Sextíu og fimm bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2019 12:15 Frá fundinum á Selfossi þar sem Björn Magnússon vakti athygli á gríðarlegum vanda á lyflækningadeild sjúkrahússins á Selfossi þar sem tólf af fjórtán rúmum, sem eiga að standa Sunnlendingum til boða eru teppt af sjúklingum, sem bíða eftir því að komast inn á hjúkrunarheimili. Björn er lengst til vinstri á myndinni í fremstu röðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira