Slökkviliðsmenn og lögreglumenn brugðust hratt við vegna tilkynningar um reyk út um glugga á þriðju hæð fjölbýlishúss við Framnesveg í Reykjavík á öðrum tímanum í dag.
Fimm mínútum eftir að útkallið barst höfðu viðbragðsaðilar náð að tryggja öryggi á aðstæðum á vettvangi en húsráðandi, sem ekki var heima, hafði gleymt potti á hellu með fyrrgreindum afleiðingum.
Engum varð meint af að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og er búið að reykræsta íbúðina.
