Mikil ókyrrð á Keflavíkurflugvelli vegna breytinga á vaktakerfi starfsmanna Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 14:13 Breytingarnar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. FBL/ERnir Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Isavia vinnur nú að breytingum á vaktakerfi starfsmanna sem sinna öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Um 180 til 190 starfsmenn sinna öryggisleitinni en þessar breytingar eru liður í hagræðingaraðgerðum Isavia vegna minni umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri stéttarfélags segir þessar breytingar valda mikilli ókyrrð meðal starfsfólks. Í lok maí var 19 starfsmönnum sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli og fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall. Þar var meðal annars um að ræða starfsmenn í öryggisleit og ferðaþjónustu. Var það gert í kjölfar gjaldþrots WOW air og kyrrsetningu MAX-véla Boeing sem höfðu mikil áhrif á flugrekstur Icelandair, að því er kemur fram í skriflegu svari Isavia til Vísis. WOW air var næststærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli en brotthvarf félagsins hafði mikil áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar. Þegar tilkynnt var um uppsagnirnar var einnig boðað að fyrirkomulagi vaktakerfa starfsmanna Keflavíkurflugvallar yrði breytt. Samkvæmt kjarasamningum þarf að segja vaktakerfi starfsmanna upp með þriggja mánaða fyrirvara og var það gert í júlí síðastliðnum.Endanleg útfærsla liggur ekki fyrir Í svari Isavia til Vísis kemur fram að ekki liggi fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvaða breytingar verða gerðar á vaktakerfinu en nokkrar tillögur og hugmyndir eru til umræðu.Umsvifin á Keflavíkurflugvelli hafa minnkað mikið undanfarnar mánuði.Vísir/Vilhelm„Isavia hefur lagt mikla áherslu á að ræða málið við starfsmenn og það höfum við gert á öllum stigum þess. Isavia vill vinna breytingar á vaktafyrirkomulagi í samvinnu með starfsmönnum og hefur því verið settur á fót vinnuhópur þar sem unnið verður með hugmyndir um breytt vaktakerfi,“ segir í svarinu. Þar kemur einnig fram að Isavia hefur gripið til ýmiskonar hagræðingaraðgerða á síðustu mánuðum hvað varðar yfirstjórn og aðrar deildir Isavia sem rekur einnig aðra flugvelli víðsvegar um landið og flugleiðsöguþjónustu. „Ekki hefur verið ráðið í öll störf sem hafa losnað, dregið hefur verið úr aðkeyptri þjónustu eins og hægt er og verkefni unnin innanhúss ef kostur er,“ segir í svari Isavia.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri Sameykis.„Hið versta mál“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis stéttarfélags, segir í samtali við Vísi að Isavia bregðist við minni umsvifum með þessum hætti, það er að segja uppsögnum síðastliðið vor og breytingum á vaktakerfum nú. „Allar svona breytingar lítum við á sem mjög alvarlegan og vondan hlut, þegar er verið að segja upp og draga úr atvinnumöguleikum er hið versta mál,“ segir Þórarinn en ástæðan sé að sjálfsögðu minni umsvif á vellinum. „Í sumar hefur verið reynt að teikna upp nýtt vaktakerfi til að bregðast við breyttum aðstæðum, þetta vitum við. Síðan þá hafa trúnaðarmenn félaga tekið þátt í upplýsingafundi um mögulega útfærslu á breytingum. En þessar tillögur eru að valda mikilli ókyrrð, eins og venjan er þegar gerðar eru stórar breytingar á vinnutímum. Við höfum ekkert brugðist við því endanleg útfærsla liggur ekki fyrir,“ segir Þórarinn. Samkvæmt kjarasamningum er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á vaktakerfum starfsmanna. Það þýðir að vinnuveitandi getur ekki breytt vaktakerfi fyrirvaralaust, hann verður að gefa starfsfólki kost á því að bregðast við, hvort það vill aðlaga sig nýju vaktakerfi eða finna sér nýja vinnu.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Kjaramál WOW Air Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira