"Dauðir fuglar valda ekki hættu fyrir flugvélarnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 22:09 Flugvélin varð fyrir miklu tjóni þegar hún flaug inn í gæsager á Reykjavíkurflugvelli í dag. Myndin er af Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“ Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Sjúkraflugvél frá Mýflugi rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í dag. Enginn slasaðist en tveir sjúklingar voru um borð í vélinni ásamt sjúkraflutningamanni. Þá hafi talsverðar skemmdir orðið á vélinni. Þetta segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, í samtali við fréttastofu Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins. Leifur segir sjúklingana tvo hafa verið á leiðinni með sjúkraflugi frá Reykjavík til Akureyrar eftir að hafa þegið læknisþjónustu. Þá hafi sjúkrabílar verið sendir upp á flugvöll til að færa þá aftur á sjúkrahús. Eiginmaður annars sjúklingsins var um borð í vélinni með konu sinni og lýsti hann því í samtali við Ríkisútvarpið hvernig flugvélin hafi hrist skyndilega og fengið á sig mikið högg. Flugmennirnir hafi þá brugðist hratt við og stöðvað flugvélina. Vélin varð fyrir miklum skemmdum og segir Leifur að orðið hafi margra milljóna króna tjón sem flugfélagið þurfi að greiða. Vélin, sem er helsta sjúkraflutningavél félagsins, verði frá í nokkra daga, jafnvel vikur. Leifur segir gríðarlega hættu skapast af þeirri ofgnótt gæsa sem býr í Vatnsmýrinni og gera þurfi eitthvað svo ekki fari enn verr en gerði í dag. Hann hafi lýst áhyggjum sínum við Isavia en ekkert hafi verið gert í málunum. „Okkar gagnrýni er á það að þeir séu ekki að gera nóg. Það er mjög mikið af fuglum þegar maður er að fara í loftið þarna. Þá eru bara flotar af gæsum á milli brautanna.“ Hann segir ástandið ekki svona á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Leifur segir einu lausnina til að losna við fuglinn að skjóta hann. „Ég get lofað þér einu. Það er það að dauðir fuglar þeir valda ekki hættu fyrir flugvélarnar.“
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira