Mjög óþægileg upplifun en hrósar flugmönnunum fyrir fumlaus viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 14:30 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var um borð í vélinni sem snúa þurfti við. Vísir/Egill Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30