Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 10:02 Björgunarsveitarfólk reynir að hjálpa hvalnum. Vísir/Vilhelm Grindhvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. Hvalurinn er á svipuðum slóðum og hrefna strandaði í lok maí sem vakti nokkra athygli. Nokkrir vegfarendur á Granda hafa látið fréttastofu vita af tilvist hvalarins. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á ferðinni í morgun og myndaði hvalinn á svamli.Uppfært klukkan 10:07Hvalurinn færist enn nær landi og virðist kominn í einhvern vanda. Hvalaskoðunarbátur er kominn á svæðið.Uppfært klukkan 10:35Verið er að reyna að hjálpa hvalinum. Aðgerðir standa yfir.Uppfært klukkan 11:03Óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarsveita sem eru á leið á staðinn.Uppfært klukkan 11:44 Björgunarsveitarfólk er komið í sjóinn og er að reyna að hjálpa hvalnum.Uppfært klukkan 14:37 Um tíu björgunarsveitarmenn reyna enn að koma hvalnum á sjó út. Hann virðist áttaviltur og leitar alltaf aftur í átt að landi.Uppfært klukkan 15:27 Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að einn björgunarsveitarbátur standi vaktina þessa stundina og reyni að halda hvalnum frá landi. Hann sé greinilega ringlaður og virðist ekki rata á haf út. Hvalurinn er kominn úr grynningum en björgunarsveitarfólk bíður eftir frekari ráðleggingum frá dýralækni um næstu skref.Þeir sem tök hafa verða ekki sviknir af því að kíkja út á Granda og fylgjast með hvalnum.Vísir/VilhelmHvalurinn á Granda í morgun.Vísir/VilhelmHvalurinn í basli við Granda.Vísir/VilhelmHvalurinn er í vandræðum og er verið að reyna að koma honum til aðstoðar.Vísir/VilhelmTöluverður fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í fjöru til að fylgjast með gangi mála.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarfólk reynir hvað það getur að koma hvalnum frá landi. Hann leitar hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Grindhvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. Hvalurinn er á svipuðum slóðum og hrefna strandaði í lok maí sem vakti nokkra athygli. Nokkrir vegfarendur á Granda hafa látið fréttastofu vita af tilvist hvalarins. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á ferðinni í morgun og myndaði hvalinn á svamli.Uppfært klukkan 10:07Hvalurinn færist enn nær landi og virðist kominn í einhvern vanda. Hvalaskoðunarbátur er kominn á svæðið.Uppfært klukkan 10:35Verið er að reyna að hjálpa hvalinum. Aðgerðir standa yfir.Uppfært klukkan 11:03Óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarsveita sem eru á leið á staðinn.Uppfært klukkan 11:44 Björgunarsveitarfólk er komið í sjóinn og er að reyna að hjálpa hvalnum.Uppfært klukkan 14:37 Um tíu björgunarsveitarmenn reyna enn að koma hvalnum á sjó út. Hann virðist áttaviltur og leitar alltaf aftur í átt að landi.Uppfært klukkan 15:27 Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að einn björgunarsveitarbátur standi vaktina þessa stundina og reyni að halda hvalnum frá landi. Hann sé greinilega ringlaður og virðist ekki rata á haf út. Hvalurinn er kominn úr grynningum en björgunarsveitarfólk bíður eftir frekari ráðleggingum frá dýralækni um næstu skref.Þeir sem tök hafa verða ekki sviknir af því að kíkja út á Granda og fylgjast með hvalnum.Vísir/VilhelmHvalurinn á Granda í morgun.Vísir/VilhelmHvalurinn í basli við Granda.Vísir/VilhelmHvalurinn er í vandræðum og er verið að reyna að koma honum til aðstoðar.Vísir/VilhelmTöluverður fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í fjöru til að fylgjast með gangi mála.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarfólk reynir hvað það getur að koma hvalnum frá landi. Hann leitar hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira