Valur vann 1-5 sigur á Fylki í Árbænum. Fyrir leikinn voru Fylkiskonur búnar að vinna fjóra leiki í röð.
Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val og Elísa Viðarsdóttir eitt. Elín Metta og Hlín eru markahæstar í deildinni með 15 mörk hvor.
Marija Radojicic skoraði mark Fylkis sem er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig.

Agla María Albertsdóttir kom Blikum yfir á 20. mínútu eftir sendingu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Eftir klukkutíma leik skoraði Alexandra Jóhannsdóttir annað mark heimakvenna. Aftur átti Karólína Lea stoðsendinguna.
Stjarnan er í 7. sæti deildarinnar með 16 stig, sex stigum frá fallsæti.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
KR vann gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík, 1-2, í botnbaráttunni og Selfoss fór upp fyrir Þór/KA í 3. sætið með sigri í leik liðanna á Akureyri.
Leik ÍBV og HK/Víkings var frestað vegna veðurs.