Foreldrar tvístígandi: „Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 10:56 Rakaskemmdir komu í ljós á síðasta ári en framkvæmdir hófust í vor. Skólastarf hófst með formlegum hætti í gær en foreldrar eru tvístígandi. Vísir/Vilhelm Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29. Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Foreldrar í Varmárskóla í Mosfellsbæ eru tvístígandi um að senda börnin sín í skólann vegna loftgæðamála. Nokkrir foreldrar hafa þá brugðið á það ráð að halda börnum sínum frá skóla en skólahald hófst í gær. Þetta kemur fram í skeyti frá foreldrafélagi Varmárskóla en Sigríður Ingólfsdóttir meðstjórnandi og skólaráðsfulltrúi foreldrafélags Varmárskóla segir í samtali við fréttastofu að foreldrar gagnrýni skort á upplýsingaflæði frá skólayfirvöldum. Foreldar séu margir hverjir afar áhyggjufullir vegna stöðu mála. „Þó nokkuð mörg börn eru með einkenni og þess vegna er fólk tvístígandi. Á ég að senda barnið mitt sem er með einkenni? Er þetta komið í lag? Verður þetta meira álag á barnið mitt og allt þetta,“ segir Sigríður að foreldrar spyrji sig nú. Foreldrafélagið hefur í sjálfboðavinnu í rúm tvö ár þrýst á bæjarstjórn að láta laga rakaskemmdir í skólanum. „Skýrslunni hefur verið stungið undir stól. Bærinn hefur einhvern veginn aldrei viljað ganga í þetta eða viðurkenna þetta og alltaf haldið að þetta væri minna en þetta raunverulega er,“ segir Sigríður sem bætir við: „Svo var farið í mjög miklar framkvæmdir í sumar loksins en það er svolítið mikið eftir. Það sem hefur verið byrjað á það er mjög vel gert. Það þarf að halda því til haga“. Stjórn foreldrafélagsins gagnrýnir að skólahald sé þegar hafið í húsnæðinu í ljósi þess að framkvæmdir eru enn í gangi. Loftgæði séu slæm í yngri deild vegna framkvæmdanna og fjölmörg rými enn með rakaskemmdum. Bæjaryfirvöld og skólastjórnendur hefðu bæði þurft að gera ráðstafanir og veita foreldrum nánari upplýsingar. „Þarna er búið að vera að nota fullt af alls konar efnum; lím og Epoxy þannig að um leið og maður er þarna inni líður manni ekkert sérstaklega vel þótt maður sé bara í korter eða hálftíma.“ Skólayfirvöld í Mosfellsbæ segja í tilkynningu til fjölmiðla að upplýsingamiðlun um stöðu mála á Varmárskóla hafi verið samfelld í allt sumar. Húsnæðið sé tilbúið til kennslu en nánar má lesa tilkynninguna hér að neðan.Fréttatilkynning frá Mosfellsbæ vegna yfirlýsingar stjórnar foreldrafélagsins:Upplýsingamiðlun um stöðu viðhalds og endurbóta á Varmárskóla hefur verið samfelld í allt sumar og skólastjórnendur hafa lagt sig fram um að tryggja að foreldrar barna í Varmárskóla búi yfir upplýsingum um stöðu framkvæmda á hverjum tíma.Skólastjórnendur í Varmárskóla, fulltrúar umhverfissviðs og verkfræðistofunnar EFLU munu á næstu dögum funda með foreldrum í hverjum árgangi fyrir sig og meðal annars fjalla um stöðu framkvæmdanna sem er lokið í öllum meginatriðum.Skólahúsnæði Varmárskóla er tilbúið til kennslu.Mosfellsbær hefur í hvívetna fylgt leiðbeiningum sérfræðinga EFLU í þeim endurbótum og viðhaldi sem staðið hafa yfir í Varmárskóla í sumar.Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Mosfellsbæjar klukkan 12:29.
Heilbrigðismál Heilsa Mosfellsbær Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Ráðast í heildarúttekt til að sefa áhyggjur foreldra Íbúar og skólasamfélagið fái að njóta vafans. 21. mars 2019 11:07