Foreldrar tvístígandi: „Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:56 Rakaskemmdir komu í ljós á síðasta ári en framkvæmdir hófust í vor. Skólastarf hófst með formlegum hætti í gær en foreldrar eru tvístígandi. Vísir/Vilhelm Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29. Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29.
Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07