Tunga hrefnunnar tútnaði út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 16:35 Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en það er væntanlega ekki mjög langt síðan. vísir/vilhelm Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi. Hann segir að belgurinn sem var fremst á hræinu hafi verið tunga dýrsins sem tútnaði út, sennilega vegna gerjunarinnar innan í dýrinu. Loftið lendi þannig inni í tungunni. Belgurinn sprakk ekki eins og einhverjir höfðu ef til vill búist við heldur lak loftið úr henni þar sem líklegast hefur komið smá gat á belginn. Hafrannsóknarstofnun tekur sýni úr hræinu áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig því verði fargað en Umhverfisstofnun kemur að þeim þætti málsins samkvæmt verklagsreglum MAST um hvalreka. Sverrir segir að hann hafi komist nægilega vel að hræinu í dag þar sem það var umflotið sjó. Hann muni hins vegar freista þess að ná sýnum klukkan 18 í dag þegar það á að vera fjara.Taka ýmis sýni úr hræinu Aðspurður hvenær hrefnan dó segist hann telja að það sé ekki mjög langt síðan. Ástandið á hræinu virðist benda til þess að það hafi kannski verið einhvern tímann í síðustu viku. „Það hefur verið frekar svalt og sjórinn kaldur þannig að þetta geymist ágætlega í sjónum,“ segir Sverrir Hann segir ekki vitað enn þá hvað dýrið er gamalt en segir þetta meðalstórt, fullorðið kvendýr. Sverrir segir það fara dálítið eftir tegundum hvaða sýni séu tekin úr hræjum sem reka á land. „Við eigum töluvert safn af hrefnusýnum en við reynum að fá erfðasýni úr öllu, kjöt- og spiksýni upp á orku og mengun og kynfæri fyrir kynþroska og afkomu,“ segir Sverrir. Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15 Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi. Hann segir að belgurinn sem var fremst á hræinu hafi verið tunga dýrsins sem tútnaði út, sennilega vegna gerjunarinnar innan í dýrinu. Loftið lendi þannig inni í tungunni. Belgurinn sprakk ekki eins og einhverjir höfðu ef til vill búist við heldur lak loftið úr henni þar sem líklegast hefur komið smá gat á belginn. Hafrannsóknarstofnun tekur sýni úr hræinu áður en tekin er ákvörðun um hvort og hvernig því verði fargað en Umhverfisstofnun kemur að þeim þætti málsins samkvæmt verklagsreglum MAST um hvalreka. Sverrir segir að hann hafi komist nægilega vel að hræinu í dag þar sem það var umflotið sjó. Hann muni hins vegar freista þess að ná sýnum klukkan 18 í dag þegar það á að vera fjara.Taka ýmis sýni úr hræinu Aðspurður hvenær hrefnan dó segist hann telja að það sé ekki mjög langt síðan. Ástandið á hræinu virðist benda til þess að það hafi kannski verið einhvern tímann í síðustu viku. „Það hefur verið frekar svalt og sjórinn kaldur þannig að þetta geymist ágætlega í sjónum,“ segir Sverrir Hann segir ekki vitað enn þá hvað dýrið er gamalt en segir þetta meðalstórt, fullorðið kvendýr. Sverrir segir það fara dálítið eftir tegundum hvaða sýni séu tekin úr hræjum sem reka á land. „Við eigum töluvert safn af hrefnusýnum en við reynum að fá erfðasýni úr öllu, kjöt- og spiksýni upp á orku og mengun og kynfæri fyrir kynþroska og afkomu,“ segir Sverrir.
Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15 Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. 28. maí 2019 15:15
Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48