Erfiðleikar í innanlandsflugi Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. ágúst 2019 07:00 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýrinni. Fréttablaðið/Ernir Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega sem fara um íslenska flugvelli það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Á síðasta ári voru farþegar í innanlandsflugi rúmlega 737 þúsund talsins en voru tæplega 772 þúsund árið áður. Nokkrar sveiflur hafa verið í farþegafjölda síðustu ár en mikil fækkun hefur orðið frá 2005 til 2009. Þá var fjöldi farþega í innanlandsflugi á bilinu 815 til 932 þúsund.Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Ernir„Það er mjög alvarleg staða komin upp í innanlandsfluginu og ég hef tekið hana mjög alvarlega og fylgst með þessari þróun undanfarin ár. Rekstur innanlandsflugs er erfiður eins og reyndar í mest öllum flugrekstri á Íslandi,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri. Hann segist leggja mikla áherslu á skosku leiðina til að styrkja innanlandsflug en hún felist í opinberum niðurgreiðslum á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu. „Ég vil gjarnan í nýrri flugstefnu sem er nú í mótun sjá tekið á þessu og hún samþætt við aðrar stefnur eins og byggðastefnu. Það yrði mjög alvarleg staða sem kæmi upp ef innanlandsflug heldur áfram að veikjast og veikjast.“ Miklu skipti hvernig stjórnvöld hyggist bregðast heildrænt við. „Það er lykilatriði fyrir byggð í landinu og byggðaþróun að til staðar sé sterkt innanlandsflug fyrir þær byggðir sem fjærst eru borginni.“ Hann telur að ekki sé ekki neinn áhugi á því meðal þjóðarinnar að Ísland breytist í borgríki. „Eins leiðinlegt og slíkt samfélag yrði. Því er þó ekki að neita að við erum komin býsna langt í þeirri þróun. Við þurfum að sporna við þeirri þróun“. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir efnahagsástandið hafa mikil áhrif sem og fækkun ferðamanna. „Við höfum á öllu þessu ári verið að aðlaga rekstur okkar að þessari stöðu en eigum eftir að sjá hvernig veturinn kemur út.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Töluverður samdráttur hefur verið í fjölda farþega sem fara um íslenska flugvelli það sem af er ári. Þannig fækkaði farþegum á Reykjavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði ársins um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Á síðasta ári voru farþegar í innanlandsflugi rúmlega 737 þúsund talsins en voru tæplega 772 þúsund árið áður. Nokkrar sveiflur hafa verið í farþegafjölda síðustu ár en mikil fækkun hefur orðið frá 2005 til 2009. Þá var fjöldi farþega í innanlandsflugi á bilinu 815 til 932 þúsund.Njáll Trausti Friðbertsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/Ernir„Það er mjög alvarleg staða komin upp í innanlandsfluginu og ég hef tekið hana mjög alvarlega og fylgst með þessari þróun undanfarin ár. Rekstur innanlandsflugs er erfiður eins og reyndar í mest öllum flugrekstri á Íslandi,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri. Hann segist leggja mikla áherslu á skosku leiðina til að styrkja innanlandsflug en hún felist í opinberum niðurgreiðslum á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu. „Ég vil gjarnan í nýrri flugstefnu sem er nú í mótun sjá tekið á þessu og hún samþætt við aðrar stefnur eins og byggðastefnu. Það yrði mjög alvarleg staða sem kæmi upp ef innanlandsflug heldur áfram að veikjast og veikjast.“ Miklu skipti hvernig stjórnvöld hyggist bregðast heildrænt við. „Það er lykilatriði fyrir byggð í landinu og byggðaþróun að til staðar sé sterkt innanlandsflug fyrir þær byggðir sem fjærst eru borginni.“ Hann telur að ekki sé ekki neinn áhugi á því meðal þjóðarinnar að Ísland breytist í borgríki. „Eins leiðinlegt og slíkt samfélag yrði. Því er þó ekki að neita að við erum komin býsna langt í þeirri þróun. Við þurfum að sporna við þeirri þróun“. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir efnahagsástandið hafa mikil áhrif sem og fækkun ferðamanna. „Við höfum á öllu þessu ári verið að aðlaga rekstur okkar að þessari stöðu en eigum eftir að sjá hvernig veturinn kemur út.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira