands. Á skrifstofu Ásgeirs Jónssonar sést greinilega hvar áhugamálin liggja, því þar eru ógrynni af bókum upp um alla veggi, á borðum og meira að segja gólfinu, margar mjög gamlar. Ásgeir segist safna fornbókum og að sagnfræði, bókmenntir og íslenska séu hans ástríða. „Ég varð seint læs, átta eða níu ára gamall,“ segir Ásgeir. „Ég les öðruvísi en flestir, sé orðin eins og myndir. Mögulega er þetta tegund lesblindu en ég hef aldrei fengið greiningu. Mér gekk ekki vel þegar ég byrjaði í skóla og ég þráði heitt að geta lesið. Einn daginn, þegar ég fletti bók, náði ég loks samhenginu í stafrófinu – og gat lesið. Raunar svo að ég hef náð mjög miklum lestrarhraða sem hefur hjálpað mér mikið í námi og starfi.“ Ásgeir er fæddur í Ási í Noregi árið 1970, annar í röð sex systkina hjónanna Jóns Bjarnasonar og Ingibjargar Kolka Bergsteinsdóttur en Jón var þá við búfræðinám. Til ellefu ára aldurs ólst Ásgeir upp á Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi þar sem foreldrar hans stunduðu búskap og síðar á Hólum í Skagafirði þar sem Jón var skólastjóri. „Bjarnarhöfn liggur fjarri annarri byggð og ég lék mér mikið einn eða við dýrin, ég hef ábyggilega verið skrýtið barn,“ segir Ásgeir og brosir. „Við vorum með 700 kindur og við gengum með foreldrum okkar til verka. Þetta var hlunnindajörð með eyjum og við veiddum grásleppu, sel og lunda.“ Eins og margir bændasynir velti Ásgeir því fyrir sér að stunda sjálfur búskap í framtíðinni en bækurnar toguðu í hann. Árið 1981 fluttist fjölskyldan til Hóla í Hjaltadal. Hólar virðist hafa verið tilvalinn staður fyrir hann – og Ásgeir hefur á orði að í Skagafirðinum sé sterk þjóðleg menning. Þrettán ára fór hann á heimavist í Varmahlíð og sextán í Menntaskólann á Akureyri þaðan sem hann útskrifaðist 1990.Lærði um lífið á spítalanum „Ég vissi ekkert hvað ég vildi gera eftir stúdentspróf,“ segir Ásgeir. „Ég sé raunar sjálfan mig oft í krökkunum sem koma hingað á háskóladeginum og þurfa að velja sér háskólanám.“ Að lokum varð líffræði fyrir valinu en Ásgeir hætti eftir aðeins eina önn. Þá ákvað hann að verða læknir og til undirbúnings fékk hann starf sem sérhæfður aðstoðarmaður á Landspítalanum. Ásgeir segist hafa öðlast dýrmæta reynslu á spítalanum og að allir ættu einhvern tímann að starfa við umönnun. „Þetta var afar mennskt og líkamlegt starf og ég lærði um lífið sjálft á spítalanum. Það var einnig aðdáunarvert að kynnast langveiku fólki sem hafði lært að sætta sig við sjúkdóminn. Það var mikil reisn yfir því.“ Þrátt fyrir þetta hætti Ásgeir við að fara í læknisnám. Hann óttaðist að vera of klaufskur til þess að skera eða sauma fólk, og jafnframt fannst honum læknisnámið vera of sérhæft. Leitin að framtíðarstarfinu hélt áfram og í millitíðinni fór hann á sjóinn sem háseti hjá Fiskiðjunni í Skagafirði. „Ólíkt aflakóngum víða um land þá hugsuðu Skagfirðingar fyrst og fremst um vinnsluna en ekki skipin. Ég sigldi því á einum elsta togara landsins. Þessi stefna átti eftir að gera Fiskiðjuna að einu fremsta útgerðarfyrirtæki landsins síðar meir.“ Hann var eitt ár á sjónum og starfið átti mjög vel við hann. „Ég verð aldrei sjóveikur – líklega vegna þess að ég er með svo lélegt jafnvægisskyn og þoldi veltinginn. En þegar ég hef prófað til dæmis jóga, þá verð ég mér til skammar því ég get varla staðið á öðrum fæti,“ segir Ásgeir og hlær. Ég er annars ættaður af Ströndum – forfeður mínir hafa stundað sjóinn mann fram að manni. Mér fannst mér ég alltaf hafa verið fæddur sjómaður. „Það var einstakt að vera á Íslandsmiðum. Ég man eftir mörgum ógleymanlegum vöktum á rúmsjó. Maður fær aðra sýn á þorpin, að koma siglandi að höfnunum.“ Það var á sjónum sem Ásgeir ákvað að nema hagfræði og fann loks fjölina sína. Folald Gvendar Jaka Árið 1994 var Ásgeir nýútskrifaður hagfræðingur og fékk starf hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún. Á þeim tíma hafði formaðurinn Gvendur jaki klofið ASÍ og stofnað Flóabandalagið svokallaða. Það stefndi í verkfall sem hefði lokað landinu, bæði höfnum og flugvöllum. Ásgeir segir verkalýðsforingjann hafa verið ógleymanlega persónu. „Hann hafði fengið nóg af gamla hagfræðingastóðinu hjá ASÍ og vildi fá „folald“. Þetta folald var sem sagt ég,“ segir Ásgeir brosandi. „Ég var aðeins 23 ára krakki, með enga reynslu og leist ekkert á blikuna. En þeir hjá Dagsbrún kölluðu mig alltaf háskólamanninn og settu mikla ábyrgð á mig sem þeir voru fullvissir um að ég réði við – þó ég sjálfur hefði efasemdir.“ Ásgeir var settur í fremstu víglínu áróðursstríðsins gegn Vinnuveitendasambandinu og á kvöldin kom hann oft heim ákveðinn í því að hætta og segja upp. Á endanum tókst þó að lenda góðum kjarasamningum. „Það var gaman að kynnast verkalýðshreyfingunni að innan. En mér var sagt að ég myndi aldrei fá vinnu eftir þetta því ég yrði stimplaður sem kommi,“ segir Ásgeir. „Það loddi við mig í einhvern tíma eftir þetta.“En hvar í hinu pólitíska rófi stendur Ásgeir? „Þeir sem eru lengi í hagfræði telja sig vera hafna yfir pólitíska hugmyndafræði,“ segir hann. „Ég geri það líka. Mér finnst merkilegt að hafa á sínum tíma verið kallaður kommúnisti en núna öfgasinnaður frjálshyggjumaður. Sjálfur tel ég mínar skoðanir ekki mikið öðruvísi en flestra annarra í minni stétt.“ Faðir Ásgeirs var bæði þingmaður og ráðherra Vinstri grænna og ekki hægt að sleppa því að nefna hann í tengslum við stjórnmálaskoðanir. „Það er gott á milli okkar feðga. Við höfum alltaf borið gagnkvæma virðingu hvor fyrir öðrum þó að við höfum ekki alltaf verið sammála um öll málefni,“ segir Ásgeir. „Í stjórnmálum erum við sammála um suma hluti en við höfum tekið mismunandi pól í hæðina varðandi annað. Við tökum okkar sjálfstæðu ákvarðanir og reynum ekki að snúa hvor öðrum. Ég nálgast hlutina út frá hagfræðimenntun minni en hann er meiri sveitamaður og rómantíker, sem er ekkert verra. Hann hefur stundum gefið mér ráð sem hann hefur sjálfur ekki farið eftir, eins og að taka ekki of eindregna afstöðu á opinberum vettvangi,“ segir Ásgeir og glottir við tönn. Fimm ára talþjálfun Eftir tímann hjá Dagsbrún ritstýrði Ásgeir efnahagstímaritinu Vísbendingu um stund og hélt svo til Bandaríkjanna í doktorsnám. Á þessum árum eignaðist hann líka börnin sín þrjú með þáverandi eiginkonu sinni, Gerði Bolladóttur. Ásgeir var ákveðinn í að fara alla leið í hagfræðinni og gerast háskólamaður. En þegar hann hóf að kenna nemendum í háskóla í Indiana-fylki kom upp vandamál. „Frá því að ég var barn átti ég í vandræðum með að tala. Ég stamaði mjög mikið og varð fyrir töluverðu aðkasti vegna þess. Þetta háði mér enn þá meira þegar ég þurfti að tala ensku við hóp nemenda og ég rakst á vegg,“ segir hann. Ásgeir var á styrk hjá háskólanum og var ákveðið að senda hann í talþjálfun hjá Indiana Speech and Hearing, sem að sögn hans er meðal þeirra fremstu í heiminum. Varð hans þjálfun að nokkurs konar tilraunaverkefni fyrir nemendur skólans. „Ég þarf einhvern tímann að senda skattborgurum í Indiana-fylki þakkarbréf fyrir að hafa borgað bæði hagfræðimenntunina og talþjálfunina fyrir mig,“ segir Ásgeir í gamni. „Vegna þessarar þjálfunar náði ég að mestu leyti að vinna bug á staminu – en það kostaði mikla vinnu. Ég tel sjálfur að það hafi ekki háð mér í þeim verkefnum sem ég hef síðan tekið að mér – og hef aldrei viljað nota þetta til þess að afsaka sjálfan mig.“ Skilur reiðina Ásgeir var áberandi á árunum í kringum bankahrunið, en þá var hann aðalhagfræðingur í greiningardeild Kaupþings og áberandi í fjölmiðlum. Ásgeir segist aldrei hafa stefnt á feril í banka en árið 2003 var hann beðinn að taka að sér starfið, þá 33 ára. „Þegar ég kom inn var búið að selja bankana og útrásin hafin,“ segir Ásgeir. „Mörg útrásarverkefni höfðu heppnast og stór alþjóðleg fyrirtæki sprottið upp eins og Bakkavör, Actavis, Marel og Össur. Þetta voru öflug rekstrarfélög og gekk vel.“ Hann segir að bankarnir hafi hitt á eins konar töfrastund. Árið 2000 sprakk hlutabréfabólan ytra og fyrstu íslenskur yfirtökurnar voru því á mjög hagstæðu verði. Aukinheldur hækkaði lánshæfi landsins upp í AAA árið 2002. Þannig skilaði útrásin undraverðum árangri í byrjun. „Það var ungt fólk sem stóð að útrásinni, mín kynslóð, fólk sem var að útskrifast úr háskólanum á sama tíma og EES-samningurinn tók gildi 1994 og landið opnaðist. Þau tóku yfir stjórn bankanna og fyrirtækjanna,“ segir hann. Hjá Kaupþingi sá Ásgeir meðal annars um að gera þjóðhagsspár. „Íslenska hagkerfið hefur svo margoft farið í gegnum öldudali – þar sem allar uppsveiflur hafa endað með gengisfalli og verðbólguskoti. Það sá ég svo sem alveg fyrir sem og að það yrði samdráttur á fasteignamarkaði. En þegar ég lít til baka átta ég mig á að bæði ég sjálfur og flestir aðrir voru frekar bláeygir á stöðu bankanna og hina miklu skuldsetningu sem hafði grafið um sig í atvinnulífinu.“ Vandann segir hann hafa hafist þegar útrásin hætti að snúast um uppbyggingu rekstrarfélaga eftir 2004 en snerist að því að koma á fót fjármálamiðstöð. Það gat landið engan veginn borið. Eftir að Ásgeir var skipaður í Seðlabankann hafa sumir rifjað upp þennan tíma á ferli hans með gagnrýnum augum. Ásgeir segist skilja þær raddir. „Ég held að ekkert okkar sem vorum í hringiðunni í kringum hrunið séum söm á eftir og ég hefði viljað standa öðruvísi að mörgum málum – eftir á að hyggja,“ segir hann. „Það vilja allir sem að þessu komu. Í hugum margra var ég andlit Kaupþings og ég skil reiðina vel. Ég sjálfur álít að þessi reynsla sé mjög verðmæt fyrir mig sem seðlabankastjóra – ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast.“ Þrátt fyrir skipbrot bankanna telur Ásgeir að útrásin hafi ekki verið alslæm. Það sem eftir stendur er að Íslendingar náðu að byggja upp stór alþjóðleg fyrirtæki sem enn eru starfrækt. Þá hafi stjórnvöld staðið vel að enduruppbyggingunni á árunum eftir hrunið og aðgerðir eins og neyðarlögin hafi gefið tækifæri á að endurfjármagna atvinnulífið. „Þjóðin öll dró mikinn lærdóm af hruninu, fyrirtækin, stjórnmálin og almenningur, og við erum mun varkárari en áður. Þetta sést hvað best á því hvernig fyrirtæki eru rekin í dag, með minni skuldsetningu og meiri fagmennsku.“ Fyrirvaralaust áfall Ásgeir tók þátt í því að endurreisa Arion banka úr rústum Kaupþings. En fertugur ákvað hann að segja skilið við fjármálageirann, að miklu leyti vegna systur sinnar, Katrínar Kolku, sem var þá orðin veik af krabbameini. Katrín lést árið 2011, aðeins 28 ára gömul, frá eiginmanni og ungum syni. Ásgeir segir að sjúkdómurinn hafi ágerst mjög hratt. „Þeim mun yngra sem fólk fær krabbamein, því hraðar gengur sjúkdómurinn fyrir sig. Hún greindist, gekkst undir meðferð og virtist vera læknuð. En síðan tók meinið sig upp aftur og hún fór á aðeins hálfu ári,“ segir hann. „Það var alveg hræðilegt að sjá hvernig sjúkdómurinn tók allt frá þessari ungu, fallegu og hraustu konu. Sjónina, hreyfigetuna og síðan lífið sjálft.“ Það tekur auðsjáanlega á að rifja upp þennan tíma. „Þetta var mikið og fyrirvaralaust áfall sem tók á alla fjölskylduna. Katrín hafði alltaf verið mjög hraust og fór betur með sig en flestir aðrir,“ segir Ásgeir. „Hvorki foreldrar mínir né systkini urðu söm á eftir og við höfum haldið betur saman eftir þetta. Þú ferð að skilja betur hvað skiptir máli í lífinu, eftir svona missi.“ Þegar ungt foreldri fellur frá er hætta á að tengsl barnsins við þann hluta fjölskyldunnar minnki. Ásgeir segir að faðir hans hafi upp frá þessu lagt höfuðáherslu á að styrkja rétt barna sem missa foreldri, því löggjafinn hafi skilgreint réttinn út frá foreldrum en ekki barni. Stórfjölskylda Ásgeirs hefur einnig haldið góðu sambandi við son Katrínar og eru hann og sonur Ásgeirs mjög nánir. Ásgeir býr í Laugarneshverfinu ásamt unnustu sinni, Helgu Viðarsdóttur. Helga er viðskiptafræðingur og fædd árið 1974 á Akranesi. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir sléttu ári en hún á fyrir tvö stálpuð börn. Helga rekur Spakur Finance sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármögnunar fyrirtækja, aðallega sprota. Hún situr jafnframt í stjórnum félaga og lífeyrissjóðsins Lífsverks.Helga rekur Spakur Finance sem er ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármögnunar fyrirtækja, aðallega sprota. Hún situr jafnframt í stjórnum félaga og lífeyrissjóðsins Lífsverks.FBL/Sigtryggur AriÍ tímabundnu leyfi Ásgeiri finnst auðsjáanlega ekki auðvelt að kveðja Háskóla Íslands, en þar hefur hann starfað sem dósent og forseti hagfræðideildar. Hann samdi því um leyfi og mun snúa aftur eftir að embættistíð hans sem seðlabankastjóra lýkur. Ásgeir segir að störfin í háskólanum hafi gengið vel og nemendafjöldi í hagfræðideild hafi tvöfaldast í hans tíð sem deildarforseta. Að mati Ásgeirs eru háskólar sérstakir vinnustaðir og fólk sæki í þá vegna hins akademíska frelsis. Það er þó ekki alltaf friðsælt – enda eru það oft mörg stór egó sem takast á, segir hann. Kennslan sjálf á vel við Ásgeir en ástríðan liggur í fræðilegum skrifum og hyggst hann gera meira af því í framtíðinni. Hann segir að Seðlabankinn hafi verið eina starfið sem hefði getað togað hann úr háskólanum. „Ég er menntaður í peningamálahagfræði og þetta er mitt fag. Í raun ættu allir peningamálahagfræðingar að vilja vera seðlabankastjórar,“ segir Ásgeir sem ákvað að sækja um embættið í janúar síðastliðnum. „Í ljósi reynslu minnar og menntunar tel ég mig hafa margt fram að færa til þessarar þjónustu við þjóðina. En ég lít svo á að ég verði þar aðeins í takmarkaðan tíma.“ Peningastefna ekki einkamál hagfræðinga Sagt hefur verið að sá sem sitji í stól seðlabankastjóra sé sá valdamesti á landinu. Ásgeir vill þó ekki meina að svo sé enda séu völdin takmörkuð á mörgum stigum, til dæmis við ákvörðun stýrivaxta. Hann segir jafnframt að tilgangur bankans, að halda stöðugleika í fjármálakerfinu og peningamálum, sé mikilvægur en utanaðkomandi þættir í samfélaginu, svo sem ákvarðanir stjórnvalda og kjarasamningar, geti haft meiri áhrif en aðgerðir bankans sjálfs. Góð peningastefna sé hins vegar algerlega nauðsynleg til að passa upp á jafn lítinn gjaldmiðil og krónan er. Fyrsta verkefnið sem Ásgeir fær upp í hendurnar er að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið og í raun verður til ný og stærri stofnun með meiri slagkraft. Ásgeir bendir á að hann hafi víðtæka reynslu sem stjórnandi en hann komi ekki inn með ósveigjanlega stefnu heldur muni hann vinna í samstarfi við þá sem eru fyrir í bankanum. Ýmsar breytingar þurfi þó að gera í bankanum, til dæmis að auka gagnsæi. „Nútíma peningastefna kallast á við lýðræðið í landinu. Á hinum Norðurlöndunum sjáum við að starf seðlabanka hefur fallið mjög vel inn í samfélagssáttmálann. Það hefur ekki tekist nægilega vel hér,“ segir Ásgeir. „Peningastefna á ekki að vera einkamál hagfræðinga heldur þarf þjóðin að sjá hvað er verið að gera í bankanum og af hverju.“
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Ásgeir Jónsson tekinn við sem seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. 20. ágúst 2019 10:15 Stýrivaxtalækkanir "gætu hæglega haldið áfram“ Ásgeir Jónsson, sem í dag tók við embætti seðlabankastjóra, segir að fækkun ferðmanna kalli á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. 20. ágúst 2019 11:18 Borgarstjóra blöskrar umræða um stam Seðlabankastjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. 22. ágúst 2019 13:05 Spá því að Ásgeir lækki stýrivexti um leið Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun þann 28. ágúst. 22. ágúst 2019 11:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ásgeir Jónsson tekinn við sem seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. 20. ágúst 2019 10:15
Stýrivaxtalækkanir "gætu hæglega haldið áfram“ Ásgeir Jónsson, sem í dag tók við embætti seðlabankastjóra, segir að fækkun ferðmanna kalli á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. 20. ágúst 2019 11:18
Borgarstjóra blöskrar umræða um stam Seðlabankastjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, getur ekki orða bundist yfir því hve margir leggja lykkju á leið sinni í umræðu um nýjan Seðlabankastjóra til að gera lítið úr þeirri staðreynd að hann stami. 22. ágúst 2019 13:05
Spá því að Ásgeir lækki stýrivexti um leið Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun þann 28. ágúst. 22. ágúst 2019 11:37